Austanátt og rigning

Vindaspáin í dag.
Vindaspáin í dag. Veðurstofa Íslands

Spáð er allhvassri austanátt sunnan og vestan til og fremur vætusömu en hægara og lengst af þurru og björtu fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Áframhaldandi austlæg átt næstu daga og rigning eða súld með köflum í flestum landshlutum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Í dag gengur í allhvassa eða hvassa austanátt við SV-ströndina og því þurfa ökumenn bíla sem taka á sig mikinn vind að sýna aðgát,“ segir í athugasemd á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Gengur í austan 10-18 og rigningu um landið S- og V-vert með morgninum, hvassast við SV-ströndina. Hægari og lengst af þurrt NA-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NA-lands.
Austan 8-13 á morgun, en heldur hvassari á Vestfjörðum annan kvöld. Víða rigning með köflum, en lægir smám saman á S- og V-landi. Hiti 8 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Austan 5-13 m/s, hvassast á annesjum N-til. Skýjað og víða rigning, einkum S- og V-lands. Styttir upp að mestu SV-til um kvöldið. Hiti 6 til 12 stig, mildast á N-landi.

Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 3-10 m/s, hvassast syðst og nyrst. Skýjað og dálítil væta með köflum, en þurrt að kalla NA-lands. Hiti 6 til 14 stig, mildast um landið vestanvert.

Á fimmtudag:
Gengur í strekkingsaustanátt, en hvassviðri eða stormur syðst. Rigning S- og V-lands, en þurrt NA-til. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast V-lands.

Á föstudag, laugardag og sunnudag (hvítasunnudag):
Útlit fyrir áframhaldandi austlæga átt með vætu, einkum SA-til. Kólnar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert