Sigríður: „Þetta er einhver misskilningur“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að svo virðist sem einhvers misskilnings gæti vegna lista yfir einkunnagjöf dómnefndar um hæfnimat umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt. Líkt og fram hefur komið tilnefndi ráðherra fjóra einstaklinga sem ekki voru á þeim fimmtán manna lista sem sérstök dómnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við hinn nýja áfrýjunardómstól. Tillögur ráðherra voru samþykktar á Alþingi með 31 atkvæði gegn 22.

Sigríður kveðst ekki óttast að framvinda málsins muni bitna á trausti til dómstólsins en formaður dómnefndarinnar kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum.

„Þetta er einhver meinloka hjá fólki að ræða þennan lista, enda er þessi listi ekki hluti af umsögn dómnefndarinnar heldur þvert á móti tekur dómnefndin fram í umsögn sinni að hún gerir ekki upp á milli þessara 15 sem hún leggur til,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Hún segir liggja alveg ljóst fyrir að þeir fjórir einstaklingar sem hún gerði tillögu um og ekki voru inni á lista dómnefndar séu „einstaklingar með áratuga farsælan feril við dómstólana.“ Segir ráðherra að miklu frekar sé litið til þess heldur en einhvers lista og ítrekar að dómnefndin geri ekki upp á milli þeirra 15 umsækjenda sem nefndin lagði til. Það komi skýrt fram í umsögn dómnefndar.

„Það gilda bara um þetta reglur, þessar reglur númer 620/2010, þar sem kveðið er á um að það þurfi að líta til ákveðinna þátta,“ segir Sigríður um mat á hæfni umsækjenda. „Þar er ekkert kveðið á um hvað hver þáttur eigi að vega mikið heldur er einmitt kveðið á um það að leggja skuli heildstætt mat á þetta allt saman.“

24 einstaklingar allir jafnhæfir

Jón Finnbjörnsson er einn þeirra fjögurra einstaklinga sem ekki voru meðal þeirra umsækjenda sem dómnefndin lagði til, en voru aftur á móti í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Jón var númer 30 í röðinni á fyrrnefndum lista dómnefndar en Kjarninn birti listann ásamt einkunnagjöf dómnefndar í síðustu viku.

„Nú er þetta einhver misskilningur sem virðist gæta varðandi þennan lista,“ segir Sigríður, spurð hvort ekki skjóti skökku við að hún tilnefni umsækjanda sem hafnað hafi svo neðarlega á lista dómnefndar.

„Dómnefndin tekur það fram að hún gerir ekki upp á milli þeirra, hún raðar þeim ekki upp í tölusett sæti, dómnefndin gerir það ekki sjálf, það geri ég ekki heldur,“ segir Sigríður. „Ég nefni það [í rökstuðningi ráðherra] að ég lít á 24 einstaklinga jafnhæfa, og alla þá meðal hæfustu umsækjenda, að þeir eru allir jafnhæfir,“ segir Sigríður.

Úr þessum 24 manna lista segist ráðherra hafa valið og lagt á heildstætt mat sem gert hafi verið út frá ýmsum sjónarmiðum, meðal annars þess að rétturinn sé skipaður nægilega mörgum einstaklingum með dómarareynslu þannig að rétturinn geti starfað hnökralaust.

Formaður dómnefndar kýs ekki að tjá sig

Sigríður segir það vera alveg skýrt frá sínum bæjardyrum séð að lagt hafi verið heildrænt mat á umsækjendur. „Ég tel ekki tækt annað en að tiltaka dómara með áralanga dómarareynslu meðal þeirra hæfustu sem sækja um,“ segir Sigríður.

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn segir Þorsteinn Arnaldsson tölfræðingur að niðurstaða dómnefndarinnar sé „lítið rökstudd og illa unnin,“ og segir að „fullyrða megi að rökstuðningur dómsmálaráðherra taki rökstuðningi nefndarinnar langt fram.“ Til að mynda hafi ekki komið fram hvernig einkunnir voru gefnar en vægi einstakra matsþátta hafi þó verið tekið fram.

Mbl.is hafði samband við Gunnlaug Claessen, formann dómnefndarinnar, og óskaði eftir upplýsingum um hæfnismatið og um það hvernig vægi einstakra þátta við einkunnagjöf væri ákvarðað. Gunnlaugur kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum á þeim forsendum að til þess gæti komið að hann þurfi að gera grein fyrir málinu fyrir dómstólum í ljósi yfirlýsinga einstaka umsækjenda um að þeir hyggist leita réttar síns.

Spurð hvort hún telji það geta komið niður á trúverðugleika og trausti til þessa nýja dómstóls hvernig málinu hafi undið fram segir Sigríður svo alls ekki vera. „Nei alls ekki. Það liggja fyrir málefnaleg sjónarmið og það hljóta nú allir að fallast á það að það sé málefnalegt sjónarmið að það séu skipaðir dómarar við réttinn, við ákveðinn áfrýjunardómstól,“ segir Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Þyrla send vegna slasaðs sjómanns

11:10 Þyrla Landhelgisgæslunnar var í nótt send til Vestmannaeyja til að sækja sjómann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi undan suðurströnd landsins. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem læknir á staðnum, í samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar, taldi réttast að flytja manninn til Reykjavíkur. Meira »

Sló Sanitu með flöskum og slökkvitæki

10:42 Erlendur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir manndráp á Sanitu Brauna á Hagamel fimmtudaginn 21. september. Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi slegið Sanitu ítrekað í andlit og höfuð með tveimur til þremur glerflöskum og slökkvitæki sem var tæplega 10 kíló. Meira »

Ekki bjartsýnn að verkfallið leysist í bráð

10:55 Miðað við það hvernig verkfall flugvirkja Icelandair hefur þróast er Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, ekki bjartsýnn á að það leysist í bráð. Þetta segir hann í samtali við mbl.is. Verkfall flugvirkjar hófst klukkan sex í gærmorgun og hefur þegar haft áhrif á þúsundir farþega. Meira »

Fluttir á slysadeild með höfuðáverka

10:02 Tveir hafa verið fluttir á slysadeild á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Tíu stiga hiti er á Akureyri og fljúgandi hálka, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Meira »

Heyrir í deiluaðilum eftir hádegi

09:49 Magnús Jónsson aðstoðarríkissáttasemjari ætlar að vera í sambandi við deiluaðila í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair eftir hádegi í dag vegna áframhaldandi fundahalda. Meira »

Dæla vatni á Facebook

09:34 Jólasveinninn Hurðaskellir er meðal þeirra jólasveina sem hafa kosið að kaupa gjafir sínar í vefverslun UNICEF, í stað þess að fylgja ráðleggingum jólagjafaráðs jólasveinanna. Meira »

Sveinn Gestur dæmdur í 6 ára fangelsi

09:32 Sveinn Gestur Tryggvason var í dag dæmdur í 6 ára fangelsi í tengslum við dauða Arnars Jónssonar Aspar sem lést eftir líkamsárás sem hann varð fyrir í Mosfellsdal í júní. Dregst gæsluvarðhald Sveins Gests frá brotadegi frá fangelsisdóminum. Meira »

Alexander og Emilía vinsælust

09:22 Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Flestir eiga afmæli 27. ágúst en fæstir á hlaupársdag, jóladag og gamlársdag. Meira »

Dómur í Mosfellsdalsmálinu í dag

08:16 Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni í dag, en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, en ekki manndráp, í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar. Arnar lést í kjölfar árásarinnar sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Mosfellsdal 7. júní. Meira »

Röð byrjuð að myndast á vellinum

07:55 Biðröð er byrjuð að myndast fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Upp úr viðræðum flugvirkja og Icelandair slitnaði um fjögurleytið í nótt og ekki hefur verið boðað til nýs fundar milli deiluaðila. Meira »

Leika Mozart við kertaljós í 25. sinn

08:18 Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin.   Meira »

Stuttnefjur stráfelldar við Grænland

07:57 Íslenskar stuttnefjur hafa verið veiddar í stórum stíl við Vestur-Grænland á veturna. Stuttnefja er svartfugl og mjög lík langvíu í útliti, en með styttri gogg eins og nafnið bendir til. Meira »

Flaug eins og herforingi á Stórhöfða

07:37 „Þetta er fallegasti fálki sem ég hef nokkru sinni séð; vel haldinn og fallega hvítur. Var greinilega frelsinu feginn þegar hann blakaði vængjum og stefndi suður á Stórhöfða,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Rexton 2016. Á frábæru verði 3,990,000-
Vorum að fá inn SSangyong Rexton 2016 ekinn 50þús km, sjálfskiptur. Bíll byggðu...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
 
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Stella bankastræti 3 óskum eftir starf
Afgreiðsla/verslun
Bankastræti 3 Óskum eft...