„Samþykkjum aldrei loftlínu!“

Opinn fundur áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar fór fram í Varmahlíð ...
Opinn fundur áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar fór fram í Varmahlíð í gær. Aðeins fulltrúar Vinstri grænna og óháðra þáðu boð um þátttöku í pallborðsumræðu á fundinum. Ljósmynd/Helga Rós Indriðadóttir

Landeigendur í Skagafirði munu ekki samþykkja lagningu loftlína, þ.á.m. Blöndulínu 3, um landareignir sínar. Að sögn Helgu Rós Indriðadóttur landeigenda var þetta skýr niðurstaða opins fundar áhugafólks um ásýnd Skagafjarðar sem fram fór í Varmahlíð í gær, en Helga stýrði fundinum.

Á fundinum kom fram að sveitarfélagið Skagafjörður vinni nú að breytingu á aðalskipulagi þar sem lagt sé til að setja stóriðjuloftlínur inn á skipulag, þrátt fyrir að Blöndulína 3 hafi verið tekin út af framkvæmdaáætlun þar sem Landsnet hyggist vinna umhverfismat fyrir línuna upp á nýtt. 

Frétt mbl.is: Nýtt umhverfismat skapi sátt

„Þeir [hjá Landsneti] eru búnir að segja að það þurfi að taka umhverfismatið upp þannig að það er í rauninni ekki þörf fyrir sveitafélagið að ákvarða um legu línunnar, hvar hún mun koma, þar sem að í umhverfismati þarf náttúrlega að meta þetta allt aftur,“ segir Helga í samtali við mbl.is.

Vilja að jarðstrengur verði skoðaður sem raunhæfur möguleiki

„Þetta mál er náttúrlega búið að standa yfir síðan 2008 en sveitarstjórn hefur áður bókað það að þeir vilji gjarnan fara að vilja heimamanna og að jarðstrengur verði skoðaður sem raunhæfur möguleiki,“ segir Helga. Núna sé hljóðið aftur á móti annað. „Núna taka þeir ekkert slíkt fram, […] nú vilja þeir ákveða hvora leiðina á að fara og nefna það ekkert að það þurfi að skoða jarðstrengi sem valkost.“

Var fundurinn vel sóttur, nema af hálfu fulltrúa stjórnmálaflokka í sveitarstjórn Skagafjarðar, en einungis fulltrúi Vinstri Grænna og óháðra þáði boð um setu í pallborði á fundinum. Hópur landeigenda í Skagafirði lagði fram ályktun vegna málsins á fundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.

Samþykkjum aldrei loftlínu!

Landeigendur á línuleið Blöndulínu 3 ítreka enn og aftur að þeir munu aldrei samþykkja lagningu loftlínu um lönd sín.

Landeigendur hvetja sveitarstjórn Skagafjarðar til að láta af þeim fyrirætlunum að setja stóriðjuloftlínur inn á aðalskipulag. Það er augljós tímaskekkja í ljósi þess að Landsnet hefur tekið Blöndulínu 3 út af framkvæmdaáætlun og ætlar að vinna umverfismat fyrir línuna upp á nýtt, eins og Umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun hafa þrýst á um. Í nýju umhverfismati verða jarðstrengir metnir sem valkostur og allar ákvarðanir um línuleiðir teknar til endurskoðunar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fremur tilkomulítið veður

07:15 Veður dagsins verður fremur tilkomulítið. Fremur hæg vestanátt þar sem sólar mun helst njóta við austanlands og ekki verður sérlega hlýtt, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Kærðu útboð á aðstöðu flugrútu

06:59 Ríkiskaup tilkynntu á opnunarfundi tilboða í útboði Isavia á aðstöðu fyrir hópferðabifreiðar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að opnun tilboða yrði frestað vegna kæru Félags hópferðaleyfishafa. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

06:52 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Slökktu eld í klósetti

06:48 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í gámaklósetti við Hvaleyrarvatn í gærkvöldi. Mikinn reyk lagði frá klósettinu enda gámurinn úr plasti. Meira »

Þrír ökumenn í vímu

05:45 Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna. Meira »

Bjóða flugmönnunum vinnu hjá Wow air

05:30 „Ég myndi glaður bjóða þessu ágæta fólki vinnu svo framarlega sem það standist hæfniskröfur okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, spurður um viðbrögð við uppsögnum flugmanna hjá Icelandair sem taka gildi í haust. Meira »

Hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík

05:30 Marta Jonsson, skóhönnuður og athafnakona í London, hefur í hyggju að reisa hjartalaga útsýnishjól í Reykjavík.  Meira »

Grænlandssöfnunin gengur vel

05:30 „Söfnin hefur staðið innan við viku og fór af stað án nokkurs undirbúnings. Við erum komin vel yfir 20 milljónir, sem er ótrúlegur árangur,“segir Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður landsöfnunarinnar „Vinátta í verki“. Meira »

Sumarbækur sækja í sig veðrið

05:30 Útgáfa bóka á vorin og yfir sumartímann hefur aukist talsvert undanfarin ár. Bókaútgefendur hafa unnið markvisst að því að byggja upp sumarbókamarkaðinn og nú er svo komið að í ágústlok er um þriðjungur af bókaútgáfu ársins kominn út. Meira »

Auka eftirlit með ferðaþjónustu

05:30 Ferðamálastofa er að bæta við sig starfsfólki til að geta betur sinnt eftirliti með fyrirtækjum sem fengið hafa starfsleyfi hjá stofunni. Leyfisveitingar og eftirlit með ferðaþjónustunni eru í höndum margra stofnana. Meira »

Talsvert slasaður eftir bifhjólaslys

Í gær, 23:16 Lögreglan á Suðurlandi hefur lokið störfum á vettvangi vélhjólaslyss sem varð á Bræðratunguvegi, milli Reykholts og Flúða, síðdegis. Ökumaður bifhjólsins slasaðist talsvert. Meira »

Bjart og hlýtt fyrir austan

Í gær, 21:58 Hlýjast verður austanlands á morgun, mánudag. Á landinu verður vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og skúrir en bjartara veður austan til. Meira »

Sprengjusveitin kölluð út að Álftanesi

Í gær, 21:10 Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að hlutur sem leit út eins og jarðsprengja fannst í fjörunni á Álftanesi. Hluturinn reyndist vera hættulaus. Meira »

Finnur til með skipstjóranum

Í gær, 19:51 Kan­adamaður­inn Michael Boyd, sem missti eig­in­konu sína í hörmu­legu slysi við Jök­uls­ár­lón fyrir tveimur árum, segist finna til með skipstjóra hjólabátsins sem ók yfir hana. Meira »

App sem minnir á hreyfingu

Í gær, 18:30 Nýtt íslenskt app hjálpar kyrrsetufólki að muna eftir því að standa upp og hreyfa sig.  Meira »

Hundar sýndu sínar bestu hliðar

Í gær, 19:52 Veðrið lék við hunda og menn á túninu við Reiðhöll Fáks í Víðidal um helgina er fram fór þreföld hundasýning. Yfir 1.400 hundar voru skráðir til keppni og af 94 tegundum. Meira »

Gert til að tryggja framkvæmd

Í gær, 19:25 „Það fá allir að tala við þá sem þeir þurfa að tala við hér á landi og hann fékk líka að gera það,“ segir Guðbrandur Guðbrandsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem fer fyrir stoðdeild ríkislögreglustjóra. Þar vísar hann í mál nígerísks manns sem vísað var úr landi fyrir helgi. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás í Krónunni

Í gær, 18:15 Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi karl­mann á föstudag í fimm mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás í verslun Krónunnar á Granda í júní í fyrra. Að því er fram kemur í dómnum réðst maðurinn á brotaþola, sem hann segir hafa beitt unnustu sína kynferðisofbeldi. Meira »

Wow Cyclothon

Ford Transit Rimor árg. 2008
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84 þús. Vél 2.2, 5 gíra,...
Til leigu íbúð á Norðurbakka Hafnarfirði
Er með til leigu nýja og glæsilega íbúð við Norðurbakka 7C Hafnarfirði. Íbúði...
Clavis poetica
Clavis Poetica, Benedikt Gröndal/Sveinbjörn Egilsson, Hafnia 1864. Uppl. í s. 77...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...