Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum?

Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann ...
Kattaeigendur í Vesturbænum eru óttaslegnir eftir að athugull íbúi fann bláleita fiskbita í hverfinu. mbl.is/Golli

„Ég fann þessa fiskbita við ruslatunnu við undirgöng undir húsinu þar sem ég bý. Þetta var inni á svona hálfgerðum kattastíg,“ segir Björk Emilsdóttir, árvökull íbúi við Bræðraborgarstíg, sem í síðustu viku rak augun í nokkra fiskbita er virtust vera mengaðir með frostlegi. Miðað við hvernig þeim var komið fyrir, á stað sem fjöldi katta sækir í, má ætla að tilgangurinn hafi verið að eitra fyrir köttum.

Slík mál hafa reglulega komið upp hér á landi. mbl.is greindi til að mynda frá því á síðasta ári að minnsta kosti átta kettir á Suður- og Austurlandi hefðu drepist vegna eitrunar. Í nokkrum málanna þótti sannað að köttunum hefði verið byrlað eitur með því gefa þeim mat sem búið var að sprauta með frostlegi. Þá kærði Matvælastofnun mál til lögreglu síðastliðið haust, sem snéri að meintri eitrun fyrir ketti á Selfossi. Grunur lék á því að eitrað hefði verið fyrir kettinum með því að blanda frostlegi við fæðu sem hann komst í.

Þegar Björk gekk fram á fiskbitana í Vesturbænum áttaði hún sig ekki strax á því hvað var þarna á ferðinni. Henni brá hins vegar mikið þegar henni varð það ljóst. „Ég potaði í þetta og sá að þetta var fiskur. Ég tók bitana upp og henti þeim. Svo labbaði ég um hverfið til að kanna hvort ég fyndi fleiri bita, en sá sem betur fer enga. Ég á sjálf kött sem er innköttur og ég er fegin að hann er ekki að þvælast þarna,“ segir Björk. Hún er mikill kattavinur og gefur sér oft tíma til að spjalla við og klappa köttunum í hverfinu, en líklega er það ástæðan fyrir því að hún tók eftir fisknum. „Ég var að tala við ketti í hverfinu og var í svona kattagír. Ég held að maður þurfi nefnilega vera í þannig gír til að taka eftir svona.“

Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með ...
Bláleitir fiskbitar fundust við Bræðaborgarstíg. Líklega var fiskurinn mengaður með frostlegi. Björk Emilsdóttir

Björk birti mynd af fiskbitunum inni í Facebook-hóp fyrir íbúa Vesturbæjar til að vara kattaeigendur við þessari hættu í hverfinu. Í kjölfarið hafði kona samband við hana sem missti nýlega tvo ketti. Annar týndist og hinn kom sárþjáður heim. „Hún vissi auðvitað ekki hvað hafði gerst en þegar hún sá færsluna mína þá fór hana að gruna að það gæti hafa verið eitrað fyrir honum.“

Kötturinn fékk nýrnabilun og dó

Inga Heiða Hjörleifsdóttir, íbúi í Vesturbænum, fékk áfall þegar hún sá færsluna um fiskinn, en kötturinn hennar veiktist fyrir skömmu og dó. Hann var aðeins 7 ára. „Það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvort að það hafi verið eitrað fyrir honum, en hann dó eftir að hafa fengið svona einkenni, eins og fylgja  nýrna- og lifrabilun, og ældi mikið í aðdraganda þess. Engir sýklalyfjakúrar virkuðu,“ segir Inga Heiða í samtali við mbl.is, en kötturinn hennar var í tveggja vikna meðferð hjá Dýralæknastofu Dagfinns áður en hann dó.

„Þau geta aldrei verið viss um hvort þetta er eitrun eða eitthvað annað, því allt kerfið í þeim; magi, lifur og nýru, er samofið, en hún nefndi að það væri möguleiki,“ segir hún vísar til orða læknisins sem meðhöndlaði köttinn hennar.

Inga Heiða hafði ekki heyrt um slík tilfelli og hugsaði því ekki meira út þennan möguleika fyrr en hún sá færsluna í Facebook-hóp Vesturbæjar. Nú læðist að henni sá grunur að eitrað hafi verið fyrir kettinum hennar.

Deyja kvalarfullum dauðdaga

Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Víðidal, segir það mjög alvarlegt mál ef einhver hefur vísvitandi skilið eftir fisk mengaðan með frostlegi á víðavangi, í þeim tilgangi að skaða ketti. En því miður komi slík mál reglulega upp.

„Frostlögur veldur miklum eitrunaráhrifum hjá köttum og líka hundum auðvitað. Efnið í honum ræðst á nýrun og eyðileggur þau. Það verður bráð nýrnabilun og dýrin deyja mjög kvalarfullum dauðdaga ef ekki er gripið inn í strax.“

Ef dýri, sem grunur leikur á að hafi innbyrt frostlög, er strax komið til dýralæknis er hægt að reyna hreinsun með innskolunarvökva og losa þannig eitrið út, að sögn Lísu. „Því miður uppgötvast svona yfirleitt of seint. Við fengum eitt svona tilfelli til okkar um daginn, en það var því miður of seint.“

Aðspurð segir Lísa það hins vegar oft erfitt að skera úr um hvort dýr hafi veikst eða drepist vegna eitrunar. Leikur hins vegar minnsti grunur á eitrun er dýrið meðhöndlað þannig.

„Við skulum svo alveg hafa það á hreinu á það er mjög ábyrgðarlaust og alveg hræðilegt ef einhver er að gera svona vísvitandi og af ásetningi. Það er sætur keimur og lykt af frostleginum og þess vegna sækja dýrin í hann“ segir Lísa sem bendir á að frostlögur sé yfirleitt blár eða rauður á litinn og geti því einnig vakið athygli barna og þótt spennandi. Þrátt fyrir að vera ekki barnalæknir getur hún rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hafi á börn að innbyrða frostlög.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Fara fram á lögbann á afhendingu gagna

12:11 Fyrirtækið Lagardère Travel Retail, sem rekur fimm veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, hefur farið fram á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setji lögbann á afhendingu Isavia á gögnum í tengslum við forval um leigu á aðstöðu undir verslunar- og veitingarekstur í flugstöðinni árið 2014. Meira »

Styrkumsóknirnar aldrei áður svo margar

11:31 Miðstöð íslenskra bókmennta bárust 30% fleiri umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku í ár en í fyrra.  Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

MAST undirbýr aðgerðir vegna riðu

12:05 Riðuveiki, sem hefur verið staðfest á búi í Svarfaðardal, er fyrsta tilfellið sem greinist á Norðurlandi eystra síðan 2009 en þá greindist riðuveiki á bænum Dæli í Svarfaðardal. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Meira »

Krafan komin „verulega frá“ 20%

11:25 Formaður Flugvirkjafélags Íslands segir kröfu um 20% launahækkun flugvirkja hjá Icelandair hafa kannski verið lagða fram „á einhverjum tímapunkti fyrir langalöngu“. „Hún hljóðaði einhvers staðar þar um kring en hún er komin verulega frá því,“ segir Óskar Einarsson. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Iðnaðarhúsnæði óskast
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...