„Þetta er fáránlegt kerfi“

Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og ...
Ríki og borg réðust í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem átti að fjölga nemendum. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er í raun fáránlegt kerfi,“ segir Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, en stjórnendur skólans þurfa að skera niður í innritunum um 37,5% frá því á síðasta ári. Þá voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður.

Skólinn hefur heimild fyrir ákveðnum fjölda ársnemenda, þ.e. nemenda sem eru í fullu námi. Í gegnum árin hafa verið teknir inn í kringum 200-260 nýnemar á ári. Eftir breytingu á námskrá og fyrirkomulagi innan skólans, þ.e. breytingu úr bekkjakerfi yfir í þriggja anna kerfi, hafa nemendur verið að ljúka fleiri einingum og minna er um brottfall. Staðan er því sú að fleiri ársnemendur eru í skólanum en gert var ráð fyrir og til að „stilla af“ þann ársnemendafjölda sem heimild er fyrir er aðeins hægt að taka inn mun færri en áður.

„Mér er stillt upp við vegg“

Það er í höndum skólastjórnenda að ákveða fjölda nemenda sem teknir verða inn, en að sögn Más er staðan þó flóknari en það. „Ég ákveð fjöldann en þegar mér er sagt að ég sé með of marga nemendur og verði að fækka til að fá greitt með þeim þá neyðist ég til að gera þetta. Mér er stillt upp við vegg og ég fæ engan valkost,“ segir Már.

Út frá fjárheimildum sé í raun aðeins heimild til að taka á móti 70 nýnemum, en ótækt sé að taka inn svo lítinn fjölda því annars hrynji kerfið. „Þess vegna tökum við sénsinn og tökum inn fleiri en við höfum fjárheimild fyrir því annars myndi skólinn hrynja,“ segir hann, og bætir við að stjórnendur skólans hafi þrýst á mennta- og menningarmálaráðuneytið um að fá auknar fjárheimildir til að geta tekið fleiri inn og jafnað út sveiflurnar.

Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.
Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund.

„Við höfum bent á að það er ódýrt fyrir ríkið því við erum ódýr skóli. Framlög nemenda eru á lægra verði en gengur og gerist,“ segir hann. „En við höfum ekki fengið heimildir fyrir því svo það eru stórar sveiflur í skólastarfinu sem er vont til lengri tíma.“

Már segir því að með þessu sé skólanum refsað fyrir að standa sig vel.

Verulegur fjöldi muni hvorki komast inn í fyrsta né annað val

„En þetta er í raun fáránlegt kerfi því á sama tíma og við fáum ekki heimildir til að taka inn fleiri nemendur er mikil aðsókn í skólann,“ segir Már, en aðsókn í MS þetta árið var sú þriðja mesta á landsvísu. „Við erum millistór skóli með sjö hundruð og eitthvað nemendur en erum með fleiri umsækjendur en Tækniskólinn sem er með tvö þúsund nemendur.“

Bendir Már á að síðustu ár hafi verið hægt að koma langflestum nemendum í þá skóla sem þeir hafi valið annaðhvort í aðalval eða varaval. Aðeins örfáir hafi ekki komist inn í þá skóla sem þeir voru með í efstu tveimur sætunum. Nú verði það hins vegar svoleiðis að verulegur fjöldi muni ekki komast inn í fyrsta né annað val.

„Það er alveg skólapláss í mörgum skólum en ekki kannski þeim skólum sem nemendur vilja fara í. Það eru margir skólar með of fáa nemendur, en við segjum við nemendur að velja skóla en það er tilgangslaust ef maður ætlar ekki að leyfa þeim að velja og ákveða bara fyrir fram hvert þeir eigi að fara. Það er ekki heiðarlegt,“ segir hann.

Af vef MS

Stíft og gamaldags kerfi

„Heildarfjöldi umsókna hjá okkur er á sjötta hundraðið bæði í aðalval og varaval en við tökum bara inn 150,“ segir Már og bætir við að MS sé ekki eini skólinn í þeirri stöðu. Sem dæmi sé aðsóknin mest í Verzlunarskóla Íslands þetta árið og hafi skólanum borist mun fleiri umsóknir en heimilt er að taka inn. „Það eru margir með MS í aðalval og Verzló í varaval og öfugt svo ég held að ráðuneytið muni lenda í miklum vandræðum með að útskýra hvers vegna núna verði ekki aðeins örfáir sem ekki fá inni í þeim skóla sem þeir vilja fara í heldur verulegur fjöldi.“

Gagnrýnir Már þetta kerfi og segist búast við því að menntamálaráðuneytinu og Menntamálastofnun muni berast fjölmargar kvartanir vegna þessa. „Kerfið er allt of stíft og seint að bregðast við. Það nýtir ekki peningana vel og er í raun bara svolítið gamaldags,“ segir hann.

