Sumarhús í Skorradal alelda

Húsið er alelda, en ekki er talin hætta á að …
Húsið er alelda, en ekki er talin hætta á að eldurinn berist í næstu hús. mbl.is/Pétur Davíðsson

Eldur kom upp í sumarhúsi í Skorradal nú í kvöld og vinnur slökkvilið Hvanneyrar og Borgarness nú að því að ráða niðurlögum eldsins.

Að sögn sjónarvotta á vettvangi er húsið alelda og lítil von til að því verði bjargað. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir önnur hús á svæðinu ekki vera í hættu, en að sögn sjónarvotta eru slökkviliðsmenn einnig að reyna að hindra eldinn í að valda of miklum skaða á skóginum í kring.

Eldsupptök eru enn ókunn.

Húsið er alelda, en ekki er talið að önnur hús …
Húsið er alelda, en ekki er talið að önnur hús á svæðinu séu í hættu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert