Innflutt kjöt selt sem íslenskt?

Lambakóróna frá NýjaSjálandi sem sagt er að sé til sölu …
Lambakóróna frá NýjaSjálandi sem sagt er að sé til sölu á íslenskum veitingastað.

Formaður Bændasamtaka Íslands segist hvergi hafa orðið var við að hægt sé að kaupa nýsjálenskt lambakjöt á veitingastöðum hér.

„Það er óþolandi ef það er verið að blekkja neytendur með því að selja vöru sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn sem íslenskt lambakjöt,“ skrifaði Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, á Facebook-síðu sína.

Sindri segir að samkvæmt opinberum tölum hafi 1,3 tonn af lambakjöti verið flutt til landsins á síðasta ári. Hann veit til þess að fluttar hafi verið inn lambakórónur frá Nýja-Sjálandi. Það er aðallega fyrirtækið Íslenskar matvörur ehf. sem sótt hefur um leyfi til að flytja inn kinda- og geitakjöt þegar tollkvótar samkvæmt samningum við Evrópusambandið og Alþjóðaviðskiptastofnunina hafa verið boðnir út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert