Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum?

Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann ...
Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann bláleita fiskbita í hverfinu. mbl.is/Golli

„Ég fann þessa fiskbita við ruslatunnu við undirgöng undir húsinu þar sem ég bý. Þetta var inni á svona hálfgerðum kattastíg,“ segir Björk Emilsdóttir, árvökull íbúi við Bræðraborgarstíg, sem í síðustu viku rak augun í nokkra fiskbita er virtust vera mengaðir með frostlegi. Miðað við hvernig þeim var komið fyrir, á stað sem fjöldi katta sækir í, má ætla að tilgangurinn hafi verið að eitra fyrir köttum.

Slík mál hafa reglulega komið upp hér á landi. mbl.is greindi til að mynda frá því á síðasta ári að minnsta kosti átta kettir á Suður- og Austurlandi hefðu drepist vegna eitrunar. Í nokkrum málanna þótti sannað að köttunum hefði verið byrlað eitur með því gefa þeim mat sem búið var að sprauta með frostlegi. Þá kærði Matvælastofnun mál til lögreglu síðastliðið haust, sem snéri að meintri eitrun fyrir ketti á Selfossi. Grunur lék á því að eitrað hefði verið fyrir kettinum með því að blanda frostlegi við fæðu sem hann komst í.

Þegar Björk gekk fram á fiskbitana í Vesturbænum áttaði hún sig ekki strax á því hvað var þarna á ferðinni. Henni brá hins vegar mikið þegar henni varð það ljóst. „Ég potaði í þetta og sá að þetta var fiskur. Ég tók bitana upp og henti þeim. Svo labbaði ég um hverfið til að kanna hvort ég fyndi fleiri bita, en sá sem betur fer enga. Ég á sjálf kött sem er innköttur og ég er fegin að hann er ekki að þvælast þarna,“ segir Björk. Hún er mikill kattavinur og gefur sér oft tíma til að spjalla við og klappa köttunum í hverfinu, en líklega er það ástæðan fyrir því að hún tók eftir fisknum. „Ég var að tala við ketti í hverfinu og var í svona kattagír. Ég held að maður þurfi nefnilega vera í þannig gír til að taka eftir svona.“

Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með ...
Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með frostlegi. Björk Emilsdóttir

Björk birti mynd af fiskbitunum inni í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar til að vara kattaeigendur við þessari hættu í hverfinu. Í kjölfarið hafði kona samband við hana sem missti nýlega tvo ketti. Annar týndist og hinn kom sárþjáður heim. „Hún vissi auðvitað ekki hvað hafði gerst en þegar hún sá færsluna mína þá fór hana að gruna að það gæti hafa verið eitrað fyrir honum.“

Kötturinn fékk nýrnabilun og dó

Inga Heiða Hjörleifsdóttir, íbúi í Vesturbænum, fékk áfall þegar hún sá færsluna um fiskinn, en kötturinn hennar veiktist fyrir skömmu og dó. Hann var aðeins 7 ára. „Það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvort að það hafi verið eitrað fyrir honum, en hann dó eftir að hafa fengið svona einkenni, eins og fylgja  nýrna- og lifrabilun, og ældi mikið í aðdraganda þess. Engir sýklalyfjakúrar virkuðu,“ segir Inga Heiða í samtali við mbl.is, en kötturinn hennar var í tveggja vikna meðferð hjá Dýralæknastofu Dagfinns áður en hann dó.

„Þau geta aldrei verið viss um hvort þetta er eitrun eða eitthvað annað, því allt kerfið í þeim; magi, lifur og nýru, er samofið, en hún nefndi að það væri möguleiki,“ segir hún vísar til orða læknisins sem meðhöndlaði köttinn hennar.

Inga Heiða hafði ekki heyrt um slík tilfelli og hugsaði því ekki meira út þennan möguleika fyrr en hún sá færsluna í Facebook-hóp Vesturbæjar. Nú læðist að henni sá grunur að eitrað hafi verið fyrir kettinum hennar.

Deyja kvalarfullum dauðdaga

Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Víðidal, segir það mjög alvarlegt mál ef einhver hefur vísvitandi skilið eftir fisk mengaðan með frostlegi á víðavangi, í þeim tilgangi að skaða ketti. En því miður komi slík mál reglulega upp.

„Frostlögur veldur miklum eitrunaráhrifum hjá köttum og líka hundum auðvitað. Efnið í honum ræðst á nýrun og eyðileggur þau. Það verður bráð nýrnabilun og dýrin deyja mjög kvalarfullum dauðdaga ef ekki er gripið inn í strax.“

Ef dýri, sem grunur leikur á að hafi innbyrt frostlög, er strax komið til dýralæknis er hægt að reyna hreinsun með innskolunarvökva og losa þannig eitrið út, að sögn Lísu. „Því miður uppgötvast svona yfirleitt of seint. Við fengum eitt svona tilfelli til okkar um daginn, en það var því miður of seint.“

Aðspurð segir Lísa það hins vegar oft erfitt að skera úr um hvort dýr hafi veikst eða drepist vegna eitrunar. Leikur hins vegar minnsti grunur á eitrun er dýrið meðhöndlað þannig.

„Við skulum svo alveg hafa það á hreinu á það er mjög ábyrgðarlaust og alveg hræðilegt ef einhver er að gera svona vísvitandi og af ásetningi. Það er sætur keimur og lykt af frostleginum og þess vegna sækja dýrin í hann“ segir Lísa sem bendir á að frostlögur sé yfirleitt blár eða rauður á litinn og geti því einnig vakið athygli barna og þótt spennandi. Þrátt fyrir að vera ekki barnalæknir getur hún rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á börn að innbyrða frostlög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Tvöfalt fleiri með geðraskanir

05:30 Nýgengi örorku vegna geðraskana hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 2016 en með nýgengi örorku er átt við fjölda einstaklinga sem fá sitt fyrsta 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins, miðað við dagsetningu úrskurðar. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...