Þurfa að bíða í 48 mánuði eftir félagslegri leiguíbúð hjá Hafnarfjarðarkaupstað

Lengst er biðin eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði.
Lengst er biðin eftir félagslegu húsnæði í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umsækjendum á biðlistum sveitarfélaga eftir félagslegu húsnæði fækkaði heldur á milli áranna 2015 og 2016, samkvæmt könnun Varasjóðs húsnæðismála sem starfar á vegum velferðarráðuneytisins.

Þeir voru 1.613 á síðasta ári en 1.688 árið á undan. Flestir umsækjendurnir eru einstaklingar eða einstæðir foreldrar.

Biðtími er mismunandi. Lengstur er hann hjá Hafnarfjarðarkaupstað, 48 mánuðir, en 36 mánuðir hjá Reykjavíkurborg og Hveragerðisbæ og 30 mánuðir hjá Akureyrarkaupstað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert