Nafnið á nærri 100 ára sögu

Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á ...
Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á Akureyrarflugvelli í síðustu viku. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Næstum hundrað ár eru liðin síðan frumherjar flugs hér á landi gerðu heitið Flugfélag Íslands að tákni fyrir hina miklu samgöngubyltingu sem flugferðum fylgdi. Nafnið hefur verið notað á fjögur félög, fyrst 1919 til 1920, síðan 1928 til 1931, þá 1940 til 1973 og loks frá 1997 þar til nú að nafnið Air Iceland Connect leysir það af hólmi.

Flugfélag Íslands hið fyrsta var stofnað í mars árið 1919. Fyrsta flugvélin sem Íslendingar fengu að kynnast kom hingað á vegum félagsins ósamsett með millilandaskipinu Villemoes um sumarið þetta sama ár. Hún var af svonefndri Avro-gerð 504K. Það tók sinn tíma að skrúfa hana saman en þegar því verki var lokið um haustið var henni flogið sitt fyrsta flug umhverfis Reykjavík. Þetta fyrsta flug Íslandssögunnar var 3. september. Vakti það óskipta athygli bæjarbúa. Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni; enginn Íslendingur hafði enn lært á þetta undratæki háloftanna. Með Faber voru tveir enskir vélamenn.

„Faber er listaflugmaður af fyrsta flokki,“ sagði Morgunblaðið í frétt sinni um flugið, daginn eftir að Avro-vélin hafði hringsólað yfir bænum. Flugfélagið fékk leyfi til að nota landspildu í Vatnsmýrinni sem flugvöll. Saga Reykjavíkurflugvallar er því orðin alllöng.

Meðal forgöngumanna þessa fyrsta flugfélags á Íslandi voru nokkrir af frumkvöðlum Eimskipafélagsins, sem stofnað hafði verið fimm árum fyrr, m.a. Sveinn Björnsson, síðar forseti, Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður, Garðar Gíslason stórkaupmaður og Pétur A. Ólafsson konsúll. Ekki voru tengsl á milli félaganna en greinilegt var að stofnendur Eimskipafélagsins voru vakandi fyrir öllum nýjungum í samgöngum og flutningum. Framkvæmdastjóri félagsins var Halldór Jónsson kennari.

Flugfélag Íslands hélt til að byrja með uppi skemmtiferðum til ýmissa staða utan Reykjavíkur eftir því sem lendingarskilyrði leyfðu. Fyrsti farþeginn var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, sem var mikill áhugamaður um nýjungar og einn af fyrstu bílaeigendum hérlendis. Hugmyndin var að koma á föstum flugferðum um landið. Sumarið 1920 flaug Kanadamaður af íslenskum ættum, Frank Fredrickson, vélinni nokkrar ferðir. Þetta reyndist hins vegar dýrt sport og fjárskortur og erfið lendingarskilyrði víðast hvar komu í veg fyrir að mögulegt væri að hleypa föstum stoðum undir reksturinn til frambúðar. Hætti félagið starfsemi haustið 1920. Tími flugs á Íslandi var enn ekki runninn upp.

Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi.
Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Samstarf við Þjóðverja

Tæpum áratug seinna var ný tilraun gerð til að hefja flugrekstur hér á landi og aftur undir nafninu Flugfélag Íslands. Var félagið stofnað 1. maí 1928 með 20 þúsund króna hlutafé. Var doktor Alexander Jóhannesson helsti frumkvöðull að stofnun félagsins í samstarfi við þýska flugfélagið Lufthansa. Fékk félagið síðsumars 1928 hingað vél af gerðinni Junkers F13 og fylgdu henni þrír Þjóðverjar; flugmaðurinn Fritz Simon, vélamaður og flugrekstrarstjóri. Flugvélin var nefnd Súlan og var fyrsta flugvél sem bar íslenska fánaliti.

Súlan fór í reglubundið farþega- og póstflug fimm sinnum á viku til ýmissa staða á landinu. Auk þess var hún um tíma leigð stjórnvöldum til síldarleitar og landhelgisgæslu. Sumarið 1929 fékk félagið aðra vél, sem nefnd var Veiðibjallan, og flaug henni Þjóðverjinn Arthur Neumann. Sumarið 1930 voru fluttar inn tvær nýjar vélar og fengu þær sömu nöfn og hinar eldri, sem seldar voru úr landi. Annarri vélinni flaug Sigurður Jónsson, fyrsti íslenski atvinnuflugmaðurinn. Hann hafði lært flug í Þýskalandi. Sumarið 1931 hóf annar íslenskur flugmaður störf hjá Flugfélagi Íslands, Björn Eiríksson, sem lært hafði í Bandaríkjunum. Óhöpp urðu til þess að félagið lagði upp laupana þetta sama ár; Veiðibjöllunni hvolfdi á Sundunum við Reykjavík og Súlunni á Pollinum við Akureyri. Félagið mátti ekki við þessum skakkaföllum í upphafi kreppunnar miklu og var starfseminni slitið.

Nafnið endurvakið 1940

Þriðja Flugfélag Íslands var stofnað á Akureyri 1937 en starfaði fyrst undir nafninu Flugfélag Akureyrar. Var Agnar Kofoed-Hansen helsti frumkvöðull þess og fékk stuðning Vilhjálms Þórs kaupfélagsstjóra. Tilgangur félagsins var að halda uppi flugferðum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keypti félagið landvél af Waco-gerð og lét breyta henni í sjóflugvél. Fékk hún einkennisstafina TF-Örn. Agnar varð fyrsti flugmaður félagsins og jafnframt framkvæmdastjóri. Fyrsta flug Arnarins var með póst í byrjun maí 1938, en upp frá þeim degi hefur atvinnuflug verið stundað óslitið hér á landi.

Árið 1940 var nafni félagsins breytt í Flugfélag Íslands og hélst það nafn til 1973 þegar félagið var sameinað Loftleiðum undir nafninu Flugleiðir, nú Icelandair. Nafnið Flugfélag Íslands var svo endurvakið í febrúar árið 1997, þegar innanlandsflug Flugleiða og Flugfélag Norðurlands, sem hafði aðsetur á Akureyri, voru sameinuð.

Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland ...
Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Bloggað um fréttina

Innlent »

Heppin að vera heil á húfi

Í gær, 22:44 „Við erum í rauninni heppin, við erum heil á húfi,“ segir Signý Bergsdóttir sem býr í Mexí­kó­borg ásamt eiginmanni sínum og syni. Fjölskyldan þurfti að yfirgefa heimili sitt í kjölfar járðskjálftans og halda nú til hjá ættingja. Meira »

Heil öld í starfi hjá Hrafnistu

Í gær, 22:18 Mikil gleði ríkti á Björtuloftum í Hörpu í gærkvöldi þegar Hrafnistuheimilin heiðruðu 43 starfsmenn sem unnið hafa 25 ár eða lengur hjá heimilunum. Slíkar heiðranir fara fram á þriggja ára fresti. Tveir starfsmenn, Þórdís Hreggviðsdóttir og Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, eiga samanlagt 100 ára starfsafmæli. Meira »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

Í gær, 20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

Í gær, 20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

Í gær, 20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

Í gær, 20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

Í gær, 19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

Í gær, 19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

Í gær, 19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

Í gær, 19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

Í gær, 18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

Í gær, 18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

Í gær, 17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

Í gær, 16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

Í gær, 15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

Í gær, 17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

Í gær, 16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

Í gær, 15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
Sendibílaþjónustan Skutla S:867-1234
Tökum að okkur almenna flutninga, skutl, vörudreifingu o.fl. Nánari uppl. á www....
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...