„Þetta er fáránlegt kerfi“

Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og ...
Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem átti að fjölga nemendum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er í raun fáránlegt kerfi,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en stjórnendur skólans þurfa að skera niður í innritunum um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður.

Skólinn hefur heimild fyrir ákveðnum fjölda ársnemenda, þ.e. nemenda sem eru í fullu námi. Í gegnum árin hafa verið teknir inn í kringum 200-260 nýnemar á ári. Eftir breytingu á námskrá og fyrirkomulagi innan skólans, þ.e. breytingu úr bekkjakerfi yfir í þriggja anna kerfi, hafa nemendur verið að ljúka fleiri einingum og minna er um brottfall. Staðan er því sú að fleiri ársnemendur eru í skólanum en gert var ráð fyrir og til að „stilla af“ þann ársnemendafjölda sem heimild er fyrir er aðeins hægt að taka inn mun færri en áður.

„Mér er stillt upp við vegg“

Það er í höndum skólastjórnenda að ákveða fjölda nemenda sem teknir verða inn, en að sögn Más er staðan þó flóknari en það. „Ég ákveð fjöldann en þegar mér er sagt að ég sé með of marga nemendur og verði að fækka til að fá greitt með þeim þá neyðist ég til að gera þetta. Mér er stillt upp við vegg og ég fæ engan valkost,“ segir Már.

Út frá fjárheimildum sé í raun aðeins heimild til að taka á móti 70 nýnemum, en ótækt sé að taka inn svo lítinn fjölda því annars hrynji kerfið. „Þess vegna tökum við sénsinn og tökum inn fleiri en við höfum fjárheimild fyrir því annars myndi skólinn hrynja,“ segir hann, og bætir við að stjórnendur skólans hafi þrýst á mennta- og menningarmálaráðuneytið um að fá auknar fjárheimildir til að geta tekið fleiri inn og jafnað út sveiflurnar.

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.

„Við höfum bent á að það er ódýrt fyrir ríkið því við erum ódýr skóli. Framlög nemenda eru á lægra verði en gengur og gerist,“ segir hann. „En við höfum ekki fengið heimildir fyrir því svo það eru stórar sveiflur í skólastarfinu sem er vont til lengri tíma.“

Már segir því að með þessu sé skólanum refsað fyrir að standa sig vel.

Verulegur fjöldi muni hvorki komast inn í fyrsta né annað val

„En þetta er í raun fáránlegt kerfi því á sama tíma og við fáum ekki heimildir til að taka inn fleiri nemendur er mikil aðsókn í skólann,“ segir Már, en aðsókn í MS þetta árið var sú þriðja mesta á landsvísu. „Við erum millistór skóli með sjö hundruð og eitthvað nemendur en erum með fleiri umsækjendur en Tækniskólinn sem er með tvö þúsund nemendur.“

Bendir Már á að síðustu ár hafi verið hægt að koma langflestum nemendum í þá skóla sem þeir hafi valið annaðhvort í aðalval eða varaval. Aðeins örfáir hafi ekki komist inn í þá skóla sem þeir voru með í efstu tveimur sætunum. Nú verði það hins vegar svoleiðis að verulegur fjöldi muni ekki komast inn í fyrsta né annað val.

„Það er alveg skólapláss í mörgum skólum en ekki kannski þeim skólum sem nemendur vilja fara í. Það eru margir skólar með of fáa nemendur, en við segjum við nemendur að velja skóla en það er tilgangslaust ef maður ætlar ekki að leyfa þeim að velja og ákveða bara fyrir fram hvert þeir eigi að fara. Það er ekki heiðarlegt,“ segir hann.

Af vef MS

Stíft og gamaldags kerfi

„Heildarfjöldi umsókna hjá okkur er á sjötta hundraðið bæði í aðalval og varaval en við tökum bara inn 150,“ segir Már og bætir við að MS sé ekki eini skólinn í þeirri stöðu. Sem dæmi sé aðsóknin mest í Verzlunarskóla Íslands þetta árið og hafi skólanum borist mun fleiri umsóknir en heimilt er að taka inn. „Það eru margir með MS í aðalval og Verzló í varaval og öfugt svo ég held að ráðuneytið muni lenda í miklum vandræðum með að útskýra hvers vegna núna verði ekki aðeins örfáir sem ekki fá inni í þeim skóla sem þeir vilja fara í heldur verulegur fjöldi.“

Gagnrýnir Már þetta kerfi og segist búast við því að menntamálaráðuneytinu og Menntamálastofnun muni berast fjölmargar kvartanir vegna þessa. „Kerfið er allt of stíft og seint að bregðast við. Það nýtir ekki peningana vel og er í raun bara svolítið gamaldags,“ segir hann.

Ófyrirséð um starfsmannahald

En hvernig hefur þetta áhrif á starfsmannahald við skólann? „Það er búið að vera rosalega erfitt að reyna að finna út úr því hvort það sé hægt að finna störf fyrir fólkið í skólanum. Sumir áfangar eru bara kenndir á fyrsta ári og allt í einu er yfir 30% niðurskurður þar og þá hverfur yfir 30% af vinnunni,“ segir Már og bætir við að um mikinn höfuðverk sé að ræða fyrir stjórnendur skólans. Enn sé ekki útséð hvort hægt sé að halda öllum kennurum í því ráðningarhlutfalli sem þeir séu ráðnir í. Það komi í ljós á næstu vikum.

Hvað varðar fyrrnefnda stækkun skólans réðust ríki og borg í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem það átti að fjölga nemendum. „Í staðinn virðist vera að við eigum að sitja uppi með hálftóman skóla eftir nokkur ár þó að nemendur vilji vera hérna,“ segir Már og segist velta því fyrir sér hvers vegna yfirvöld hafi lagst í fjárfestingu af þessu tagi ef ekki á að nýta hana.

Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár ...
Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningum illa varið

En hvaða svör hafa stjórnendur skólans fengið frá yfirvöldum? „Það getur enginn svarað þessu nema ráðuneytið en þeirra svör eru bara þau að það sama eigi að ganga yfir alla. En málið er bara að það er ekkert það sama alls staðar,“ segir Már. „Ég segi að það sé betra að borga fyrir nemendur þar sem þeir eru í stað þess að borga fyrir nemendur annars staðar þar sem þeir eru ekki til staðar, bara vegna þess að það er kvótakerfi. Það þykja mér illa varðir peningar.“

Staðan er því sú að í ár mun skólinn ekki fá greitt fyrir 70-80 nemendur sem teknir verða inn. Már bendir hins vegar á ný lög um opinber fjármál sem veita ráðuneytum heimild til að færa fjárheimildir á milli stofnana til að nýta peninga sem best. „Auðvitað á að gera það,“ segir hann. „Til hvers að borga 10-20 milljónir til skóla og nemendurnir eru ekki til staðar og svo á öðrum stað þar sem nemendur eru til staðar sé ekki borgað. Ég skil ekki svona hagfræði,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Harðviður til Húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...