Sýknuð af kröfum húsfélagsins

Hæstiréttur íslands.
Hæstiréttur íslands. mbl.is/Þórður Arnar

Hæstiréttur hefur sýknað hjón sem eru eigendur þriggja íbúða við Vatnsstíg í Skuggahverfinu af kæru húsfélags, sem vildi fá staðfest að hjónunum væri óheimilt að reka gististað í húsinu án samþykkis allra félagsmanna. Héraðsdómur hafði dæmt húsfélaginu í vil.

Forsaga málsins er sú að Húsfélagið 101 Skuggahverfi-1 stefndi hjónum sem eru eigendur þriggja íbúða að Vatnstíg 15, 19 og 21. Íbúar kvörtuðu undan ónæði sem hefur hlotist af skammtímaútleigu á íbúðunum. 

Húsfélagið nær yfir húsasamstæðurnar að Lindargötu 31 og 33, Vatnsstíg 13, 15, 17, 19 og 21 og Skúlagötu 12 en um er að ræða sjö hús með 79 íbúðum og eru eigendur þeirra 112 talsins.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að þar sem Vatnsstígur 15, 19 og 21 séu sjálfstæðar húsfélagsdeildir innan húsfélagsins geti ekki komið til álita að hjónin þurfi að leita samþykkis félagsmanna húsfélagsins í heild sinni, þar sem einhverjir þeirra stæðu utan umræddra húsfélagsdeilda.

Í dómi Hæstaréttar var húsfélaginu jafnframt gert að greiða áfrýjendum tvær og hálfa milljón króna í málskostnað fyrir héraði og fyrir Hæstarétt. 

Hér er dómur Hæstaréttar Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert