Ráðþrota, þreytt, sár og reið

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Steinunn Hannesdóttir steig fram í fyrirspurnatíma á ráðstefnu um veggjatítlur og myglusveppi í í morgun og spurði hver réttur kaupenda væri í kjölfar þess að hún og maðurinn hennar sitja uppi með einbýlishús sem kostaði 71 milljón króna sem þau hafa aldrei búið í. Ástæðan er sú að myglusveppur greindist þar eftir undirritun kaupsamnings.

Um er að ræða 225,1 fermetra einbýlishús með bílskúr sem var byggt árið 1967. Í söluyfirlitinu sagði: „Húsið er mikið endurnýjað, allar innréttingar, baðherbergi, gólfefni, rafmagn, skolp, allt gler og opnanleg fög, ofnar og vatnslagnir að mestu. Húsið var málað og steypuviðgert árið 2006. Þak málað 2013.“

Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar síðastliðnum þess efnis að Steinunn og hennar maður þurfi að greiða seljanda eignarinnar tæpar 27 milljónir króna, eða eftirstöðvar afborgana af láninu sem þau tóku. Einnig þurfa þau að greiða tvær milljónir króna í lögfræðikostnað seljandans.

Fyrir utan það þurfa þau að halda áfram að greiða af lánum hússins eins og þau hafa gert undanfarin þrjú ár, á sama tíma og þau borga fyrir leigu á öðru húsnæði.

„Hver ber ábyrgðina? Sá sem seldi húsið, sá sem keypti það, sá sem bjó það til? Ég kem alls staðar að lokuðum dyrum,“ spurði Steinunn á ráðstefnunni en þar var fátt um svör. „Nú er maður orðinn ráðþrota, þreyttur, sár og reiður.“

Frétt mbl.is: „Húsbók“ fylgi með seldu húsnæði

Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum ...
Raki og mygla geta verið til mikilla vandræða í híbýlum fólks. mbl.is/Golli

„Svo byrjar boltinn að rúlla“

Við kaupin á einbýlishúsinu 30. júní 2014 var samið um að fimm milljónir króna yrðu greiddar við undirritun kaupsamnings, 10 milljónir króna yrðu greiddar 1. ágúst 2014, 28.270.000 krónur með yfirtöku láns við afhendingu, 25.100.000 krónur 5. september 2014 og 2.630.000 1. október sama ár.

Tveimur dögum fyrir afhendinguna upplýsti seljandinn um vatnsleka í þvottahúsi hússins. Smiður og pípulagningamaður á vegum tryggingafélags seljandans komu til að meta tjónið. Þeir opnuðu hurðarop á milli þvottahúss og eldhúss og kom mygla þá í ljós. Í framhaldinu fannst mygla undir korki á eldshúsgólfinu. Frekari mygla í eldhúsinu kom einnig í ljós.

„Seljandinn tilkynnir þegar við komum inn í húsið og erum að fá afhent að það hafi verið vatnsleki í þvottavélinni. Svo byrjar boltinn að rúlla,“ segir Steinunn. „Út frá því segir tryggingafélag seljanda að þetta komi sér ekki við og labbar í rauninni í burtu.“

Í dóminum kemur einnig fram að niðurstöður greininga sveppafræðings hjá Náttúrfræðistofnun Íslands hafi staðfest myglusvepp víðs vegar um fasteignina, en „einna helst í kringum eldhús og inntaksklefa“.

Seljandi hússins mótmælti því að hafa ekki veitt allar upplýsingar um ástand hússins sem honum hafi verið kunnugt um. Þá hafi upplýsingar í söluyfirliti verið réttar.

Seljandinn krafðist þess að þau greiddu síðustu tvær greiðslurnar en Steinunn og hennar maður sögðu að vegna „verulegra galla“ á fasteigninni hafi þeim verið heimilt að rifta kaupunum. Seljandinn skyldi jafnframt endurgreiða þeim kaupverðið sem þau höfðu þegar innt af hendi og greiða þeim skaðabætur.  

Héraðsdómur hafnaði riftunarkröfu Steinunnar og mannsins hennar og þurfa þau því að inna af hendi tvær síðustu greiðslurnar sem kaupsamningurinn kveður á um.

Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands.
Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Engin ábyrgð seljanda

Steinunn er afar ósátt við dóm héraðsdóms, sem hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. „Ábyrgð seljanda virðist ekki vera nein þegar upp er staðið, alls engin,“ segir hún og bætir við að sönnunarbyrðin sé algjörlega hjá kaupandanum. „Það er enginn sem heldur í hendurnar á kaupandanum. Það er enginn sjóður sem bakkar upp húseigendur eða kaupendur.“

Steinunn hefur hingað til ekkert viljað tjá sig um þessa þriggja ára baráttu í málinu. „Við höfum haldið þessu út af fyrir okkur af því að við trúðum á réttlætið,“ segir hún og telur niðurstöðu dómsins „óskiljanlega“.

