Ræddi við forseta Íslands um skipun dómaranna

Jón Þór Ólafsson Pírati.
Jón Þór Ólafsson Pírati. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls höfðu 3.657 manns skrifað undir áskorun til forseta Íslands á tíunda tímanum í gærkvöldi um að undirrita ekki samþykkt Alþingis um skipan fimmtán dómara við Landsrétt. Undirskriftasöfnun þessari, sem Jón Þór Ólafsson þingmaður átti frumkvæði að, var hleypt af stokkunum á föstudag, en í formála hennar segir að lögmæti skipunarinnar megi draga í efa, enda hafi verið farið gegn ráðum fagnefndar um val á dómurum í einni atkvæðagreiðslu, en dómara skuli þingið samþykkja hvern fyrir sig ef farið sé á skjön við ráðgjöf.

Sem kunnugt er fylgdi Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ráðum fagnefndar varðandi ellefu umsækjendur um dómarastarf en vék frá ráðum um fjóra umsækjendur og tók aðra og jafn marga þeirra í stað. Því segir Jón Þór lögmæti skipunarinnar vafa undirorpið og er forseti Íslands af þeim sökum hvattur til að skrifa ekki undir.

Á laugardag greindi Jón Þór frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, vegna skipunar dómaranna og óskað atbeina hans. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert