Önnur umferð Marple-málsins hafin

Frá héraðsdómi í morgun. Allir sakborningar í málinu voru mættir …
Frá héraðsdómi í morgun. Allir sakborningar í málinu voru mættir í dómsal.

Aðalmeðferð í annað skiptið í Marple-málinu svokallaða hófst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Allir hinna ákærðu í málinu voru viðstaddir þinghaldið. Áætlað er að aðalmeðferðin muni taka fimm daga. Áður hafði héraðsdómur dæmt tvo fyrrum starfsmenn Kaupþings í fangelsi vegna málsins og einn viðskiptavin bankans. Hæstiréttur ógilti síðar niðurstöðu héraðsdóms í málinu og vísaði því aftur í hérað.

Í ákæru sér­staks sak­sókn­ara eru þau Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, sögð hafa skipu­lagt og fram­kvæmt fjár­drátt og umboðssvik með því að hafa fært um 8 millj­arða úr sjóðum Kaupþings til fé­lags­ins Marple Hold­ing S.A. SPF. Fé­lagið er skráð í Lúx­em­borg, en það er í eigu fjár­fest­is­ins Skúla Þor­valds­son­ar. Var Skúli einn af stærstu viðskipta­vin­um bank­ans fyr­ir fall bank­ans og í stóra markaðsmis­notk­un­ar­mál­inu var meðal ann­ars ákært fyr­ir lán­veit­ing­ar til fé­lags í hans eigu. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings í Lúx­em­borg, er í mál­inu ákærður fyr­ir hlut­deild í fjár­drætti og umboðssvik­um, meðan Skúli er ákærður fyr­ir hylm­ingu.

Vísaði rétt­ur­inn til þess að sér­fróðan meðdóms­mann í mál­inu brysti hæfi, einkum vegna um­mæla og at­hafna á sam­fé­lags­miðlum þar sem hann lýsti ein­dreg­inni af­stöðu sinni um mál­efni bank­ans og stjórn­enda hans.

Sím­on Sig­valds­son héraðsdóm­ari er dóms­formaður máls­ins eins og við fyrri um­ferð þess en Kristrún Krist­ins­dótt­ir verður meðdóm­ari og Jón Hreins­son sér­fróður meðdóm­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert