Ísland mögulega með í FIFA18

Verður Ísland með í FIFA 18?
Verður Ísland með í FIFA 18? mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það kemur í ljós fljótlega hvort að íslenska fótboltalandsliðið verði meðal liða í tölvuleiknum FIFA18. Þetta segir Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem staðfestir í samtali við mbl.is að málið sé í vinnslu.

„Það á nú eftir að koma í ljós en það er verið að vinna í því og held ég að ætti að koma í ljós bara bráðlega hvernig verður með það,“ segir Guðni, spurður hvort vænta megi þess að Ísland verði með í FIFA18. Ekkert hefur verið staðfest ennþá og málið í vinnslu og segir Guðni því ekki hægt að segja til um það að svo stöddu hvort um verði að ræða karlalandsliðið, kvennalandsliðið eða bæði liðin.

„Það er verið að reyna að leysa málið,“ segir Guðni ennfremur. „Við skulum bara leyfa okkur að vera bjartsýn, það er skemmtilegra þannig, en svo kemur þetta allt saman í ljós bráðlega.“

Í dag var greint frá því að portúgalski fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo verður andlit leiksins að þessu sinni en Ronaldo deildi myndbandinu hér að neðan með aðdáendum sínum á Facebook fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert