Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum?

Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann ...
Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann bláleita fiskbita í hverfinu. mbl.is/Golli

„Ég fann þessa fiskbita við ruslatunnu við undirgöng undir húsinu þar sem ég bý. Þetta var inni á svona hálfgerðum kattastíg,“ segir Björk Emilsdóttir, árvökull íbúi við Bræðraborgarstíg, sem í síðustu viku rak augun í nokkra fiskbita er virtust vera mengaðir með frostlegi. Miðað við hvernig þeim var komið fyrir, á stað sem fjöldi katta sækir í, má ætla að tilgangurinn hafi verið að eitra fyrir köttum.

Frétt mbl.is: Mögulega eitrað fyrir ketti

Slík mál hafa reglulega komið upp hér á landi. mbl.is greindi til að mynda frá því á síðasta ári að minnsta kosti átta kettir á Suður- og Austurlandi hefðu drepist vegna eitrunar. Í nokkrum málanna þótti sannað að köttunum hefði verið byrlað eitur með því gefa þeim mat sem búið var að sprauta með frostlegi. Þá kærði Matvælastofnun mál til lögreglu síðastliðið haust, sem snéri að meintri eitrun fyrir ketti á Selfossi. Grunur lék á því að eitrað hefði verið fyrir kettinum með því að blanda frostlegi við fæðu sem hann komst í.

Frétt mbl.is: „Dýrin líða vítiskvalir“

Þegar Björk gekk fram á fiskbitana í Vesturbænum áttaði hún sig ekki strax á því hvað var þarna á ferðinni. Henni brá hins vegar mikið þegar henni varð það ljóst. „Ég potaði í þetta og sá að þetta var fiskur. Ég tók bitana upp og henti þeim. Svo labbaði ég um hverfið til að kanna hvort ég fyndi fleiri bita, en sá sem betur fer enga. Ég á sjálf kött sem er innköttur og ég er fegin að hann er ekki að þvælast þarna,“ segir Björk. Hún er mikill kattavinur og gefur sér oft tíma til að spjalla við og klappa köttunum í hverfinu, en líklega er það ástæðan fyrir því að hún tók eftir fisknum. „Ég var að tala við ketti í hverfinu og var í svona kattagír. Ég held að maður þurfi nefnilega vera í þannig gír til að taka eftir svona.“

Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með ...
Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með frostlegi. Björk Emilsdóttir

Björk birti mynd af fiskbitunum inni í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar til að vara kattaeigendur við þessari hættu í hverfinu. Í kjölfarið hafði kona samband við hana sem missti nýlega tvo ketti. Annar týndist og hinn kom sárþjáður heim. „Hún vissi auðvitað ekki hvað hafði gerst en þegar hún sá færsluna mína þá fór hana að gruna að það gæti hafa verið eitrað fyrir honum.“

Kötturinn fékk nýrnabilun og dó

Inga Heiða Hjörleifsdóttir, íbúi í Vesturbænum, fékk áfall þegar hún sá færsluna um fiskinn, en kötturinn hennar veiktist fyrir skömmu og dó. Hann var aðeins 7 ára. „Það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvort að það hafi verið eitrað fyrir honum, en hann dó eftir að hafa fengið svona einkenni, eins og fylgja  nýrna- og lifrabilun, og ældi mikið í aðdraganda þess. Engir sýklalyfjakúrar virkuðu,“ segir Inga Heiða í samtali við mbl.is, en kötturinn hennar var í tveggja vikna meðferð hjá Dýralæknastofu Dagfinns áður en hann dó.

„Þau geta aldrei verið viss um hvort þetta er eitrun eða eitthvað annað, því allt kerfið í þeim; magi, lifur og nýru, er samofið, en hún nefndi að það væri möguleiki,“ segir hún vísar til orða læknisins sem meðhöndlaði köttinn hennar.

Inga Heiða hafði ekki heyrt um slík tilfelli og hugsaði því ekki meira út þennan möguleika fyrr en hún sá færsluna í Facebook-hóp Vesturbæjar. Nú læðist að henni sá grunur að eitrað hafi verið fyrir kettinum hennar.

Deyja kvalarfullum dauðdaga

Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Víðidal, segir það mjög alvarlegt mál ef einhver hefur vísvitandi skilið eftir fisk mengaðan með frostlegi á víðavangi, í þeim tilgangi að skaða ketti. En því miður komi slík mál reglulega upp.

„Frostlögur veldur miklum eitrunaráhrifum hjá köttum og líka hundum auðvitað. Efnið í honum ræðst á nýrun og eyðileggur þau. Það verður bráð nýrnabilun og dýrin deyja mjög kvalarfullum dauðdaga ef ekki er gripið inn í strax.“

Ef dýri, sem grunur leikur á að hafi innbyrt frostlög, er strax komið til dýralæknis er hægt að reyna hreinsun með innskolunarvökva og losa þannig eitrið út, að sögn Lísu. „Því miður uppgötvast svona yfirleitt of seint. Við fengum eitt svona tilfelli til okkar um daginn, en það var því miður of seint.“

Aðspurð segir Lísa það hins vegar oft erfitt að skera úr um hvort dýr hafi veikst eða drepist vegna eitrunar. Leikur hins vegar minnsti grunur á eitrun er dýrið meðhöndlað þannig.

„Við skulum svo alveg hafa það á hreinu á það er mjög ábyrgðarlaust og alveg hræðilegt ef einhver er að gera svona vísvitandi og af ásetningi. Það er sætur keimur og lykt af frostleginum og þess vegna sækja dýrin í hann“ segir Lísa sem bendir á að frostlögur sé yfirleitt blár eða rauður á litinn og geti því einnig vakið athygli barna og þótt spennandi. Þrátt fyrir að vera ekki barnalæknir getur hún rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á börn að innbyrða frostlög.

mbl.is

Innlent »

Engin merki um gosóróa

10:04 „Við sjáum engan gosóróa á þeim stöðvum sem liggja að strandlínunni. Við teljum því ólíklegt að þarna sé gos. Þetta er frekar jarðskjálftahrina tengd rekbeltinu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um jarðskjálftahrinu út af Kolbeinseyjarhrygg í gærkvöldi. Meira »

Talaði íslensku við farþegana

08:59 Fólki fellur það misjafnlega vel í geð að fljúga landa á milli og þá getur áhöfn vélarinnar oft skipt sköpum.  Meira »

Endurskoða samninga við Fjallið

08:00 Styrktarsamningar Hafþórs Júlíusar Björnssonar, sem jafnan er kallaður Fjallið, við að minnsta kosti tvö fyrirtæki eru til skoðunar eftir viðtal sem Fréttablaðið tók við fyrrverandi kærustu og barnsmóður Hafþórs, Thelmu Björk Steimann. Meira »

Búi keppir erlendis

07:30 Íslenska stuttmyndin Búi, sem leikstýrt er af Ingu Lísu Middleton, keppir á kvikmyndahátíðunum Nordic Panorama í Malmö og Alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu í flokki 6-9 ára. Myndin er framleidd af ZikZak Filmworks. Meira »

Skjálftahrinan enn í gangi

07:08 Skjálftahrina sem stóð yfir í gær er enn í gangi. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, upptök þeirra eru rúmlega 230 km norður af Melrakkasléttu, á Kolbeinseyjarhrygg. Meira »

Eldur í ruslagámi í Álfheimum

06:49 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í ruslagámi við Álfheima 4 um hálftvöleytið í nótt en talsverður eldur var í gámnum þegar slökkviliðið kom á vettvang. Meira »

Hélt partý án leyfis húsráðenda

06:22 Lögreglan handtók ungan mann í annarlegu ástandi í Grafarvogi í gærkvöldi en hann hafði verið með partý og læti á heimili í hverfinu. Maðurinn býr ekki í íbúðinni og hafði ekki leyfi frá húsráðanda til þess að halda partý. Meira »

