Eldur í íbúðarhúsi í Sandgerði

Mikill eldur kom upp í húsinu.
Mikill eldur kom upp í húsinu. mbl.is/Reyn­ir Sveins­son

Mikill eldur kom upp í íbúðarhúsi við Hlíðargötu í Sandgerði fyrir skömmu. Reyn­ir Sveins­son, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins í Sand­gerði, er á staðnum og segir miklar skemmdir vera á húsinu. Enginn hafi þó verið í húsinu þegar eldurinn kom upp, er í eigu Tómasar Knútssonar, stofnanda Bláa hersins.

Að sögn Reynis mætti slökkviliðið í Sandgerði fljótt á staðinn og skömmu síðar komu tveir bílar frá Brunavörnum Suðurnesja. Búið sé að slökkva eldinn að mestu leyti en húsið sé enn fullt af reyk.

Segir hann vesturálmu hússins vera stórskemmda. Líkur séu á því að kviknað hafi í út frá gasgrilli. 

Uppfært 15:00:

Brunavarnir Suðurnesja staðfesta að talsvert mikill eldur hafi komið upp í húsinu. Hann hafi farið í þak hússins og nú sé unnið að því að slökkva eldinn í þakinu.

Unnið er að því að slökkva eldinn.
Unnið er að því að slökkva eldinn. mbl.is/Reyn­ir Sveins­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert