Vilja vísa Landsréttarmálinu frá

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar ætla að leggja fram tillögu á þingfundi í dag um að vísa frá þingmáli Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um tillögur hennar að dómurum í Landsrétt. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Birgittu Jónsdóttur, þingmanns flokksins.

Þingmálið var ekki afgreitt á fundi Alþingis í gærkvöld og þess í stað ákveðið að taka það til áframhaldandi umræðu á þingfundi sem hefst klukkan 11:00 í dag. Ráðherra hefur lagt til að ekki verði að öllu leyti farið að tillögu dómnefndar um það hverjir skuli taka sæti í Landsrétti. Hefur hún viljað skipta út fjórum einstaklingum.

„Ég skora á alla þingmenn að styðja frávísunarkröfu minnihlutans sem verður tekin afstaða til við lok umræðunnar sem ég geri ráð fyrir að muni ljúka á morgun,“ segir Birgitta en áður höfðu Píratar boðað vantrauststillögu á dómsmálaráðherra vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert