Allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Einn sakborninga leiddur fyrir dómara í dag.
Einn sakborninga leiddur fyrir dómara í dag. mbl.is/Ófeigur

Sexmenningarnir sem handteknir voru í gær, vegna hrotta­legr­ar lík­ams­árás­ar í Mos­fells­dal sem leiddi til dauða karl­manns á fer­tugs­aldri, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fimm voru úrskurðaðir í 15 daga gæsluvarðhald en einn sakborninga var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Þetta staðfesti Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði, við mbl.is.

Spurður sagði Jón að allt fólkið væri dæmt í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Árásarmennirnir eru sakaðir um að hafa látið höggin dynja á fórnarlambinu og síðar keyrt yfir fætur þess. End­ur­lífg­un var reynd á vett­vangi en án ár­ang­urs. Maðurinn var heima með konu sinni og nýfæddu barni er árásarmennina bar að garði.

Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 18.24 í gærkvöldi og þá var fjölmennt lið sent á vettvang. Fimm karlar og ein kona voru handtekin. Flest hinna handteknu hafa áður komið við sögu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert