Ráðþrota, þreytt, sár og reið

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Steinunn Hannesdóttir steig fram í fyrirspurnatíma á ráðstefnu um veggjatítlur og myglusveppi í í morgun og spurði hver réttur kaupenda væri í kjölfar þess að hún og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem kostaði 71 milljón króna sem þau hafa aldrei búið í. Ástæðan er sú að myglusveppur greindist þar eftir undirritun kaupsamnings.

Um er að ræða 225,1 fermetra einbýlishús með bílskúr sem var byggt árið 1967. Í söluyfirlitinu sagði: „Húsið er mikið endurnýjað, allar innréttingar, baðherbergi, gólfefni, rafmagn, skolp, allt gler og opnanleg fög, ofnar og vatnslagnir að mestu. Húsið var málað og steypuviðgert árið 2006. Þak málað 2013.“

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar síðastliðnum þess efnis að Steinunn og hennar maður þurfi að greiða seljanda eignarinnar tæpar 27 milljónir króna, eða eftirstöðvar afborgana af láninu sem þau tóku. Einnig þurfa þau að greiða tvær milljónir króna í lögfræðikostnað seljandans.

Fyrir utan það þurfa þau að halda áfram að greiða af lánum hússins eins og þau hafa gert undanfarin þrjú ár, á sama tíma og þau borga fyrir leigu á öðru húsnæði.

„Hver ber ábyrgðina? Sá sem seldi húsið, sá sem keypti það, sá sem bjó það til? Ég kem alls staðar að lokuðum dyrum,“ spurði Steinunn á ráðstefnunni en þar var fátt um svör. „Nú er maður orðinn ráðþrota, þreyttur, sár og reiður.“

Frétt mbl.is: „Húsbók“ fylgi með seldu húsnæði

Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum ...
Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum fólks. mbl.is/Golli

„Svo byrjar boltinn að rúlla“

Við kaupin á einbýlishúsinu 30. júní 2014 var samið um að fimm milljónir króna yrðu greiddar við undirritun kaupsamnings, 10 milljónir króna yrðu greiddar 1. ágúst 2014, 28.270.000 krónur með yfirtöku láns við afhendingu, 25.100.000 krónur 5. september 2014 og 2.630.000 1. október sama ár.

Tveimur dögum fyrir afhendinguna upplýsti seljandinn um vatnsleka í þvottahúsi hússins. Smiður og pípulagningamaður á vegum tryggingafélags seljandans komu til að meta tjónið. Þeir opnuðu hurðarop á milli þvottahúss og eldhúss og kom mygla þá í ljós. Í framhaldinu fannst mygla undir korki á eldshúsgólfinu. Frekari mygla í eldhúsinu kom einnig í ljós.

„Seljandinn tilkynnir þegar við komum inn í húsið og erum að fá afhent að það hafi verið vatnsleki í þvottavélinni. Svo byrjar boltinn að rúlla,“ segir Steinunn. „Út frá því segir tryggingafélag seljanda að þetta komi sér ekki við og labbar í rauninni í burtu.“

Í dóminum kemur einnig fram að niðurstöður greininga sveppafræðings hjá Náttúrfræðistofnun Íslands hafi staðfest myglusvepp víðs vegar um fasteignina, en „einna helst í kringum eldhús og inntaksklefa“.

Seljandi hússins mótmælti því að hafa ekki veitt allar upplýsingar um ástand hússins sem honum hafi verið kunnugt um. Þá hafi upplýsingar í söluyfirliti verið réttar.

Seljandinn krafðist þess að þau greiddu síðustu tvær greiðslurnar en Steinunn og hennar maður sögðu að vegna „verulegra galla“ á fasteigninni hafi þeim verið heimilt að rifta kaupunum. Seljandinn skyldi jafnframt endurgreiða þeim kaupverðið sem þau höfðu þegar innt af hendi og greiða þeim skaðabætur.  

Héraðsdómur hafnaði riftunarkröfu Steinunnar og mannsins hennar og þurfa þau því að inna af hendi tvær síðustu greiðslurnar sem kaupsamningurinn kveður á um.

Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands.
Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Engin ábyrgð seljanda

Steinunn er afar ósátt við dóm héraðsdóms, sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. „Ábyrgð seljanda virðist ekki vera nein þegar upp er staðið, alls engin,“ segir hún og bætir við að sönnunarbyrðin sé algjörlega hjá kaupandanum. „Það er enginn sem heldur í hendurnar á kaupandanum. Það er enginn sjóður sem bakkar upp húseigendur eða kaupendur.“

Steinunn hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessa þriggja ára baráttu í málinu. „Við höfum haldið þessu út af fyrir okkur af því að við trúðum á réttlætið,“ segir hún og telur niðurstöðu dómsins „óskiljanlega“.

Henni líst vel á hugmyndir sem Katrínar Júlíusdóttir, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, frá fundinum í morgun um að eins konar „húsbók“ fylgi með hverju húsnæði sem selt er. Þannig geti nýir eigendur séð þær endurbætur sem hafi verið gerðar á húsnæðinu og allt það tjón sem hefur orðið. „Ég leyfi mér að kalla þetta sjúkraskýrslu fasteigna,“ segir hún.

Engu að síður segir Steinunn seinagang stjórnvalda í myglumálum sem þessum vera algjöran. Allt sé sett í nefndir en ekkert gerist þegar upp er staðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...