Tómas fékk rautt nef, Ólafur ekki

Margar af styttum borgarinnar fengu á sig rautt nef í dag þegar Ungmennaráð Unicef gekk um miðbæinn og skellti rauðum nefjum á þær styttur sem eru með nef sem eru innan seilingar. Styttan af Tómasi Guðmundssyni fékk á sig rautt nef eins og sést í myndskeiðinu á meðan styttan af Ólafi Thors var utan seilingar fyrir krakkana.

Framtakið var þáttur í átakinu Dagur rauða nefsins sem verður þann 9. júní og er stærsta fjáröflun Unicef á Íslandi. Dagurinn nær hámarki í beinni útsendingu á RÚV föstudaginn 9. júní þar sem grínistar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarmenn hjálpast að við að fá landsmenn til að gerast heimsforeldrar Unicef. 

Grínstjórar á degi rauða nefsins eru leikkonurnar og grínistarnir Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Í þættinum verða sýndir ótal sketsar sem þær ásamt fjölda listamanna eiga heiðurinn af en vel yfir 100 manns koma fram í þeim. 

Hér er hægt að gerast heimforeldri hjá samtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert