Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu

Í Stafangri í Noregi er unnið að svipaðri útfærslu og ...
Í Stafangri í Noregi er unnið að svipaðri útfærslu og horft er til hér á landi. Myndin er úr kynningarefni þess verkefnis, en ekki hafa verið teknar ákvarðanir um útlit vagna sem nota á hér. Teikning/Melvær&Co

Fram til ársins 2040 er gert ráð fyrir að rúmlega 66% af allri íbúðauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu verði í 400-600 metra radíus frá nýrri borgarlínu sem stefnt er að því að byggja. Skipulagsbreytingar á svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi voru kynntar í dag, en á fundinum var meðal annars greint frá því að grundvöllur fyrir slíku almenningssamgangakerfi sé fjölgun notenda og að slíkt sé líklegast þegar íbúar séu nærri stoppistöðvum.

Á fundinum var farið yfir forsendur þess að ráðist væri í framkvæmdir sem þessar, en þær eru taldar kosta á bilinu 63-70 milljarða. Sagði Stefán Gunnar Thors, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs VSÓ, að til 2040 sé spáð mikilli umferðaaukningu samhliða fjölgun íbúa um 70 þúsund og fjölgun ferðamanna. Forsvarsmenn verkefnisins telja hins vegar að hægt sé að mæta henni með uppbyggingu borgarlínu samhliða breytingum í byggðarþróun þar sem meiri uppbygging yrði í kringum borgarlínuna og kjarnastöðvar hennar, sem verða samtals 13 talsins á höfuðborgarsvæðinu.

Mikið hærra nýtingarhlutfall

Samkvæmt skipulagshugmyndum sem nú eru lagðar til varðandi þéttingu byggðarinnar verður horft til þess að auka nýtingarhlutfall á 400-600 metra þróunarsvæði kringum borgarlínuna þannig að það verði 0,5 meðfram línunni sjálfri og við kjarnastöðvarnar verði nýtingin 1,0. Samkvæmt því sem fram kom á fundinum þá er núverandi nýtingarhlutfall á Melunum í Reykjavík, Smárahverfi í Kópavogi og Hlíðunum í Reykjavík svipað lægri tölunni, eða í kringum 0,5. Það er því ljóst að ef af verður verður þétting byggðar aukin talsvert í nálægð við borgarlínuna. Undantekningin er þó Mosfellsbær, en þar er áætlað að nýtingarhlutfallið verði 0,4.

Mynd/mbl.is

Minni kröfur um bílastæði, meiri kröfur um hjólastæði

Til viðbótar við þessar breytingar verður horft til þess að draga úr bílastæðakröfum þannig að gert verði ráð fyrir 0,7 stæðum á hverja 100 byggða fermetra við kjarnastöðvar og 1,2 stæði á hverja 100 byggða fermetra við línuna sjálfa. Þá verði sett krafa um 3 hjólastæði á hverja 100 byggða fermetra við kjarnastöðvar og 2 við línuna.

Stefán sagði að með þessu sé horft til þess að gera svæði með eftirsóttu húsnæði og var bætt við að erlendis hefði íbúðaverð hækkað nálægt góðum almannasamgöngum en lækkað nálægt stórum stofnæðum bíla. Sagðist hann meðal annars telja hag fyrir fyrirtæki að vera nálægt slíkum samgöngum.

Uppbygging stofnbrauta- og gatnakerfisins einnig kostnaðarsöm

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sagði á fundinum að ef vöxturinn yrði án breytinga í almenningssamgöngum þá þyrfti einnig að fara í mjög dýrar framkvæmdir á stofnbrauta- og gatnakerfinu Sagði hann þær framkvæmdir jafnvel metnar á 120 milljarða til viðbótar við uppbyggingu nýrra gatna í sveitarfélögunum. „Og þá mun umferðavandinn versna þrátt fyrir meiri slaufur og breiðari götur,“ sagði Hrafnkell. Sagði hann nauðsynlegt að taka frekar markvissari skref til að fá fólk til að velja annan ferðamáta.

Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan sem vinnur að verkefninu, sagði að það væri þróun bæði hér og erlendis að fólk vildi búa í borg og í meiri nálægð við aðra. „Ef samgöngur eiga að ganga upp þurfum við að ferðast meira saman,“ sagði hún um lausnina við fyrirliggjandi vandamálum í samgöngum sem koma upp með fjölgun íbúa. Sagði hún tíðni í almenningssamgöngum þar vera aðalmálið og því væri horft til þess að vagnar borgarlínunnar gengju á mest 10 mínútna fresti og niður í 5-7 mínútna fresti á annatímum. Þá væru sér akreinar fyrir vagnana þannig að engar tafir yrðu á áætlun vagnanna þrátt fyrir að keyra á annatímum.

Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan.
Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. mbl.is/Ófeigur

Til viðbótar við hraðvagnana sagði Lilja mikilvægt að strætókerfið yrði aðlagað að borgarlínunni þannig að strætóleiðir færu inn í hverfin og þjónustuðu svæði sem borgarlínan næði ekki til. Þá væri mikilvægt að almennir strætisvagnar myndu þvera borgarlínukerfið til að koma í veg fyrir langan ferðatíma milli svæða sem eru landfræðilega nálægt. Á fundinum var nefnt dæmi um Kórahverfi í Kópavogi og Fellahverfi í Breiðholti, en miðað við tillögur um borgarlínuna ná línur upp í bæði hverfin, en til að fara þar á milli þyrfti að fara fyrst niður í Mjódd. Lilja sagði að í nýju kerfi myndu venjulegir strætisvagnar væntanlega tengja slíka staði saman.

Beita mismunandi líkönum til að reikna hagkvæmni

Lilja hefur unnið að svipuðum verkefnum í Noregi og víðar í Evrópu. Tók hún dæmi um greiningu vegna uppbyggingar í Bergen í Noregi þar sem notast var við lykiltölur úr sambærilegum kerfum víða úr Evrópu. Sagði hún að fyrir hraðvagnakerfi eins og horft sé til hér á landi, sé miðað við 1.000 farþega á hvern kílómetra meðfram kerfinu. Þegar komið sé upp í 2.000 íbúa á hvern kílómetra sé kominn grundvöllur til að skoða léttlestakerfi og þegar þeir séu yfir 3.500 sé það skýrt dæmi um að léttlestirnar séu góður valkostur. Annað viðmið sé fjöldi íbúa á upptökusvæði hverrar stoppistöðvar, en það mælist í 400 metra radíus frá borgarlínunni.

Samkvæmt mati sem unnið var á af danska ráðgjafafyrirtækisins COWI vegna verkefnisins eru sumar strætólínur kerfisins nálægt lægra viðmiði fyrir léttlestarkerfi um farþega á hvern kílómetra í svokölluðu ferðamyndunarlíkani, meðal annars frá miðbæ Reykjavíkur upp í Ártún. Þegar annað líkan, svokallað teygnilíkan, er notað kemst engin lína hins vegar nærri þeirri tölu. Ef hins vegar er horf til fjölda íbúa á upptökusvæðum sést að þeir eru rúmlega 1.200 upp í rúmlega 3.500 á hvern kílómetra kerfisins og með uppbyggingamöguleikum er fjöldinn um 3.000 til 5.000.

Hægt er að skoða nánar niðurstöður mismunandi líkana og greininguna á vef SSH.

Rökin hallast að uppbyggingu hraðvagnakerfis

Allt þetta bendir til þess samkvæmt skýrslu COWI að léttvagnakerfi sé ákjósanlegasti kosturinn. Það kallar þó á ýmsar breytingar á skipulagi og jafnvel auka gjaldheimtu á einkabíla.

„Rökin hallast því átt að því að byggja hraðvagnakerfi og styðja vel við það með örðum aðgerðum til að auka við farþegafjöldan og byggja upp sterkari farþegagrunn, þannig að til lengri tíma litið sé mögulega hægt að breyta kerfinu í léttlestarkerfi. Þetta þýðir að styðja þarf við Borgarlínu með þéttingu byggðar (samgöngumiðað skipulag) í kringum hágæða stoppistöðvar þar sem forgangur er fyrir almenningssamgöngur á kostnað einkabílaumferðar. Jafnframt þarf bílastæðastefna að vera ströng með færri bílastæðum og aukinni gjaldheimtu, aðgengi gangandi og hjólandi þarf að vera mjög gott og strætókerfið þarf að styðja við Borgarlínuna til að vel takist til og markmið um fjölgun farþega í almenningssamgöngum náist,” segir í niðurstöðum greiningarinnar.

Ekki allir sáttir með hugmyndina

Ekki voru þó allir fundargestir sáttir með hugmyndirnar og sagði einn þeirra að réttara væri að lagfæra strætisvagnakerfið fyrst áður en settar væru fram „skýjaborgir“ eins og borgarlínan. Svöruðu forsvarsmenn verkefnisins því til að í grunninn væri borgarlínan uppfærsla á strætókerfinu sem í dag væri komið að þanmörkum vegna annarrar umferðar.

Þá gagnrýndi einn fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki væri horft til vaxtarsvæða eins og meðfram Reykjanesbraut frá Hafnarfirði í gegnum Garðabæ og Kópavog og út í Sundahverfi. Tóku nokkrir aðrir fundarmenn undir þá gagnrýni. Var því svarað að gerð hefði verið könnun á hagkvæmni þessarar leiðar, en hún talin mjög óhagkvæm fram til ársins 2040 miðað við vænta uppbyggingu.

Bílastæði verða strætóakreinar og Hverfisgata fyrir almenningssamgöngur

Íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur gagnrýndi einnig framsetningu kynningarinnar og sagði að til að gera hana trúverðuga vantaði að sýna hvernig fara ætti í gegnum helstu flöskuhálsana sem lægju fyrir. Nefni hann sérstaklega Hringbraut vestan Háskóla Íslands og miðbæinn. Fékk hann þau svör að um væri að ræða breytingar á svæðisskipulagi og fyrst þyrfti að vinna það áður en farið yrði í nákvæma útlistun á ákveðnum svæðum. Slíkt væri mögulegt, en slík vinna væri gríðarlega kostnaðarsöm fyrir öll svæði áður en tekin væri ákvörðun um verkefnið. Lilja bætti því þó við að ekki væri horft til þess að fækka núverandi akreinum, heldur væri frekar horft til þess að nota núverandi bílastæði við götur eins og Hringbraut. Þá væri framtíðarhugmyndin sú að t.d. Hverfisgata yrði að almenningssamgöngugötu.

mbl.is

Innlent »

„Hótaði að taka þingið í gíslingu“

00:36 Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sakar Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, um að hafa beitt ógeðfelldum brögðum til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok, og hótað að taka þingið í gíslingu féllust menn ekki á vilja hans. Meira »

Hellirigning á Suðurlandi

Í gær, 23:19 Spár gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í kvöld og rigningu, hvassast við suðurströndina. Gert er ráð fyrir 20 m/s í Vestmannaeyjum fyrri hluta nætur. Meira »

Hallbera situr í dómnefnd

Í gær, 22:33 Sendiráð Svíþjóðar hvetur ungt fólk til að velta jafnrétti fyrir sér en sænska ríkisstjórnin er sú fyrsta í heimi með feminíska utanríkismálastefnu. Þau efna því til leiks í tengslum við komu Zöru Larsson til landsins. Hallbera mun sitja í dómnefnd ásamt Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu. Meira »

„Lengi getur vont versnað“

Í gær, 22:21 „Í grófum dráttum má segja að tvær leiðir hafi verið færar. Annars vegar að takmarka málafjöldann sem mest, og ljúka þinginu á 1-2 dögum. Hins vegar að setja þingfund og hefja vinnu við þessi helstu mál og bæta svo við stjórnarskrá og eftir atvikum öðru sem þingmenn vildu ræða.“ Meira »

„Fer ekkert á milli mála“

Í gær, 22:17 „Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“ Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli. Sjá má myndband frá sprengingu duflsins í fréttinni. Meira »

„Galið“ að afgreiða málið í tímapressu

Í gær, 22:13 „Það var okkar mat að það væri alveg galið að ætla sér í tímapressu á allra síðustu dögum fyrir kosningar að setja inn ákvæði af þessu tagi,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Í gær, 20:41 Ungur maður kastaðist út úr bifreið sinni í alvarlegu bílslysi á Austurlandi síðdegis í dag. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglu bar að garði og var fluttur með sjúkrabíl til Vopnafjarðar. Meira »

Þurfum að hætta að breyta nemendum

Í gær, 20:43 „Nemendur búa yfir ólíkri hæfni og áhugasvið þeirra eru misjöfn. Við þurfum að aðlaga skólakerfið að nemendum í stað þess að reyna stöðugt að breyta þeim.“ Þetta segir Edda Óskarsdóttir um skólakerfið en hún varði nýverið doktorsritgerð sína um nám án aðgreiningar. Meira »

Útrýma hættu af Hádegissteini

Í gær, 20:15 Ákveðið hefur verið vinna að því að útrýma þeirri hættu sem talið er að stafi af Hádegissteini í Hnífsdal. Þetta ákvað bæjarráð Ísafjarðarbæjar á fundi í morgun. Steinninn verður annað hvort sprengdur eða festur niður. Meira »

Sækir fisk í soðið í Djúpavík

Í gær, 20:12 „Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Meira »

Innköllunarkerfinu ekki breytt

Í gær, 20:10 Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi innköllunarkerfis heilsugæslunnar þrátt fyrir að sóttvarnarlæknir segi kerfið ófullnægjandi og telji það eigan stóran þátt í þátttaka í bólusetningum barna við 12 mánaða og 4 ára aldur hafi dregist saman á milli ára. Meira »

Sjálfstæðismenn þeir einu sem voru á móti

Í gær, 20:05 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að hún hafi lagt það til á fundi formanna flokka á Alþingi í dag að sameinast yrði um nýtt breytingaaákvæði við stjórnarskrá. Meira »

Kennir túlkun tarotspila

Í gær, 19:45 Spinna örlaganornirnar örlög okkar eða höfum við sjálf eitthvað um framtíð okkar að segja? Guðrún Tinna Thorlacius, markþjálfi og hómópati, er ekki svo viss um að Urður, Verðandi og Skuld sitji sveittar saman að spinna örlög manna, en hún segir að ástæða sé fyrir öllum okkar ákvörðunum. Hún hefur því einsett sér að kenna fólki að setja sér markmið og læra að þekkja þá braut sem það er á og leiðrétta ef þörf reynist. Ein leið er að hennar sögn að nýta sér aðstoð svokallaðra tarotspila. Meira »

Listræn ljósmóðir sem málar og skrifar

Í gær, 18:58 „Nei alls ekki, þetta er bara áhugamál,“ segir Inga María Hlíðar Thorsteinson hjúkrunarfræðingur spurð um myndlist sína en hún hefur málað og haldið myndlistarsýningu þrátt fyrir að hafa í nægu að snúast bæði í námi og starfi sem hjúkrunarfræðingur og nú verðandi ljósmóðir. Meira »

Greiða Guðmundi tvær og hálfa milljón

Í gær, 18:34 „Málinu er lokið með því að við greiðum 2,5 milljónir í málskostnað og miskabætur,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins í samtali við mbl.is. RÚV mun greiða Guðmundi Spartakusi tvær og hálfa milljón vegna ummæla í sjö fréttum í miðlum RÚV í fyrra. Meira »

Brottvísun geti valdið óafturkræfu tjóni

Í gær, 19:17 „Það er því alveg ljóst að öryggi og velferð fjölskyldunnar er hætta búin verði henni vísað frá Íslandi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fimm manna fjölskyldu frá Gana. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í dag ákvörðun Útlendingastofnunar um að fjölskyldan skuli yfirgefa landið. Meira »

Allir flokkar nema tveir náðu samkomulagi

Í gær, 18:39 Samkomulag liggur fyrir á milli allra flokka nema Samfylkingar og Pírata um lok þingstarfa á Alþingi. Þeir tveir flokkar setja sig hins vegar ekki upp á móti þeim málum sem verða sett á dagskrá á þingfundi sem boðaður verður á morgun. Meira »

Gæsluvarðhald vegna gruns um peningaþvætti

Í gær, 18:21 Hæstiréttur staðfesti í dag að nígerískur karlmaður skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um peningaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 19. október. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...