Sigríður: „Þetta er einhver misskilningur“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að svo virðist sem einhvers misskilnings gæti vegna lista yfir einkunnagjöf dómnefndar um hæfnimat umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt. Líkt og fram hefur komið tilnefndi ráðherra fjóra einstaklinga sem ekki voru á þeim fimmtán manna lista sem sérstök dómnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við hinn nýja áfrýjunardómstól. Tillögur ráðherra voru samþykktar á Alþingi með 31 atkvæði gegn 22.

Sigríður kveðst ekki óttast að framvinda málsins muni bitna á trausti til dómstólsins en formaður dómnefndarinnar kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum.

„Þetta er einhver meinloka hjá fólki að ræða þennan lista, enda er þessi listi ekki hluti af umsögn dómnefndarinnar heldur þvert á móti tekur dómnefndin fram í umsögn sinni að hún gerir ekki upp á milli þessara 15 sem hún leggur til,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Hún segir liggja alveg ljóst fyrir að þeir fjórir einstaklingar sem hún gerði tillögu um og ekki voru inni á lista dómnefndar séu „einstaklingar með áratuga farsælan feril við dómstólana.“ Segir ráðherra að miklu frekar sé litið til þess heldur en einhvers lista og ítrekar að dómnefndin geri ekki upp á milli þeirra 15 umsækjenda sem nefndin lagði til. Það komi skýrt fram í umsögn dómnefndar.

„Það gilda bara um þetta reglur, þessar reglur númer 620/2010, þar sem kveðið er á um að það þurfi að líta til ákveðinna þátta,“ segir Sigríður um mat á hæfni umsækjenda. „Þar er ekkert kveðið á um hvað hver þáttur eigi að vega mikið heldur er einmitt kveðið á um það að leggja skuli heildstætt mat á þetta allt saman.“

24 einstaklingar allir jafnhæfir

Jón Finnbjörnsson er einn þeirra fjögurra einstaklinga sem ekki voru meðal þeirra umsækjenda sem dómnefndin lagði til, en voru aftur á móti í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Jón var númer 30 í röðinni á fyrrnefndum lista dómnefndar en Kjarninn birti listann ásamt einkunnagjöf dómnefndar í síðustu viku.

„Nú er þetta einhver misskilningur sem virðist gæta varðandi þennan lista,“ segir Sigríður, spurð hvort ekki skjóti skökku við að hún tilnefni umsækjanda sem hafnað hafi svo neðarlega á lista dómnefndar.

„Dómnefndin tekur það fram að hún gerir ekki upp á milli þeirra, hún raðar þeim ekki upp í tölusett sæti, dómnefndin gerir það ekki sjálf, það geri ég ekki heldur,“ segir Sigríður. „Ég nefni það [í rökstuðningi ráðherra] að ég lít á 24 einstaklinga jafnhæfa, og alla þá meðal hæfustu umsækjenda, að þeir eru allir jafnhæfir,“ segir Sigríður.

Úr þessum 24 manna lista segist ráðherra hafa valið og lagt á heildstætt mat sem gert hafi verið út frá ýmsum sjónarmiðum, meðal annars þess að rétturinn sé skipaður nægilega mörgum einstaklingum með dómarareynslu þannig að rétturinn geti starfað hnökralaust.

Formaður dómnefndar kýs ekki að tjá sig

Sigríður segir það vera alveg skýrt frá sínum bæjardyrum séð að lagt hafi verið heildrænt mat á umsækjendur. „Ég tel ekki tækt annað en að tiltaka dómara með áralanga dómarareynslu meðal þeirra hæfustu sem sækja um,“ segir Sigríður.

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn segir Þorsteinn Arnaldsson tölfræðingur að niðurstaða dómnefndarinnar sé „lítið rökstudd og illa unnin,“ og segir að „fullyrða megi að rökstuðningur dómsmálaráðherra taki rökstuðningi nefndarinnar langt fram.“ Til að mynda hafi ekki komið fram hvernig einkunnir voru gefnar en vægi einstakra matsþátta hafi þó verið tekið fram.

Mbl.is hafði samband við Gunnlaug Claessen, formann dómnefndarinnar, og óskaði eftir upplýsingum um hæfnismatið og um það hvernig vægi einstakra þátta við einkunnagjöf væri ákvarðað. Gunnlaugur kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum á þeim forsendum að til þess gæti komið að hann þurfi að gera grein fyrir málinu fyrir dómstólum í ljósi yfirlýsinga einstaka umsækjenda um að þeir hyggist leita réttar síns.

Spurð hvort hún telji það geta komið niður á trúverðugleika og trausti til þessa nýja dómstóls hvernig málinu hafi undið fram segir Sigríður svo alls ekki vera. „Nei alls ekki. Það liggja fyrir málefnaleg sjónarmið og það hljóta nú allir að fallast á það að það sé málefnalegt sjónarmið að það séu skipaðir dómarar við réttinn, við ákveðinn áfrýjunardómstól,“ segir Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óánægðari með ferðina til Íslands

12:03 Ferðamenn sem sækja Ísland heim eru óánægðari með ferðina í sumar miðað við sumarið á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallup. Meira »

Skýrsla um áfellisdóma yfir ríkinu

11:59 Íslenskir dómstólar hafa stundum vanrækt að taka afstöðu til þess hvort þau málefni sem fjölmiðlar fjalla um eiga erindi við almenning eða ekki. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um tjáningarfrelsi. Meira »

Felldar niður vegna flóðastöðu

10:59 Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.  Meira »

„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

10:50 „Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar. Meira »

Færri búa í leiguhúsnæði

10:45 Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 3,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. Á móti hefur þeim sem búa í foreldrahúsum fjölgað um tæp 2 prósentustig. Meira »

„Eru umtalsverðar upphæðir“

10:45 Öllum farþegum flugfélagsins Air Berlin, sem áttu bókað flug með vél félagsins sem var kyrrsett í Keflavík, var boðin ferð með annarri vél félagsins sem var á leið til sama lands og kyrrsetta vélin. Meira »

Áfram tekist á um dómara í Stím-máli

10:09 Héraðsdómur hafnaði í dag kröfu verjenda í Stím-málinu svokallaða um að Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari í málinu myndi víkja. Áður hafði Hæstiréttur hafnað kröfu um að dómsformaðurinn Símon Sigvaldason myndi víkja. Verjendur í málinu ætla allir að kæra úrskurðinn. Meira »

Grátbiðja um að fá að vera hér áfram

10:12 „Við viljum bara búa á Íslandi,“ segir Nasr Mohammed Rahim. Blaðamaður hittir hann, eiginkonu hans, Sobo Anwar Hasan, og ungt barn þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau dvelja. Dvölinni lýkur þó eftir nokkra daga en umsókn þeirra um hæli á Íslandi var endanlega hafnað fyrir tveimur vikum. Meira »

Neyðarákall vegna barna rohingja

09:53 UNICEF sendir frá sér alþjóðlegt neyðarákall vegna gríðarlegrar neyðar barna rohingja sem hafa þurft að flýja ofbeldisöldu í Mjanmar yfir til Bangladess síðustu vikur. Síðan 25. ágúst hafa meira en 528.000 rohingjar flúið hræðilegt ofbeldi, þar af 58% börn. Meira »

Boðflennur á fundi sjálfstæðismanna

09:17 „Ég var sérstaklega ungur í anda þarna í gærkvöldi,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í gær hélt erindi á kvöldi á vegum Ungra sjálfstæðismanna um veip, eða rafrettur. Meira »

Umhverfisþing hafið í Hörpu

09:14 Umhverfisþing hófst í Hörpu í morgun með ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Það er haldið samkvæmt ákvæðum náttúruverndarlaga og að þessu sinni verða loftslagsmál meginefni þingsins. Meira »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...