Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða

Byggja á upp borgarlínu með rafmagnsstrætisvögnum, en til lengri tíma ...
Byggja á upp borgarlínu með rafmagnsstrætisvögnum, en til lengri tíma gæti verið horft til hraðlesta.

Kostnaður við uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu mun nema 63-70 milljörðum króna, en áætlað er að byggja kerfið upp í áföngum. Endanlegar tillögur um legu línunnar eiga að liggja fyrir síðsumars í ár og undirbúningur fyrsta áfanga að ljúka í byrjun árs 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en síðar í dag verður kynningarfundur um fyrirhugaða legu línunnar.

Áætlað er að borgarlínan verði allt að 57 kílómetrar að lengd með 13 kjarnastöðvum þar sem áætlað er að aukin uppbygging húsnæðis verði samhliða.

Í tilkynningunni segir að samkvæmt mannfjöldaspá geti íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um 70 þúsund á næstu 25 árum og með auknum ferðamannastraumi geti það að óbreyttu aukið ferðatíma fólks um allt að 65% og umferðatafir um rúmlega 80%. Það sé því markmið sveitarfélaganna með borgarlínu að auka vægi almenningssamgangna til að vega á móti þeirri þróun.

Fyrstu tillögur um Borgarlínu.
Fyrstu tillögur um Borgarlínu. Mynd/Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Í apríl á þessu ári sendu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bréf til fjárlaganefndar þar sem óskað var eftir þátttöku ríkisins í kostnaði við uppbyggingu borgarlínu. Kom þar meðal annars fram að áætlaður heildarkostnaður við borgarlínuna væri um 55 milljarðar (með vikmörkum á bilinu 44-72 milljarðar). Þá var gert ráð fyrir að kostnaður vegna hönnunar og nauðsynlegs rekstrarlegs og tæknilegs undirbúnings fyrir verklegar framkvæmdir verði um 1,5 milljarður króna á árunum 2017 – 2018.

Samkvæmt skýrslu VSÓ ráðgjafar vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030 um afmörkun samgöngu- og þróunaráss kemur fram að í upphafi sé gert ráð fyrir uppbygging hraðvagnakerfis, en ef þétting umhverfis borgarlínuna og aukin notkun samgöngukerfisins aukist geti skapast forsendur fyrir léttlestarkerfi. Til að ná þeim markmiðum þurfi almenningssamgöngur að ná 12% hlutdeild í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Því sé hægt að ná með því að stækka hóp mögulegra farþega, m.a. með því að þétta byggð umhverfis borgarlínuna.

Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg.
Hugmyndir um hvernig borgarlínan yrði við Fífuhvammsveg.

Fyrirsjáanlegar eru miklar tækniframfarir í tengslum við farþegaflutninga á komandi árum, meðal annars með tilkomu rafbíla og sjálfkeyrandi búnaðar í þeim. Í tilkynningu samtakanna núna segir að ein helsta áskorun borgarumhverfis framtíðar sé plássleysi og sökum þess munu tækniframfarir í formi sjálfkeyrandi bíla aldrei geta leyst af hólmi afkastamiklar almenningssamgöngur.

Áætlað er að vagnar borgarlínunnar verði rafknúnir og muni ferðast í sérrými og fái forgang á umferðarljósum. Gert er ráð fyrir að ferðatíðni verði á milli 5-7 mínútur á annatímum og verða byggðar yfirbyggðar biðstöðvar með farmiðasölu og upplýsingaskiltum í rauntíma.

mbl.is

Innlent »

Þriggja bíla árekstur

Í gær, 22:59 Þrír bílar lentu í árekstri á Suðurlandsvegi til móts við afleggjara inn í Heiðmörk um klukkan 20 í kvöld.  Meira »

Hitinn fór upp í 18,4 stig

Í gær, 22:50 Veðrið lék við flesta landsmenn í dag og fór hitinn mest upp í 18,4 stig í Árnesi. Suðvestlæg átt verður ríkjandi á morgun og áfram verður hlýtt í vikunni. Meira »

Eygir í langþráða heimferð frá Kanarí

Í gær, 22:15 Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun. Meira »

Flugeldasýningin í myndum

Í gær, 22:00 Taktfastar sprengingar frá risastórri flugeldasýningu Menningarnætur ómuðu um alla Reykjavík í logninu í gær. Ljósasýningin var tilþrifamikil að mati viðstaddra. Meira »

Metfjöldi upplifir almyrkvann

Í gær, 21:43 Sá sjaldgæfi atburður verður í Bandaríkjunum á morgun að þar mun sjást almyrkvi á sólu. Almyrkvinn gengur þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á Vesturströndinni þar sem hann hefst klukkan 10:15 að staðartíma yfir til Suður-Karólínu þar sem honum lýkur um 90 mínútum síðar. Meira »

Geðshræring greip um sig

Í gær, 21:28 Mikil geðshræring greip um sig í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag er bíl var ekið á bygginguna. Lögreglu tókst ekki að yfirbuga ökumanninn fyrr en inn í flugstöðina var komið. Starfsmaður á vellinum segir starfsfólki og farþegum hafa verið brugðið, ekki síst vegna hryðjuverkanna í Evrópu að undanförnu. Meira »

Hvers vegna var Birna myrt?

Í gær, 20:38 Á morgun hefst aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Møller Ol­sen í Héraðsdómi Reykjaness. Thomas er ákærður fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar. Meira »

Leita enn mannsins með byssuna

Í gær, 21:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns um tvítugt sem veifaði skotvopni í Hafnarfirði og kann að hafa ógnað fólki með henni. Ekki liggur ljóst fyrir hvort maðurinn hafi verið að ógna fólki með byssunni, en margt bendir til þess. Meira »

Kveikt í palli í Keflavík

Í gær, 20:15 Brunavarnir Suðurnesja voru kvaddar að húsi við Hafnargötu í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í trépalli við hús sem kallað er 88-húsið. Meira »

Sagði konunni að „drulla sér“ út

Í gær, 19:58 Konan sem rifin var með valdi út úr bíl sínum við Leifsstöð fyrr í dag var á leið heim af Keflavíkurflugvelli þar sem hún starfar. Maðurinn hljóp í átt að bílnum, kýldi fast í bílrúðuna og sagði henni að „drulla sér úr bílnum“ áður en hann reif hana út. Meira »

Eykur stuðning við Reykjavíkurmaraþon

Í gær, 19:51 Íslandsbanki hefur ákveðið að auka stuðning sinn við Reykjavíkurmaraþon. Bankinn mun greiða allan kostnað sem fellur til við söfnunina svo sem þróun og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðunnar og færslugjöld vegna áheita. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

Í gær, 19:44 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

Í gær, 19:44 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

Í gær, 18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

Í gær, 17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók á Leifsstöð

Í gær, 18:46 Maður ók bifreið á Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

Í gær, 18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

Í gær, 17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
Einn eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 74.000 km. 5 gíra, bensín, ný dekk, nýjar...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...