Henni líst vel á hugmyndir sem Katrínar Júlíusdóttir, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, frá fundinum í morgun um að eins konar „húsbók“ fylgi með hverju húsnæði sem selt er. Þannig geti nýir eigendur séð þær endurbætur sem hafi verið gerðar á húsnæðinu og allt það tjón sem hefur orðið. „Ég leyfi mér að kalla þetta sjúkraskýrslu fasteigna,“ segir hún.

Engu að síður segir Steinunn seinagang stjórnvalda í myglumálum sem þessum vera algjöran. Allt sé sett í nefndir en ekkert gerist þegar upp er staðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »

Stjórnarráðið lýst upp í fánalitunum

Í gær, 19:54 Stjórnarráð Íslands hefur nú fengið á sig nýja lýsingu, sem hægt er að hafa í íslensku fánalitunum. Það er lýsingarteymi Verkís sem á heiðurinn af hönnun nýju lýsingarinnar sem nær yfir allar hliðar byggingarinnar, utan bakhliðarinnar. Meira »

Akstur krefst fullrar athygli

Í gær, 19:30 Vertu snjall undir stýri nefnist átak sem Slysavarnafélagið Landsbjörg ýtti nýverið úr vör. Tilgangur þess er að vekja bílstjóra til umhugsunar um þá miklu ábyrgð sem fylgir því að vera úti í umferðinni og nota snjalltæki undir stýri með mögulegum lífshættulegum afleiðingum. Meira »

Gagnrýndi kjarnorkutilraunir N-Kóreu

Í gær, 19:32 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, gagnrýndi eldflauga- og kjarnavopnatilraunir Norður-Kóreustjórnar og efnavopnaárásir Sýrlandsstjórnar í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þá lýsti Guðlaugur Þór yfir áhyggjum af aðstæðum Rohingya í Myanmar. Meira »

Áhættusöm myndataka við Gullfoss

Í gær, 19:20 Ferðamaður tók mikla áhættu í klettunum við Gullfoss fyrir nokkru, að því er virðist í þeim tilgangi að láta taka mynd af sér við fossinn. „Það var enginn sem var að skipta sér af þessu og enginn sem var með eftirlit þarna virðist vera.“ Meira »

Teikaði vespu á hjólabretti og fékk bætur

Í gær, 19:11 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Vátryggingafélags Íslands (VÍS) skyldi greiða helming þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann datt á hjólabretti, sem dregið var áfram af vespu sem var á töluverðri ferð. Meira »

Fjármagnið minna en ekkert

Í gær, 18:36 Það fjármagn sem rennur til Landspítalans er minna en ekkert þegar öll kurl eru komin til grafar. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum pistli sínum á vef spítalans. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðismálin verði aftur ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Meira »

Bullum, gerum grín og stríðum hvert öðru

Í gær, 18:30 Vinskapurinn milli þeirra Siggu, Jogvans og Guðrúnar hefur vaxið með samstarfi þeirra í söng og þau hittast oft í hádeginu til að hlæja. Þau ætla að skemmta gestum sínum í kvöld í þrítugasta sinn, og hlæja mikið. Þau skemmta sér sjálf manna best á tónleikunum þar sem þau segja sögur og gera grín hvert að öðru. Meira »

Gáfu styttuna af Ingólfi Arnarsyni

Í gær, 18:20 Í tilefni af 150 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík hefur verið gerð heimildarmynd um sögu þess. Árið 1924 gaf félagið íslensku þjóðinni styttu af Ingólfi Arnarsyni sem Knud Zimsen borgarstjóri og fyrrverandi formaður Iðnaðarmannafélagsins afhjúpaði við hátíðlega athöfn. Meira »

„Þeirra leið til að brjóta mann niður“

Í gær, 17:55 „Ég gæti setið hérna í allan dag og sagt ykkur sögur, því miður,“ segir Pape Mamadou Faye, framherji Víkings Ólafsvík. Sögurnar sem hann á við tengjast allar fordómum og/eða hatursorðræðu á einhvern hátt. Meira »

Hnepptur í gæsluvarðhald

Í gær, 16:41 Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á að erlendur karlmaður á fertugsaldri væri dæmdur í gæsluvarðhald. Það gildir í eina viku og er veitt á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Með frumvarp fyrir framkvæmdum í Teigsskógi

Í gær, 18:05 Sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis ætla á næsta þingfundi að leggja fram frumvarp þess efnis að Vegagerðinni verði veitt leyfi til framkvæmda á leið Þ-H á Vestfjarðavegi, sem liggur um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. Meira »

Börn fái nauðsynlega vernd

Í gær, 17:25 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að loknum fundi formanna flokkanna með forseta Alþingis að umræður um breytt útlendingalög hefðu ekki verið á þann veg sem hann hefði viljað sjá, þannig að breytingarnar tryggðu börnum fullnægjandi réttindi. Meira »

Fjarar undan tillögum um stjórnarskrá

Í gær, 16:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi með hinum formönnum flokkanna og forseta Alþingis að málin þokist í rétta átt, til dæmis hvað varðar uppreist æru. „Mér sýnist að menn séu komnir með niðurstöðu um það. Síðan eru önnur mál sem eru aðeins flóknari að ná utan um.“ Meira »
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
FORD FOCUS JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...