Risa björgunaræfing á Faxaflóa

Björgunarsveitir við björgunarbát á æfingunni á Faxaflóa í kvöld.
Björgunarsveitir við björgunarbát á æfingunni á Faxaflóa í kvöld. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Á annað hundrað manns tók þátt í risa björgunaræfingu sem haldin var á Faxaflóanum síðdegis í dag. Að æfingunni stóðu hvalaskoðunarfyrirtækin Special Tours og Elding, og Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Þrjú hvalaskoðunarskip frá Special Tours, eitt frá Eldingu, tíu slöngubátar og tvö skip Landsbjargar tóku þátt í æfingunni.

Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours.
Hilmar Stefánsson, framkvæmdastjóri Special Tours. Ljósmynd/Aðsend mynd

Að sögn Hilmars Stefánssonar, framkvæmdastjóra Special Tours, gekk æfingin vel fyrir sig en hún var sett þannig upp að tvö skip áttu að hafa lent í árekstri og það þriðja sem er á leið á slysstað til þess að bjarga farþegum skipanna tveggja verður vélarvana. „Skipin voru rýmd og björgunarbátar blásnir upp sem fólk fór um borð í yfir í önnur skip,“ segir Hilmar.

Eitt hvalaskoðunarskipanna á æfingu kvöldsins.
Eitt hvalaskoðunarskipanna á æfingu kvöldsins. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Um þúsund manns fara í hvalaskoðun frá Reykjavík hvern einasta dag og segir Hilmar því mikilvægt að hvalaskoðunarfyrirtækin séu búin að æfa viðbragð ef slys kemur upp á. „Við æfum reglulega til þess að vera viðbúin ef eitthvað kemur upp á,“ segir Hilmar. „En þessi æfing var meiri en hefðbundnar æfingar. Við ákváðum að æfa saman þar sem þessi skip eru á svipuðum slóðum úti á Flóanum.“

„Það hentaði vel að skipin æfðu saman því þetta snýst um að vera með öll viðbrögð í lagi, fara yfir hlutina þannig að allir kunni sín hlutverk,“ segir Hilmar.

Á annað hundrað tóku þátt í æfingunni.
Á annað hundrað tóku þátt í æfingunni. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Með stærstu æfingum bátaflokka á svæði eitt

Ómar Örn Aðalsteinsson, hjá björgunarsveit Hafnarfjarðar og í æfingastjórn björgunarsveitanna, segir að á annað hundrað manns hafi tekið þátt í æfingunni í kvöld sem sé ein sú stærsta sem bátaflokkar á svæði eitt hafa tekið þátt í. „Það voru um 60 sjúklingar um borð í skipunum og 45 björgunarmenn frá höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi,“ segir Ómar.

Fólk lék slasaða sjúklinga sem flytja þurfti á milli skipa.
Fólk lék slasaða sjúklinga sem flytja þurfti á milli skipa. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson

Hann segir að björgunarsveitirnar reyni að æfa með hvalaskoðunarskipunum á um það bil árs fresti enda fari mikill fjöldi út á hverjum einasta degi í ferðir á vegum fyrirtækjanna. „Þetta er með stærri æfingum sem við erum að halda og er partur af samhæfingu bátaflokka á svæði eitt,“ segir Ómar. Hann segir að æfingin hafi gengið vel en núna í framhaldinu verði fundað um hvað megi gera til að bæta viðbragð enn frekar.

Björgunaræfing hvalaskoðunarskipa og björgunarsveita á Faxaflóa.
Björgunaræfing hvalaskoðunarskipa og björgunarsveita á Faxaflóa. Ljósmynd/Guðjón Valgeirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Töfin hefur legið fyrir lengi

13:44 Guðmundur Ólafsson, verkstjóri hjá Suðurverki, segir að lengi hafi legið fyrir að einhver töf yrði á opnun Norðfjarðarganga. RÚV greindi frá því í morgun að tveggja mánaða töf yrði á opnun ganganna. Nú stendur til að opna göngin í lok október. Meira »

Engin fornbílasýning á Ljósanótt

13:42 Fornbílaklúbbur Íslands hefur aflýst ráðgerðum akstri og sýningu fornbíla á Ljósanótt nema lögreglustjórinn á Suðurnesjum og bæjarstjórn Reykjanesbæjar endurskoði að leyfa umferð fornbíla um Hafnargötu meðan á hátíðinni stendur. Meira »

