Úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní

Sakborningur fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis.
Sakborningur fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis. mbl.is/Ófeigur

Jón Trausti Lúthersson og annar karlmaður hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Fólkið sem var handtekið í gær  eft­ir að karl­maður á fer­tugs­aldri lést í kjöl­far þess að hann varð fyr­ir al­var­legri lík­ams­árás við heim­ili sitt að Æsu­stöðum í Mos­fells­dal hefur verið leitt fyrir dómara eitt af öðru nú síðdegis.

Rúv greinir frá þessu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að allt fólkið yrði úrskurðað í gæsluvarðhald. Niðurstöðu úr málum hinna sem leiddir voru fyrir dómara má vænta fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert