Nafnið á nærri 100 ára sögu

Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á ...
Vél Air Iceland Conect, enn með merkjum Flugfélags Íslands, á Akureyrarflugvelli í síðustu viku. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Næstum hundrað ár eru liðin síðan frumherjar flugs hér á landi gerðu heitið Flugfélag Íslands að tákni fyrir hina miklu samgöngubyltingu sem flugferðum fylgdi. Nafnið hefur verið notað á fjögur félög, fyrst 1919 til 1920, síðan 1928 til 1931, þá 1940 til 1973 og loks frá 1997 þar til nú að nafnið Air Iceland Connect leysir það af hólmi.

Flugfélag Íslands hið fyrsta var stofnað í mars árið 1919. Fyrsta flugvélin sem Íslendingar fengu að kynnast kom hingað á vegum félagsins ósamsett með millilandaskipinu Villemoes um sumarið þetta sama ár. Hún var af svonefndri Avro-gerð 504K. Það tók sinn tíma að skrúfa hana saman en þegar því verki var lokið um haustið var henni flogið sitt fyrsta flug umhverfis Reykjavík. Þetta fyrsta flug Íslandssögunnar var 3. september. Vakti það óskipta athygli bæjarbúa. Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni; enginn Íslendingur hafði enn lært á þetta undratæki háloftanna. Með Faber voru tveir enskir vélamenn.

„Faber er listaflugmaður af fyrsta flokki,“ sagði Morgunblaðið í frétt sinni um flugið, daginn eftir að Avro-vélin hafði hringsólað yfir bænum. Flugfélagið fékk leyfi til að nota landspildu í Vatnsmýrinni sem flugvöll. Saga Reykjavíkurflugvallar er því orðin alllöng.

Meðal forgöngumanna þessa fyrsta flugfélags á Íslandi voru nokkrir af frumkvöðlum Eimskipafélagsins, sem stofnað hafði verið fimm árum fyrr, m.a. Sveinn Björnsson, síðar forseti, Eggert Claessen hæstaréttarlögmaður, Garðar Gíslason stórkaupmaður og Pétur A. Ólafsson konsúll. Ekki voru tengsl á milli félaganna en greinilegt var að stofnendur Eimskipafélagsins voru vakandi fyrir öllum nýjungum í samgöngum og flutningum. Framkvæmdastjóri félagsins var Halldór Jónsson kennari.

Flugfélag Íslands hélt til að byrja með uppi skemmtiferðum til ýmissa staða utan Reykjavíkur eftir því sem lendingarskilyrði leyfðu. Fyrsti farþeginn var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, sem var mikill áhugamaður um nýjungar og einn af fyrstu bílaeigendum hérlendis. Hugmyndin var að koma á föstum flugferðum um landið. Sumarið 1920 flaug Kanadamaður af íslenskum ættum, Frank Fredrickson, vélinni nokkrar ferðir. Þetta reyndist hins vegar dýrt sport og fjárskortur og erfið lendingarskilyrði víðast hvar komu í veg fyrir að mögulegt væri að hleypa föstum stoðum undir reksturinn til frambúðar. Hætti félagið starfsemi haustið 1920. Tími flugs á Íslandi var enn ekki runninn upp.

Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi.
Flugfélag Íslands er líklega eitt þekktasta vörumerki hér á landi. mbl.is/Árni Sæberg

Samstarf við Þjóðverja

Tæpum áratug seinna var ný tilraun gerð til að hefja flugrekstur hér á landi og aftur undir nafninu Flugfélag Íslands. Var félagið stofnað 1. maí 1928 með 20 þúsund króna hlutafé. Var doktor Alexander Jóhannesson helsti frumkvöðull að stofnun félagsins í samstarfi við þýska flugfélagið Lufthansa. Fékk félagið síðsumars 1928 hingað vél af gerðinni Junkers F13 og fylgdu henni þrír Þjóðverjar; flugmaðurinn Fritz Simon, vélamaður og flugrekstrarstjóri. Flugvélin var nefnd Súlan og var fyrsta flugvél sem bar íslenska fánaliti.

Súlan fór í reglubundið farþega- og póstflug fimm sinnum á viku til ýmissa staða á landinu. Auk þess var hún um tíma leigð stjórnvöldum til síldarleitar og landhelgisgæslu. Sumarið 1929 fékk félagið aðra vél, sem nefnd var Veiðibjallan, og flaug henni Þjóðverjinn Arthur Neumann. Sumarið 1930 voru fluttar inn tvær nýjar vélar og fengu þær sömu nöfn og hinar eldri, sem seldar voru úr landi. Annarri vélinni flaug Sigurður Jónsson, fyrsti íslenski atvinnuflugmaðurinn. Hann hafði lært flug í Þýskalandi. Sumarið 1931 hóf annar íslenskur flugmaður störf hjá Flugfélagi Íslands, Björn Eiríksson, sem lært hafði í Bandaríkjunum. Óhöpp urðu til þess að félagið lagði upp laupana þetta sama ár; Veiðibjöllunni hvolfdi á Sundunum við Reykjavík og Súlunni á Pollinum við Akureyri. Félagið mátti ekki við þessum skakkaföllum í upphafi kreppunnar miklu og var starfseminni slitið.

Nafnið endurvakið 1940

Þriðja Flugfélag Íslands var stofnað á Akureyri 1937 en starfaði fyrst undir nafninu Flugfélag Akureyrar. Var Agnar Kofoed-Hansen helsti frumkvöðull þess og fékk stuðning Vilhjálms Þórs kaupfélagsstjóra. Tilgangur félagsins var að halda uppi flugferðum á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Keypti félagið landvél af Waco-gerð og lét breyta henni í sjóflugvél. Fékk hún einkennisstafina TF-Örn. Agnar varð fyrsti flugmaður félagsins og jafnframt framkvæmdastjóri. Fyrsta flug Arnarins var með póst í byrjun maí 1938, en upp frá þeim degi hefur atvinnuflug verið stundað óslitið hér á landi.

Árið 1940 var nafni félagsins breytt í Flugfélag Íslands og hélst það nafn til 1973 þegar félagið var sameinað Loftleiðum undir nafninu Flugleiðir, nú Icelandair. Nafnið Flugfélag Íslands var svo endurvakið í febrúar árið 1997, þegar innanlandsflug Flugleiða og Flugfélag Norðurlands, sem hafði aðsetur á Akureyri, voru sameinuð.

Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland ...
Flugfélag Íslands breytir um nafn og heitir nú Air Iceland Connect. mbl.is/Árni Sæberg

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

19:05 Maðurinn sem varð fyrir slysi við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum Orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Eldur kom tvisvar upp í sama bílnum

15:04 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni. Meira »

„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

14:50 „Hann hefur lagt sig 110% fram í vinnu,“ segir Kristinn Pálsson, vinnuveitandi nígeríska hælisleitandans Sunday, í samtali við mbl.is. Sunday, eiginkonu hans Joy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Skammhlaup í rafstreng í Straumsvík

14:56 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang. Meira »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi stefnir að halda inntökupróf í tannlæk...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Kennarar óskast
Önnur störf
Kennarar óskast Handverks- og hússtjór...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...