Guðrún og Óli taka sæti á Alþingi

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir.
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir. Ljósmynd/Piratar.is

Óli Halldórsson, þingmaður VG, og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, þingmaður Pírata, tóku í fyrsta skipti sæti á Alþingi í dag. Þau undirrituðu dreng­skap­ar­heit að stjórn­ar­skránni áður en þing­fund­ur hófst í morg­un.

Óli tekur sæti Steingríms J. Sigfússonar og Guðrún Ágústa tekur sæti Einars Brynjólfssonar en þeir Steingrímur og Einar geta ekki sinnt þingmennsku á næstunni.

Óli er 3. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi og Guðrún 1. varamaður á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert