Farið verður fram á gæsluvarðhald

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst fara fram á gæsluvarðhald vegna hrottalegrar líkamsárásar í Mosfellsdal í gærkvöldi sem leiddi til dauða karlmanns á fertugsaldri. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Hins vegar hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir öllum þeim sex sem handteknir voru vegna málsins eða hluta þeirra. Sú ákvörðun liggur væntanlega fyrir síðar í dag.

Grímur segist eiga von á því að farið verði með málið fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um klukkan 16:00 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert