Uppsagnir í gildi í kvöld

Sjúkrabíll við sjúkrahúsið á Blönduósi.
Sjúkrabíll við sjúkrahúsið á Blönduósi. mbl.is/Jón Sigurðsson

Sex sjúkraflutningamenn hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi láta af störfum á miðnætti, hafi ríkið þá ekki fallist á að gera við þá kjarasamning.

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur átt í samskiptum við fulltrúa ríkisins undanfarna daga og segist Stefán Pétursson formaður vera að bíða eftir tilboði frá ríkinu.

Óánægja hefur verið meðal sjúkraflutningamanna sem sinna sjúkraflutningum í aukastörfum með að fá ekki kjarasamning og sögðu starfsmennirnir á Blönduósi upp störfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert