Sigríður: „Þetta er einhver misskilningur“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að svo virðist sem einhvers misskilnings gæti vegna lista yfir einkunnagjöf dómnefndar um hæfnimat umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt. Líkt og fram hefur komið tilnefndi ráðherra fjóra einstaklinga sem ekki voru á þeim fimmtán manna lista sem sérstök dómnefnd lagði til að yrðu skipaðir dómarar við hinn nýja áfrýjunardómstól. Tillögur ráðherra voru samþykktar á Alþingi með 31 atkvæði gegn 22.

Sigríður kveðst ekki óttast að framvinda málsins muni bitna á trausti til dómstólsins en formaður dómnefndarinnar kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum.

Frétt mbl.is: Alþingi samþykkti tillögur ráðherra

„Þetta er einhver meinloka hjá fólki að ræða þennan lista, enda er þessi listi ekki hluti af umsögn dómnefndarinnar heldur þvert á móti tekur dómnefndin fram í umsögn sinni að hún gerir ekki upp á milli þessara 15 sem hún leggur til,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

Hún segir liggja alveg ljóst fyrir að þeir fjórir einstaklingar sem hún gerði tillögu um og ekki voru inni á lista dómnefndar séu „einstaklingar með áratuga farsælan feril við dómstólana.“ Segir ráðherra að miklu frekar sé litið til þess heldur en einhvers lista og ítrekar að dómnefndin geri ekki upp á milli þeirra 15 umsækjenda sem nefndin lagði til. Það komi skýrt fram í umsögn dómnefndar.

„Það gilda bara um þetta reglur, þessar reglur númer 620/2010, þar sem kveðið er á um að það þurfi að líta til ákveðinna þátta,“ segir Sigríður um mat á hæfni umsækjenda. „Þar er ekkert kveðið á um hvað hver þáttur eigi að vega mikið heldur er einmitt kveðið á um það að leggja skuli heildstætt mat á þetta allt saman.“

24 einstaklingar allir jafnhæfir

Jón Finnbjörnsson er einn þeirra fjögurra einstaklinga sem ekki voru meðal þeirra umsækjenda sem dómnefndin lagði til, en voru aftur á móti í hópi þeirra fimmtán umsækjenda sem ráðherra lagði til að yrðu skipaðir dómarar við Landsrétt. Jón var númer 30 í röðinni á fyrrnefndum lista dómnefndar en Kjarninn birti listann ásamt einkunnagjöf dómnefndar í síðustu viku.

„Nú er þetta einhver misskilningur sem virðist gæta varðandi þennan lista,“ segir Sigríður, spurð hvort ekki skjóti skökku við að hún tilnefni umsækjanda sem hafnað hafi svo neðarlega á lista dómnefndar.

„Dómnefndin tekur það fram að hún gerir ekki upp á milli þeirra, hún raðar þeim ekki upp í tölusett sæti, dómnefndin gerir það ekki sjálf, það geri ég ekki heldur,“ segir Sigríður. „Ég nefni það [í rökstuðningi ráðherra] að ég lít á 24 einstaklinga jafnhæfa, og alla þá meðal hæfustu umsækjenda, að þeir eru allir jafnhæfir,“ segir Sigríður.

Úr þessum 24 manna lista segist ráðherra hafa valið og lagt á heildstætt mat sem gert hafi verið út frá ýmsum sjónarmiðum, meðal annars þess að rétturinn sé skipaður nægilega mörgum einstaklingum með dómarareynslu þannig að rétturinn geti starfað hnökralaust.

Formaður dómnefndar kýs ekki að tjá sig

Sigríður segir það vera alveg skýrt frá sínum bæjardyrum séð að lagt hafi verið heildrænt mat á umsækjendur. „Ég tel ekki tækt annað en að tiltaka dómara með áralanga dómarareynslu meðal þeirra hæfustu sem sækja um,“ segir Sigríður.

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn segir Þorsteinn Arnaldsson tölfræðingur að niðurstaða dómnefndarinnar sé „lítið rökstudd og illa unnin,“ og segir að „fullyrða megi að rökstuðningur dómsmálaráðherra taki rökstuðningi nefndarinnar langt fram.“ Til að mynda hafi ekki komið fram hvernig einkunnir voru gefnar en vægi einstakra matsþátta hafi þó verið tekið fram.

Mbl.is hafði samband við Gunnlaug Claessen, formann dómnefndarinnar, og óskaði eftir upplýsingum um hæfnismatið og um það hvernig vægi einstakra þátta við einkunnagjöf væri ákvarðað. Gunnlaugur kýs að tjá sig ekki um málið í fjölmiðlum á þeim forsendum að til þess gæti komið að hann þurfi að gera grein fyrir málinu fyrir dómstólum í ljósi yfirlýsinga einstaka umsækjenda um að þeir hyggist leita réttar síns.

Frétt mbl.is: Ástráður stefnir ríkinu

Spurð hvort hún telji það geta komið niður á trúverðugleika og trausti til þessa nýja dómstóls hvernig málinu hafi undið fram segir Sigríður svo alls ekki vera. „Nei alls ekki. Það liggja fyrir málefnaleg sjónarmið og það hljóta nú allir að fallast á það að það sé málefnalegt sjónarmið að það séu skipaðir dómarar við réttinn, við ákveðinn áfrýjunardómstól,“ segir Sigríður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
Laust um næstu helgar - Biskupstungur..
Hlýleg og falleg sumarhús til leigu. Gisting fyrir 5-6. Heit laug og leiksvæði.....
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...