Jafnvel von á eldingum síðdegis

06:47 Fremur hæg vestlæg átt á landinu næstu daga. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert og hiti í kringum 10 stig. Bjartara yfir fyrir austan og allt að 17 stiga hiti þegar best lætur, en þar má búast við vaxandi skúramyndun þegar líður á daginn með allgóðum skúraklökkum síðdegis og jafnvel stöku eldingum. Meira »

Stal síma af barni

06:16 Farsíma var stolið af tólf ára gömlum dreng við Sundlaugaveg um níuleytið í gærkvöldi. Eldri drengur, 16 til 18 ára, bað drenginn um að lána sér símann en hljóp síðan á brott með hann. Meira »

Neyðarbrautinni hefur verið lokað

05:30 Samgöngustofa hefur staðfest við Morgunblaðið að svokölluð neyðarflugbraut á Reykjavíkurflugvelli, 06/24, er lokuð.  Meira »

Einungis helmingur kemst að í HR

05:30 Um 2.900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir næsta skólaár. Búist er við að um 1.400 nýnemar hefji nám í haust og því ljóst að mun færri komast að en vilja. Meira »

Þúsundir flytja til Íslands

05:30 Vinnumálastofnun áætlar að um þrjú þúsund manns komi til Íslands á vegum starfsmannaleiga í ár. Það yrði tvöföldun milli ára. Að auki áætlar stofnunin að um þúsund útsendir starfsmenn komi hingað til lands í ár. Meira »

Harpa ekki lengur miðpunktur

05:30 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður með breyttu sniði í ár þar sem Harpa verður ekki lengur miðpunktur hennar og aðaltónleikastaður, þó að tvennir stórir tónleikar verði haldnir í Eldborg. Meira »

Nótt í nafni Foringjanna

Í gær, 22:33 Ferill rokksveitarinnar Foringjanna spannaði fjögur ár í lok níunda áratugarins. Þeir unnu sér meðal annars til frægðar að hita upp fyrir Bonnie Tyler í Laugardalshöllinni og síðar glysgoðin í þungarokkssveitinni Kiss í Reiðhöllinni í Víðidal. Meira »

„Þetta er stór áfangi“

Í gær, 21:13 „Þetta er mikill gleðidagur,“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, í tilefni þess að framkvæmdir hófust við 220 leigueiningar sem áætlað er að verði tilbúnar til búsetu skólaárið 2019-2020. Meira »

Kenndi Joey í Friends á vélsög

Í gær, 23:48 Norski smiðurinn Torfinn Aamodt var fenginn til þess að aðstoða Matt LeBlanc og félaga í sjónvarpsþættinum Top Gear í Noregi. Hlutverk Aamodt, sem á íslenska kærustu, var að kenna á vélsög sem notuð var við tökur á þættinum. Meira »

Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg

Í gær, 22:20 Skjálftahrina mældist um 230 km norður af Melrakkasléttu á Kolbeinseyjarhrygg í dag. Tveir skjálftanna voru um 4 að stærð og sjö yfir 3. Meira »

Í heimi eldfjalla og jarðhræringa

Í gær, 20:53 „Við viljum fá skynjunina af stað hjá fólki og láta það finna að það er nálægt öllum þessu sterku náttúruöflum,“ segir Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri hjá Lava, um eldfjalla- og jarðsögusýninguna sem opnaði nýverið á Hvolsvelli. mbl.is kom við á sýningunni sem er að stórum hluta gagnvirk. Meira »
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Húsnæði óskast í sumar í Hafnarfirði.
Húsnæði óskast í júlí og ágúst í Hafnarfirði, 3 svefnherbergi. Vinsamlegast ha...
Skoda Octavia. 2015 - EK 28þús. METAN/BENSÍN. Tilboð
Til sölu Skoda Octavia árg. 2015, beinsk., ekinn 28 þús, metan/bensín. Verð 3.10...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf aldraða
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Foroya landstýri announcement
Tilkynningar
Announcement Føroya Landsstýri - ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...