Guðni og Eliza í Bláskógabyggð

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fengu góðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Bláskógabyggð í dag. Veðrið var líka með besta móti og það var sól á himni og í sinni þegar sveitarstjórn tók á móti hinum góðu gestum í morgun.

Það var á landamærum Mosfellsbæjar og Bláskógabyggðar, skammt frá Þingvöllum sem var fyrsti viðkomustaðurinn í heimsókn dagsins.

Ferðamenn frá Austurlöndum fjær lyftu brúnum þegar þeir sáu forseti Íslands með föruneyti sínu á Hakinu við Þingvelli. Fyrir þeim eru forsetar og þjóðhöfðingjar framandi fólk, en á Íslandi er forystufólkið jafnan í hópnum miðjum. Sem betur fer.

Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í ...
Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í hver á svæðinu. Laugarvatnssilungur var álegg. Sigurður Bogi Sævarsson

Gengið niður Almannagjá

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sögðu forsetanum frá áherslum og verkefnum á Þingvöllum um þessar mundir, svo sem stækkun Gestastofu. Gengið var niður Almannagjá og um þinghelgina þar sem staðnæmst var á áhugaverðum stöðum.

Frá Þingvöllum lá leiðin svo um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, en á leiðinni þangað var stoppað við Laugarvatnshelli, sem var bústaður fólks fyrir um öld síðan. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum hefur hellirinn nú verið útbúinn sem viðkomustaður ferðamanna og var forsetahjónunum kynnt það nýmæli.

Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.
Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.

Fontana og heimsókn í fjós

Að Laugarvatni var fyrst stoppað í gamla Héraðsskólanum, sem nú er gistiheimili. Húsið á sér merka sögu og kynnti Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hana fyrir forsetahjónunum. Þá var komið við í baðstaðnum Fontana, sem er mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þar skora sérstaklega hátt rúgbrauð sem bökuð eru í hver í flæðarmáli Laugarvatnsins.

„Ferðaþjónustan er í bullandi gangi, en það er líka gaman að kynnast landbúnaðinum. Það er mikill kraftur í bænum sem eru að gera áhugaverða hluti með byggingu tæknivæddra búa,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson. Þau Guðni og Eliza  komu við í heimsókn á bænum Hjálmsstöðum, hvar þau Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir reka stórt bú í nýlegu fjósi. Sýndi forseti búskapnum mikinn áhuga – og líkaði  forsetahjónum vel að fá að drekka mjólk beint út tanki.

Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu ...
Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu inn fyrir landamæri Bláskógabyggðar.

Heilsueflandi samfélag

Eftir heimsókn að Hjálmsstöðum var haldið að Laugarási í Biskupstungum í athafnar í heilsugæslustöðinni þar. Undirritaður var samningur um að Bláskógabyggð skuli vera heilsueflandi samfélag, og byggist það á ýmiskonar forvörnum og hreyfingu. Bjóðast Bláskógabúum þá ýmsir möguleikar til slíks, í krafti samning sveitarfélagsins við Embætti Landlæknis.

Úr Laugarási var haldið í Reykholt og þar heimsótt garðyrkjustöð og eftir það var móttaka í  félagsheimilinu Aratungu, þar sem fólk gat hitt forsetahjónin, rabbað við þau um daginn og vefinn og auðvitað tekið selfí!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Námsgögn barna verði gjaldfrjáls

05:30 Foreldrafélög í Breiðholti hafa skorað á yfirvöld í Reykjavík að gera skólagögn gjaldfrjáls fyrir grunnskólabörnin í borginni en skólastarf grunnskólanna er að hefjast núna í vikunni. Meira »

Lág tilboð í gatnagerð

05:30 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...