Æfðu hópslys ferðamanna á jökli

Hátt í sjötíu manns tóku þátt í æfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lögreglu og Landhelgisgæslu þar sem líkt var eftir því að hópur fólks hefði lent í snjóflóði og þaðan farið ofan í jökulsprungu.

Æfð voru öll nauðsynleg handtök.
Æfð voru öll nauðsynleg handtök. Ljósmynd/Landsbjörg

Æfingin fór fram á Vatnajökli í gær og gekk vel að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

„Í raun var þarna æft í fyrsta skipti stórt hópslys eins fjarri mannabyggðum og hægt er,“ segir Jónas og bendir á að með æfingunni sé verið að svara aukinni útivist Íslendinga og vaxandi straumi erlendra ferðamanna.

Á æfingunni var meðal annars notast við fallhlífarstökkvara sem svifu niður úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. Voru þeir fyrstir á vettvang auk þeirra sem lögðu af stað landleiðis frá Höfn í Hornafirði.

„Þrátt fyrir að æfingin hafi gengið vel komu í ljós ýmsir litlir hlutir sem má slípa til. Það er ljóst að í slysi sem þessu eru þyrlur gríðarlega mikilvægar og ég veit ekki hvernig færi ef þeirra nyti ekki við.“

Meðfylgjandi myndir tóku Björn Gunnarsson úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og Elín Freyja úr Björgunarfélagi Hornafjarðar.

Smella má á kortið til að þysja inn og út …
Smella má á kortið til að þysja inn og út að vild. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert