Guðni og Eliza í Bláskógabyggð

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fengu góðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Bláskógabyggð í dag. Veðrið var líka með besta móti og það var sól á himni og í sinni þegar sveitarstjórn tók á móti hinum góðu gestum í morgun.

Það var á landamærum Mosfellsbæjar og Bláskógabyggðar, skammt frá Þingvöllum sem var fyrsti viðkomustaðurinn í heimsókn dagsins.

Ferðamenn frá Austurlöndum fjær lyftu brúnum þegar þeir sáu forseti Íslands með föruneyti sínu á Hakinu við Þingvelli. Fyrir þeim eru forsetar og þjóðhöfðingjar framandi fólk, en á Íslandi er forystufólkið jafnan í hópnum miðjum. Sem betur fer.

Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í ...
Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í hver á svæðinu. Laugarvatnssilungur var álegg. Sigurður Bogi Sævarsson

Gengið niður Almannagjá

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sögðu forsetanum frá áherslum og verkefnum á Þingvöllum um þessar mundir, svo sem stækkun Gestastofu. Gengið var niður Almannagjá og um þinghelgina þar sem staðnæmst var á áhugaverðum stöðum.

Frá Þingvöllum lá leiðin svo um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, en á leiðinni þangað var stoppað við Laugarvatnshelli, sem var bústaður fólks fyrir um öld síðan. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum hefur hellirinn nú verið útbúinn sem viðkomustaður ferðamanna og var forsetahjónunum kynnt það nýmæli.

Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.
Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.

Fontana og heimsókn í fjós

Að Laugarvatni var fyrst stoppað í gamla Héraðsskólanum, sem nú er gistiheimili. Húsið á sér merka sögu og kynnti Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hana fyrir forsetahjónunum. Þá var komið við í baðstaðnum Fontana, sem er mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þar skora sérstaklega hátt rúgbrauð sem bökuð eru í hver í flæðarmáli Laugarvatnsins.

„Ferðaþjónustan er í bullandi gangi, en það er líka gaman að kynnast landbúnaðinum. Það er mikill kraftur í bænum sem eru að gera áhugaverða hluti með byggingu tæknivæddra búa,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson. Þau Guðni og Eliza  komu við í heimsókn á bænum Hjálmsstöðum, hvar þau Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir reka stórt bú í nýlegu fjósi. Sýndi forseti búskapnum mikinn áhuga – og líkaði  forsetahjónum vel að fá að drekka mjólk beint út tanki.

Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu ...
Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu inn fyrir landamæri Bláskógabyggðar.

Heilsueflandi samfélag

Eftir heimsókn að Hjálmsstöðum var haldið að Laugarási í Biskupstungum í athafnar í heilsugæslustöðinni þar. Undirritaður var samningur um að Bláskógabyggð skuli vera heilsueflandi samfélag, og byggist það á ýmiskonar forvörnum og hreyfingu. Bjóðast Bláskógabúum þá ýmsir möguleikar til slíks, í krafti samning sveitarfélagsins við Embætti Landlæknis.

Úr Laugarási var haldið í Reykholt og þar heimsótt garðyrkjustöð og eftir það var móttaka í  félagsheimilinu Aratungu, þar sem fólk gat hitt forsetahjónin, rabbað við þau um daginn og vefinn og auðvitað tekið selfí!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundaði með Paul Ryan

17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

17:07 Í Góða Hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

15:37 Eldur kom upp við eldamennski í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleitið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að reykræsta. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hóp sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Ónýtur eftir harðan árekstur

14:43 Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn. Meira »

Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

14:41 Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim. Meira »

Afleit ráðstöfun fyrir flugmenn

14:35 „Að flugmenn komi til starfa hjá flugfélögum í gegnum áhafnaleigur verður sífellt algengara.“ Þannig hefst pistill Örnólfs Jónssonar, flugstjóra og formanns Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) í fréttablaði félagsins. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

14:29 Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringar vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Gerð úttekt á starfsumhverfi Stígamóta

14:13 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Meira »

160% fjölgun ferðafyrirtækja á áratug

14:06 Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega mikið á síðustu tíu árum og eru nú um 3.500 fyrirtæki sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og sem starfa sem ferðaskrifstofur. Meira »

Smáríkjafundur WHO verður á Íslandi

13:34 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegið boð íslenskra stjórnvalda um að halda fund smáríkja um heilbrigðismál á Íslandi að ári. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra kynnti boð þessa efnis á árlegum fundi smáríkjanna sem lauk á Möltu í gær. Meira »

Vinna að því að útvíkka jafnréttið

14:11 Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Meira »

Skráðu sig óvart úr prófinu

13:43 Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur. Meira »

Bregðast við offitu barna

12:08 Árlegum fundi smáþjóða um heilbrigðismál á Möltu lauk í dag þar sem meðal annars var undirrituð sameiginleg yfirlýsing þjóðanna um að sporna megi við vaxandi offitu barna með fjölbreyttum aðferðum og stuðla þar með að bættum uppvaxtarskilyrðum. Meira »
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84þús. Vél 2.2. 5 gíra. Ey...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Foroya landstýri announcement
Tilkynningar
Announcement Føroya Landsstýri - ...
Endurskoðun hveravalla
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Endu...