Segir Kirkjugarða beita hótunum

Rekja má vanda kirkjugarðanna til niðurskurðar í kjölfar hrunsins.
Rekja má vanda kirkjugarðanna til niðurskurðar í kjölfar hrunsins. mbl.is/Árni Sæberg

Rúnar Geirmundsson, formaður Félags íslenskra útfararstjóra, sakar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að beita hótunum til þess að fá aukið fjármagn til rekstrarins.

„Þeir eru bara að nota talíbana-aðferðina, ef þið komið ekki með peningana sprengjum við allt í loft upp,“ segir Rúnar, sem telur ákall sem Kirkjugarðarnir sendu frá sér síðastliðinn föstudag ekki trúverðugt.

„Þetta er peningaþörf út af einhverju öðru og þeir ætla að nýta sér það, ég tel að staðan sé ekki svona slæm.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert