Pissaði á hurð Stjórnarráðsins

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og tengdust flest málanna ölvun eða fíkniefnum og stöðvaði lögregla m.a. fjölda bifreiða vegna gruns um áfengis- eða fíkniefnanotkun ökumanna.

Lögregla þurfti einnig að hafa afskipti af manni við Stjórnarráðið um þrjúleytið í nótt, en maðurinn var að kasta af sér þvagi á hurð Stjórnarráðsins með þeim afleiðingum að þvagið barst inn í anddyri hússins. Var maðurinn kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt.

Fyrr um kvöldið voru tveir menn handteknir ofurölvi á veitingahúsi á Laugavegi þar sem þeir voru með ólæti. Voru þeir vistaðir í fangageymslu vegna ölvunar. Þá var maður handtekinn í annarlegu ástandi á Laugaveginum um fjögurleytið í nótt og var hann einnig vistaður í fangageymslu sökum eigin ástands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert