„Þetta er fáránlegt kerfi“

Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og ...
Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem átti að fjölga nemendum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er í raun fáránlegt kerfi,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en stjórnendur skólans þurfa að skera niður í innritunum um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður.

Skólinn hefur heimild fyrir ákveðnum fjölda ársnemenda, þ.e. nemenda sem eru í fullu námi. Í gegnum árin hafa verið teknir inn í kringum 200-260 nýnemar á ári. Eftir breytingu á námskrá og fyrirkomulagi innan skólans, þ.e. breytingu úr bekkjakerfi yfir í þriggja anna kerfi, hafa nemendur verið að ljúka fleiri einingum og minna er um brottfall. Staðan er því sú að fleiri ársnemendur eru í skólanum en gert var ráð fyrir og til að „stilla af“ þann ársnemendafjölda sem heimild er fyrir er aðeins hægt að taka inn mun færri en áður.

„Mér er stillt upp við vegg“

Það er í höndum skólastjórnenda að ákveða fjölda nemenda sem teknir verða inn, en að sögn Más er staðan þó flóknari en það. „Ég ákveð fjöldann en þegar mér er sagt að ég sé með of marga nemendur og verði að fækka til að fá greitt með þeim þá neyðist ég til að gera þetta. Mér er stillt upp við vegg og ég fæ engan valkost,“ segir Már.

Út frá fjárheimildum sé í raun aðeins heimild til að taka á móti 70 nýnemum, en ótækt sé að taka inn svo lítinn fjölda því annars hrynji kerfið. „Þess vegna tökum við sénsinn og tökum inn fleiri en við höfum fjárheimild fyrir því annars myndi skólinn hrynja,“ segir hann, og bætir við að stjórnendur skólans hafi þrýst á mennta- og menningarmálaráðuneytið um að fá auknar fjárheimildir til að geta tekið fleiri inn og jafnað út sveiflurnar.

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.

„Við höfum bent á að það er ódýrt fyrir ríkið því við erum ódýr skóli. Framlög nemenda eru á lægra verði en gengur og gerist,“ segir hann. „En við höfum ekki fengið heimildir fyrir því svo það eru stórar sveiflur í skólastarfinu sem er vont til lengri tíma.“

Már segir því að með þessu sé skólanum refsað fyrir að standa sig vel.

Verulegur fjöldi muni hvorki komast inn í fyrsta né annað val

„En þetta er í raun fáránlegt kerfi því á sama tíma og við fáum ekki heimildir til að taka inn fleiri nemendur er mikil aðsókn í skólann,“ segir Már, en aðsókn í MS þetta árið var sú þriðja mesta á landsvísu. „Við erum millistór skóli með sjö hundruð og eitthvað nemendur en erum með fleiri umsækjendur en Tækniskólinn sem er með tvö þúsund nemendur.“

Bendir Már á að síðustu ár hafi verið hægt að koma langflestum nemendum í þá skóla sem þeir hafi valið annaðhvort í aðalval eða varaval. Aðeins örfáir hafi ekki komist inn í þá skóla sem þeir voru með í efstu tveimur sætunum. Nú verði það hins vegar svoleiðis að verulegur fjöldi muni ekki komast inn í fyrsta né annað val.

„Það er alveg skólapláss í mörgum skólum en ekki kannski þeim skólum sem nemendur vilja fara í. Það eru margir skólar með of fáa nemendur, en við segjum við nemendur að velja skóla en það er tilgangslaust ef maður ætlar ekki að leyfa þeim að velja og ákveða bara fyrir fram hvert þeir eigi að fara. Það er ekki heiðarlegt,“ segir hann.

Af vef MS

Stíft og gamaldags kerfi

„Heildarfjöldi umsókna hjá okkur er á sjötta hundraðið bæði í aðalval og varaval en við tökum bara inn 150,“ segir Már og bætir við að MS sé ekki eini skólinn í þeirri stöðu. Sem dæmi sé aðsóknin mest í Verzlunarskóla Íslands þetta árið og hafi skólanum borist mun fleiri umsóknir en heimilt er að taka inn. „Það eru margir með MS í aðalval og Verzló í varaval og öfugt svo ég held að ráðuneytið muni lenda í miklum vandræðum með að útskýra hvers vegna núna verði ekki aðeins örfáir sem ekki fá inni í þeim skóla sem þeir vilja fara í heldur verulegur fjöldi.“

Gagnrýnir Már þetta kerfi og segist búast við því að menntamálaráðuneytinu og Menntamálastofnun muni berast fjölmargar kvartanir vegna þessa. „Kerfið er allt of stíft og seint að bregðast við. Það nýtir ekki peningana vel og er í raun bara svolítið gamaldags,“ segir hann.

Ófyrirséð um starfsmannahald

En hvernig hefur þetta áhrif á starfsmannahald við skólann? „Það er búið að vera rosalega erfitt að reyna að finna út úr því hvort það sé hægt að finna störf fyrir fólkið í skólanum. Sumir áfangar eru bara kenndir á fyrsta ári og allt í einu er yfir 30% niðurskurður þar og þá hverfur yfir 30% af vinnunni,“ segir Már og bætir við að um mikinn höfuðverk sé að ræða fyrir stjórnendur skólans. Enn sé ekki útséð hvort hægt sé að halda öllum kennurum í því ráðningarhlutfalli sem þeir séu ráðnir í. Það komi í ljós á næstu vikum.

Hvað varðar fyrrnefnda stækkun skólans réðust ríki og borg í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem það átti að fjölga nemendum. „Í staðinn virðist vera að við eigum að sitja uppi með hálftóman skóla eftir nokkur ár þó að nemendur vilji vera hérna,“ segir Már og segist velta því fyrir sér hvers vegna yfirvöld hafi lagst í fjárfestingu af þessu tagi ef ekki á að nýta hana.

Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár ...
Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningum illa varið

En hvaða svör hafa stjórnendur skólans fengið frá yfirvöldum? „Það getur enginn svarað þessu nema ráðuneytið en þeirra svör eru bara þau að það sama eigi að ganga yfir alla. En málið er bara að það er ekkert það sama alls staðar,“ segir Már. „Ég segi að það sé betra að borga fyrir nemendur þar sem þeir eru í stað þess að borga fyrir nemendur annars staðar þar sem þeir eru ekki til staðar, bara vegna þess að það er kvótakerfi. Það þykja mér illa varðir peningar.“

Staðan er því sú að í ár mun skólinn ekki fá greitt fyrir 70-80 nemendur sem teknir verða inn. Már bendir hins vegar á ný lög um opinber fjármál sem veita ráðuneytum heimild til að færa fjárheimildir á milli stofnana til að nýta peninga sem best. „Auðvitað á að gera það,“ segir hann. „Til hvers að borga 10-20 milljónir til skóla og nemendurnir eru ekki til staðar og svo á öðrum stað þar sem nemendur eru til staðar sé ekki borgað. Ég skil ekki svona hagfræði,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Missti afl vegna rangs frágangs

11:48 Fisflugvél sem nauðlent var á túni við bóndabæ í Úlfarársdal í júní í fyrra og endaði á hvolfi missti afl vegna rangs frágangs á vélinni. Vængir vélarinnar höfðu verið teknir út daginn fyrir atvikið og festir í læstri stöðu en vegna rangs frágangs lokaðist fyrir flæði eldsneytis úr hægri vænggeymi. Meira »

Máttu hafna greiðslu kæranda

11:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru varðandi úthlutun á greiðslumarki í mjólk í febrúar síðastliðnum. Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna greiðslu frá kæranda fyrir greiðslumark mjólkur var staðfest. Meira »

800 eiga mögulega rétt á endurgreiðslu

11:28 Vinnumálastofnun mun á næstu vikum setja sig í samband við um 800 einstaklinga sem kunna að eiga rétt til endurgreiðslu á atvinnuleysisbótum eftir dóm Hæstaréttar frá því í byrjun þessa mánaðar. Til viðbótar lengist bótatímabil hjá um 1.200 einstaklingum úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Sakar borgina um orðhengilshátt

11:18 Lögmaður fyrirtækisins AFA JCDecaux, sem á og rekur mikinn fjölda biðskýla á höfuðborgarsvæðinu, segir það ekki skipta máli hvernig fjárhagslegu sambandi við leigutaka sé háttað. WOW citybike auglýsingarnar á hjólastöðvunum fyrirtækisins séu mikil auglýsing fyrir WOW air óháð því hvort hjólaleigan sé auka búgrein flugfélagsins eða hrein viðbót við annað markaðsstarf félagsins. Meira »

Krefjast 44 milljóna í skaðabætur

10:55 Fjölskylda Shelagh D. Donovan, sem lést er hún varð fyrir hjólabát við Jökulsárlón árið 2015, krefur skipstjórann stýrði bátnum samtals um 44 milljónir króna í skaðabætur vegna slyssins. Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum sem mbl.is hefur undir höndum. Meira »

Skemmdarverk unnin á Víðistaðakirkju

10:54 Skemmdarverk voru unnin á Víðistaðakirkju í nótt. Krotað var á alla vesturhlið kirkjunnar. „Þetta er alveg hellingur. Öll hliðin er útkrotuð,“ segir Karl Kristensen, kirkjuvörður. Málið hefur verið kært til lögreglu en ekki er enn vitað hver var að verki. Meira »

Skimun þjóðhagslega hagkvæm

09:50 Rannsóknir benda til þess að það geti verið þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir lungnakrabbameini hér á landi. Talið er að tæplega 10 þúsund einstaklingar kæmu til greina fyrir slíka skimun hér á landi en tækjabúnaður er til staðar. Meira »

Reiðhjólaslys og bílvelta á Vesturlandi

10:46 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbil í gær til að flytja slasaðan hjólreiðamann sem staðsettur var á sunnanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Drengurinn sem fékk unglinga til að lesa

09:30 Tuttugu ár eru í dag síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury-útgáfunni í London.  Meira »

„Þetta er ekki Miklabrautin“

09:09 „Í vor hjólaði þarna hjólreiðamaður á dreng sem er í leikskólanum. Í kjölfarið sendi ég póst á umhverfissvið borgarinnar og bað um að þetta yrði tekið mjög föstum tökum,“ segir Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, um slys sem átti sér stað á hjólreiðastíg í Öskjuhlíð. Meira »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Wow Cyclothon

Glæsilegir skápar til sölu.
Glæsilegir skápar til sölu.Tilboð 2 sérsmíðaðir glerskápar með fallegri lýsin...
ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
Start/Byrja: 26/6 - HOLIDAY/SUMARFRÍ - 4/9, 2/10, 30/10, 27/11, 8/1: 4 weeks/vi...
Til Sölu Djúpsteikingarpottur
Til Sölu Djúpsteikingarpottur...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...