Flugfarþeginn afþakkaði mat

13:30 Flugfarþega, sem stöðvaður var með fölsuð skilríki í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á föstudaginn, var samkvæmt bókun boðin öll sú aðstoð sem fyrir hendi var, þar á meðal matur, en hann afþakkaði hana. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Meira »

Rýna í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu

13:28 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir fyrirkomulag þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu og talmein, skoða hvort og hvernig megi bæta hana og gera tillögu að skipulagi þjónustunnar til framtíðar. Meira »

Skuldir ríkisins munu snarhækka

13:22 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir ferlið við fjármögnum Vaðlaheiðarganga og segir að göngin séu eiginlega hvorki einkaframkvæmd né ríkisframkvæmd. Eins og greint var frá fyrir helgi má gera ráð fyrir því að dýrara verði í göngin en Hvalfjarðargöng. Meira »

Ólíkur framburður Thomasar og Nikolajs

12:48 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen, skipsfélagi Thomas­ar Møller Ol­sen sem ákærður er fyr­ir að hafa myrt Birnu Brjáns­dótt­ur, segist ekki kannast við lýsingar Thomasar á atburðum aðfaranætur laugardagsins 14. janúar þegar Birna var myrt. Meira »

„Gerðir þú brotaþola eitthvað?“

11:49 Thomas Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana þann 14. janúar síðastliðinn, segir það ekki mögulegt að hann hafi gert henni eitthvað án þess að muna eftir. Hann gaf fyrr í morgun skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð sakamáls á hendur honum fer fram í dag. Meira »

„Menn eru svolítið örvæntingarfullir“

12:15 Nafnabreytingar Samfylkingarinnar eru ekki nýjar af nálinni heldur hafa verið viðloðandi flokkinn í nokkur ár. Nýlegar umræður þess efnis gefa til kynna nýtt stig örvæntingar til þess að koma flokknum inn í umræður á ný en síðastliðin ár hefur fylgi hans minnkað töluvert. Meira »

Ökumaðurinn var í annarlegu ástandi

11:09 „Málið er á algjöru frumstigi. Lögreglan mun ekki veita upplýsingar fyrr en það hefur skapast heildstæð mynd af atburðunum,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, um málið sem kom upp í gær. Meira »

Thomas sagði frá dularfullum pakka

11:04 Thomas­ Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur, hafði mælt sér mót við höfnina í Hafnarfirði við aðila sem hann átti að afhenda pakka að morgni laugardagsins 14. janúar. Við aðalmeðferð málsins sem nú fer fram neitaði hann að gefa nokkrar upplýsingar um pakkann. Meira »

Gjörbreyttur framburður Thomasar

10:22 Framburður Thomasar Möller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar síðastliðnum, er mjög breyttur frá því í skýrslutökum hjá lögreglu. Hann gefur nú skýrslu fyrir dómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Sem fyrr segist hann hins vegar saklaus. Meira »

Aðalmeðferð hefst í Birnumálinu

08:42 Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15. Gert er ráð fyrir að alls muni 37 manns bera vitni fyrir dómi og munu flestir þeirra koma fyrir dóm í dag og á morgun. Meira »

Fá ókeypis skólagögn í 41 sveitarfélagi

08:31 Ríflega tvöfalt fleiri sveitarfélög ætla að útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds á nýhöfnu skólaári en gerðu það í fyrra, samtals 41 sveitarfélag. Meira »

Tilnefndar til Ísnálarinnar

06:18 Tilnefningar til Ísnálarinnar 2017 liggja fyrir en þau verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem saman fara góð þýðing og góð saga. Meira »

Mannekla er mest í Reykjavík

05:30 Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132. Meira »

Messað í nýju safnaðarheimili

07:57 Nýtt safnaðarheimili Áskirkju við Kirkjutorg á Völlunum í Hafnarfirði, sem hýsa mun kirkjustarf safnaðarins, var tekið í notkun í gær. Meira »

Í fangaklefa vegna líkamsárásar

05:43 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar og brots á vopnalögum.   Meira »

Kennaraskortur er yfirvofandi

05:30 Aðsókn að kennaranámi eykst milli ára en það dugar ekki til. Kennaraskortur er yfirvofandi á næstu árum.  Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...