Ófyrirséð um starfsmannahald

En hvernig hefur þetta áhrif á starfsmannahald við skólann? „Það er búið að vera rosalega erfitt að reyna að finna út úr því hvort það sé hægt að finna störf fyrir fólkið í skólanum. Sumir áfangar eru bara kenndir á fyrsta ári og allt í einu er yfir 30% niðurskurður þar og þá hverfur yfir 30% af vinnunni,“ segir Már og bætir við að um mikinn höfuðverk sé að ræða fyrir stjórnendur skólans. Enn sé ekki útséð hvort hægt sé að halda öllum kennurum í því ráðningarhlutfalli sem þeir séu ráðnir í. Það komi í ljós á næstu vikum.

Hvað varðar fyrrnefnda stækkun skólans réðust ríki og borg í framkvæmdir upp á einn og hálfan milljarð króna til að byggja við skólann nýverið þar sem það átti að fjölga nemendum. „Í staðinn virðist vera að við eigum að sitja uppi með hálftóman skóla eftir nokkur ár þó að nemendur vilji vera hérna,“ segir Már og segist velta því fyrir sér hvers vegna yfirvöld hafi lagst í fjárfestingu af þessu tagi ef ekki á að nýta hana.

Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár ...
Í fyrra voru 240 nýnemar teknir inn, en í ár verða þeir aðeins 150 þrátt fyrir að skólinn hafi nýlega verið stækkaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningum illa varið

En hvaða svör hafa stjórnendur skólans fengið frá yfirvöldum? „Það getur enginn svarað þessu nema ráðuneytið en þeirra svör eru bara þau að það sama eigi að ganga yfir alla. En málið er bara að það er ekkert það sama alls staðar,“ segir Már. „Ég segi að það sé betra að borga fyrir nemendur þar sem þeir eru í stað þess að borga fyrir nemendur annars staðar þar sem þeir eru ekki til staðar, bara vegna þess að það er kvótakerfi. Það þykja mér illa varðir peningar.“

Staðan er því sú að í ár mun skólinn ekki fá greitt fyrir 70-80 nemendur sem teknir verða inn. Már bendir hins vegar á ný lög um opinber fjármál sem veita ráðuneytum heimild til að færa fjárheimildir á milli stofnana til að nýta peninga sem best. „Auðvitað á að gera það,“ segir hann. „Til hvers að borga 10-20 milljónir til skóla og nemendurnir eru ekki til staðar og svo á öðrum stað þar sem nemendur eru til staðar sé ekki borgað. Ég skil ekki svona hagfræði,“ segir hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í rafmagnskassa í Breiðholti

Í gær, 23:09 Fyrr í kvöld barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um eldglæringar í rafmangskassa við Lambastekk í Breiðholti. Ekki var um mikinn eld að ræða en eftir að hann hafði verið slökktur tók Orkuveita Reykjavíkur við á vettvangi. Meira »

Fangar fari í starfsþjálfun og verknám

Í gær, 21:13 „Fangar hafa verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Auðvitað er maður hræddur um að þannig verði það áfram en maður hefur fundið andrúmsloftið breystast mikið á undanförnum árum,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og talsmaður fanga. Meira »

Mörg dæmi um kynferðisofbeldi í íþróttum

Í gær, 20:21 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, segir fjölmörg dæmi um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Frá þessu greindi hún í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Meira »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

Í gær, 18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

Í gær, 15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

Í gær, 14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

Í gær, 12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

Í gær, 13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

Í gær, 12:40 Mikill mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðárkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

Í gær, 12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

Í gær, 11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

Í gær, 10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

Í gær, 10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

Í gær, 09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

Í gær, 08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

Í gær, 09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

Í gær, 08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

Í gær, 07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...