Guðni og Eliza í Bláskógabyggð

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fengu góðar móttökur í opinberri heimsókn sinni í Bláskógabyggð í dag. Veðrið var líka með besta móti og það var sól á himni og í sinni þegar sveitarstjórn tók á móti hinum góðu gestum í morgun.

Það var á landamærum Mosfellsbæjar og Bláskógabyggðar, skammt frá Þingvöllum sem var fyrsti viðkomustaðurinn í heimsókn dagsins.

Ferðamenn frá Austurlöndum fjær lyftu brúnum þegar þeir sáu forseti Íslands með föruneyti sínu á Hakinu við Þingvelli. Fyrir þeim eru forsetar og þjóðhöfðingjar framandi fólk, en á Íslandi er forystufólkið jafnan í hópnum miðjum. Sem betur fer.

Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í ...
Að Laugarvatni var forsetahjónunum boðið upp á rúgbrauð bakað í hver á svæðinu. Laugarvatnssilungur var álegg. Sigurður Bogi Sævarsson

Gengið niður Almannagjá

Vilhjálmur Árnason alþingismaður og formaður Þingvallanefndar og Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sögðu forsetanum frá áherslum og verkefnum á Þingvöllum um þessar mundir, svo sem stækkun Gestastofu. Gengið var niður Almannagjá og um þinghelgina þar sem staðnæmst var á áhugaverðum stöðum.

Frá Þingvöllum lá leiðin svo um Lyngdalsheiði að Laugarvatni, en á leiðinni þangað var stoppað við Laugarvatnshelli, sem var bústaður fólks fyrir um öld síðan. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dögunum hefur hellirinn nú verið útbúinn sem viðkomustaður ferðamanna og var forsetahjónunum kynnt það nýmæli.

Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.
Forsetinn skoðar nautpening í Fjósinu á Hjálmsstöðum.

Fontana og heimsókn í fjós

Að Laugarvatni var fyrst stoppað í gamla Héraðsskólanum, sem nú er gistiheimili. Húsið á sér merka sögu og kynnti Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni hana fyrir forsetahjónunum. Þá var komið við í baðstaðnum Fontana, sem er mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. Þar skora sérstaklega hátt rúgbrauð sem bökuð eru í hver í flæðarmáli Laugarvatnsins.

„Ferðaþjónustan er í bullandi gangi, en það er líka gaman að kynnast landbúnaðinum. Það er mikill kraftur í bænum sem eru að gera áhugaverða hluti með byggingu tæknivæddra búa,“ sagði Guðni Th. Jóhannsson. Þau Guðni og Eliza  komu við í heimsókn á bænum Hjálmsstöðum, hvar þau Daníel Pálsson og Ragnhildur Sævarsdóttir reka stórt bú í nýlegu fjósi. Sýndi forseti búskapnum mikinn áhuga – og líkaði  forsetahjónum vel að fá að drekka mjólk beint út tanki.

Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu ...
Helgi Kjartansson oddviti tók á móti forsetahjónunum þegar þau komu inn fyrir landamæri Bláskógabyggðar.

Heilsueflandi samfélag

Eftir heimsókn að Hjálmsstöðum var haldið að Laugarási í Biskupstungum í athafnar í heilsugæslustöðinni þar. Undirritaður var samningur um að Bláskógabyggð skuli vera heilsueflandi samfélag, og byggist það á ýmiskonar forvörnum og hreyfingu. Bjóðast Bláskógabúum þá ýmsir möguleikar til slíks, í krafti samning sveitarfélagsins við Embætti Landlæknis.

Úr Laugarási var haldið í Reykholt og þar heimsótt garðyrkjustöð og eftir það var móttaka í  félagsheimilinu Aratungu, þar sem fólk gat hitt forsetahjónin, rabbað við þau um daginn og vefinn og auðvitað tekið selfí!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarða aukning í heilbrigðiskerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar mun skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

Áform um íbúðir við flugvöllinn í Vatnsmýri

09:42 Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur auglýst til kynningar forsögn að deiliskipulagi lóðar við Þjórsárgötu í grennd við flugvöllinn í Skerjafirði. Þarna er áformað að rísi íbúðarhús. Meira »

Leita að næsta „fidget spinner“

09:15 „Við hörmum þá umræðu sem fram hefur farið undanfarna daga um störf okkar,“ segir í yfirlýsingu frá jólagjafaráði jólasveinanna sem send var á fjölmiðla í morgun. Jólagjafaráð er skipað fulltrúum jólasveinanna og sendir frá sér hugmyndir að gjöfum í skóinn fyrir hver jól. Meira »

Eldur í bíl í Hafnarfirði

08:38 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um þrjúleytið í nótt eftir að tilkynning barst um eld í bifreið á bílastæði Húsasmiðjunnar í Helluhrauni. Töluverður eldur var í bílnum þegar slökkvilið kom á svæðið. Meira »

Ágætt vetrarveður í dag en lægir á leiðinni

08:22 Útlit er fyrir ágætis vetrarverður í dag, með fremur hægum vestanvindi og dálitlum él sunnan- og vestanlands og hita kringum frostmark víðast hvar á landinu. Suðvestan- og vestanátt og stöku él, verður á landinu en allhvasst fyrir austan framan af morgni áður en léttir til þar. Meira »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
Toyota Corolla
Toyota Corolla árg. 2007 til sölu. Ekin 126 þús. km. Bifreiðin er í góðu ástandi...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...