Matvælastofnun krafin um bætur

Hrossakjöt.
Hrossakjöt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Fyrirtækið Kræsingar (áður Gæðakokkar) í Borgarnesi er að undirbúa skaðabótakröfu á hendur ríkinu vegna framgöngu Matvælastofnunar gagnvart fyrirtækinu.

Magnús Nielsson, stofnandi fyrirtækisins, segir að lögmaður hans hafi falið endurskoðanda að reikna út tjónið. Krafan verði væntanlega send Matvælastofnun en Magnús segist alveg eins eiga von á því að þurfa að sækja bæturnar fyrir dómstólum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Málið má rekja til þess að í febrúar 2013 lét MAST rannsaka nokkrar vörur frá mismunandi framleiðendum með það fyrir augum að athuga hvort hrossakjöti hefði verið blandað í kjötið. Það var gert í kjölfar umræðu í Evrópu um sölu á kjöti sem hrossakjöti hafði verið blandað saman við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert