Angus holdanaut flutt til landsins

Aberdeen Angus.
Aberdeen Angus. Ljósmynd/GettyImages

Fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdakúm verða, ef ekkert óvænt kemur upp á, settir upp í íslenskar kýr í ágúst, í nýrri einangrunarstöð sem verið er að byggja á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Nautkálfar sem fæðast þá í maí á næsta ári verða ári síðar seldir til bænda sem rækta holdanaut og notaðir til kynbóta í hjörðunum.

Búið er að taka um 40 fósturvísa úr holdakúm á einangrunarstöð Ræktunarfélags norskra holdanautabænda. Fósturvísarnir eru undan 10 Angus-kvígum og 4 úrvals kynbótanautum af sama kyni. Vinnu við að taka fósturvísana lauk í síðasta mánuði. Þurfa þeir að vera í frosti í þrjá mánuði áður en flytja má þá til landsins. Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands, segir að byrjað sé að huga að því að fá kýr til að setja fósturvísana upp í. Þá sé verktaki kominn vel á veg með að byggja einangrunarstöðina á Stóra-Ármóti.

Hann segir að unnið sé að undirbúningi málsins í samræmi við kröfur yfirvalda en sækja þurfi sérstaklega um leyfi fyrir hverjum innflutningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert