Nefndin tekur ákvörðun á morgun

Farið hefur verið yfir tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara í …
Farið hefur verið yfir tillögur dómsmálaráðherra um skipan dómara í Landsrétt. Eggert Jóhannesson

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd lauk sínum þriðja fundi í dag nú fyrir skömmu, en nefndin hefur fjallað um skipan dómara í Landsrétt og tillögur Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, en þær eru aðrar en dómnefndar. Fundinum lauk án ákvarðanatöku.

„Við erum búin að eiga þrjá fína fundi í dag og fá fólk í heimsókn. Fá umsagnir frá fólk og ræða við fólk um málið fram og til baka,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, sem er formaður nefndarinnar í fjarveru Brynjars Níelssonar. Dómsmálaráðherra var meðal þeirra sem komu á fund nefndarinnar í dag.

„Við ætlum að hittast aftur í fyrramálið og halda áfram en eftir það fer væntanlega að styttast í ákvarðanatökuna. Við vorum að fara í gegnum gögn og skoða hvernig við sjáum framhaldið fyrir okkur. Það má reikna með því að niðurstaða fáist í málið á morgun, enda erum við að klára þingið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert