Öll í haldi vegna gruns um aðild að manndrápi

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sexmenningarnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld sem leiddi til þess að fórnarlambið lést, eru allir í haldi á grundvelli sömu lagagreinar almennra hegningarlaga. Í greininni, þeirri 211., segir að „hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“

Sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms munu karlarnir fimm sæta varðhaldi í tvær vikur eða til 23. júní, en konan viku skemur eða til 16. júní.

„Þarna var framið manndráp og þetta fólk er undir grun um að hafa með misjafnri aðkomu framið eða átt hlutdeild í því,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög­reglu­stjóri á ákæru­sviði. Því sé farið fram á varðhaldið yfir öllum á grundvelli sömu lagagreinar. 

Jón segir ekki tímabært að svara því hvort að skýr mynd sé komin á atburðarásina og þátttöku einstakra sakborninga í henni. Hann segir lögregluna ætla sér að vinna vel og fljótt að rannsókn málsins. 

Sakborningar hafa þrjá sólarhringa frá því að úrskurður héraðsdóms er kveðinn upp til að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. 

Frétt mbl.is: Dóttirin svaf meðan á árásinni stóð

Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann ...
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn. Hún var sofandi er árásin átti sér stað. Ljósmynd úr einkasafni birt með leyfi fjölskyldunnar

Atburðarásin

Maðurinn sem lést í árásinni hét Arnar Jónsson Aspar. Hann var fæddur árið 1978 og lætur eftir sig tvær dætur og unnustu.

Neyðarlínu barst fyrsta tilkynning um árásina kl. 18.24 á miðvikudagskvöld. Fleiri en ein tilkynning barst enda voru nokkur vitni að árásinni, m.a. móðir Arnars, unnusta hans og afi hennar. 

Atburðarásin, eins og hún hefur birst í fjölmiðlum samkvæmt frásögnum vitna, er sú að Arnar og unnusta hans hafi verið heimavið að Æsustöðum í Mosfellsdal er bankað var upp á. Afi unnustunnar var gestkomandi á heimilinu þetta kvöld. Þá var ung dóttir parsins, fædd 27. maí síðastliðinn, í húsinu. 

Unnusta Arnars fór til dyra og var þá spurt eftir honum. Fyrir utan var hópur fólks. Arnar yfirgaf húsið og hófust átökin á bílaplani fyrir utan. Ráðist var á Arnar og í frétt Vísis segir að hann hafi gripið í járnskaft til að verja sig. Einn árásarmaðurinn hafi hins vegar náð því af honum og barið hann með því. Annar hafi svo tekið hann kverkataki og samkvæmt lýsingum vitna var einnig ekið yfir fætur hans á amerískum pallbíl. 

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun segir að einn árásarmannanna hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna. Sá er sagður æskuvinur Arnars. Hann hafi ennfremur reynt endurlífgunartilraunir á vettvangi.

Nokkur vitni urðu að árásinni. Unnusta Arnars þurfti m.a. að horfa upp á mennina ganga í skrokk á manni sínum. Þá horfði afi hennar, sem var gestkomandi hjá parinu þetta kvöld, á aðfarirnar og fékk vægt hjartaáfall í kjölfarið. 

Hluti árásarmannanna ók á brott áður en lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Þrír voru handteknir á Vesturlandsvegi skömmu síðar og hald lagt á bíl þeirra. Þrír voru handteknir á vettvangi og hald sömuleiðis lagt á pallbílinn.

Áfram héldu endurlífgunartilraunir er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Arnar var svo fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. 

Í frétt Fréttablaðsins kom fram að tilefni árásarinnar hafi verið óuppgerð fíkniefnaskuld. Flestir þeirra sem voru handteknir hafa hlotið refsidóma. Tveir fyrir skotárás í Breiðholti í ágúst í fyrra. Þeir hlutu dóm fyrr á þessu ári en höfðu ekki hafið afplánun.

Greinin heldur áfram fyrir neðan myndina.

Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna ...
Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna hins hroðalega manndráps. Ljósmynd/Mats Wibe Lund/mats.is

Friðsæld Dalsins rofin

Mosfellsdalur er náttúruparadís í dreifbýli, rétt við mörk höfuðborgarsvæðisins. Andinn í samfélaginu þar er líkur því sem gengur og gerist í smærri byggðarlögum úti á landi. Íbúarnir standa þétt saman og flestir þekkjast.  

Dalbúar sem mbl.is hefur rætt við segjast því að vonum slegnir vegna málsins. „Það er mikill óhugur í fólki þegar svona gerist nánast í bakgarðinum um hábjartan dag og fyrir allra augum,“ segir einn íbúi um líðan sína. „Þetta hvílir þungt á fólki í þessum friðsæla dal. Hér þekkjast náttúrlega allir.“

Annar Dalbúi segist því fegnastur að börn hans hafi ekki verið úti að leika sér eins og þau gera gjarnan á þeim tíma dags sem árásin var gerð. „Það er slá­andi að heyra að svona hlut­ir ger­ist í land­inu okk­ar, hvað þá í næsta ná­grenni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sér til sólar á Norðaustur og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að það sjá til sólar. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »

Nemar vilja hlaupa til styrktar HÍ

07:37 Stúdentaráð Háskóla Íslands vinnur að því að hægt verði að hlaupa til styrktar Háskólanum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer 19. ágúst. Þetta staðfestir Ragna Sigurðardóttir, formaður stúdentaráðs. Meira »

„Hér hristist allt og titraði“

06:53 Tveir létust á grísku eyjunni Kos eftir jarðskjálfta af stærðinni 6,7 í nótt, sem átti upptök sín í hafinu 16 km austur af eyjunni. Oddný Arnarsdóttir sem er með fjölskyldunni í fríi á Kos segir hótelið hafa leikið á reiðiskjálfi, en fjölskyldan eyddi nóttinni á sólbekkjum í sundlaugagarðinum. Meira »

Þurfti að stöðva brotahrinu mannsins

06:54 Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir fjöl­mörg svik á leigu­markaði. Maður­inn aug­lýsti hús­næði til leigu á bland.is en var ekki rétt­mæt­ur eig­andi íbúðanna og hafði þar með fé af fólki sem var í erfiðri aðstöðu vegna ástands á leigumarkaði. Meira »

Þreytt á ótryggum ferðum

05:30 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Samráðsvettvangur um vímuefnamál

05:30 Heilbrigðisráðherra hefur sent bréf þar sem óskað er eftir tilnefningum í samráðsvettvang um vímuefnamál.  Meira »

Milljarðar í kolefniskvóta

05:30 Ríkissjóður mun að óbreyttu þurfa að kaupa kolefniskvóta fyrir milljarða króna á næsta áratug. Ástæðan er losun gróðurhúsalofttegunda umfram markmið stjórnvalda um 20% minni losun 2020 en árið 2005. Meira »

Unnið á öllum vígstöðvum á Bakka

05:30 „Það er ótrúlegur gangur þessa dagana og liggur við að hægt sé að sjá mun frá degi til dags. Það má segja að verkefnið sé á lokametrunum.“ Meira »

Stemning fyrir sólmyrkva árið 2048

05:30 Tæplega 4.000 manns bíða spenntir eftir hringmyrkva sem væntanlegur er árið 2048 ef marka má fésbókarsíðuna Sólmyrkvi 2048. Umræður sem fram fara á síðunni lýsa vel áhyggjum fylgjenda. Einhverjir hafa áhyggjur af því að verða uppteknir fimmtudaginn 11. Meira »

Fóru í morgunbað í Ölfusá

05:30 „Það er þónokkur straumur þarna og þótt áin virðist lygn á þessari mynd leynir hún á sér,“ segir Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem sá tvo ferðamenn baða sig við Hrefnutanga í Ölfusá um níuleytið í gærmorgun. Meira »

Fangi slapp úr Akureyrarfangelsi

Í gær, 23:59 Fangi slapp úr fangelsinu á Akureyri í kvöld en lögregla hafði handtekið hann aftur um það bil klukkutíma eftir að hann slapp. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og lögreglan á Akureyri staðfestir að fanginn hefði verið handtekinn en vísar á Fangelsismálastofnun um frekari upplýsingar. Meira »

Urriðavatn fær votlendið aftur

05:30 Undirritaður var samningur á milli Garðabæjar, Toyota á Íslandi ehf., Urriðaholts ehf., Landgræðslu ríkisins og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. um endurheimt votlendis við Urriðavatn í Garðabæ í gær. Meira »

Hávertíð skemmtiferðaskipanna

05:30 Vertíð skemmtiferðaskipanna mun ná hámarki á næstunni. Á miðvikudaginn voru þrjú skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn í Reykjavík. Um borð voru rúmlega 5.500 farþegar og í áhöfn skipanna rúmlega 2.200 manns. Meira »

Íslendingar alltaf sólgnir í ís

Í gær, 22:44 Íslendingar elska ísinn sinn, í hvaða veðri sem er. Jafnvel í snjóstormi virðist alltaf nóg að gera í ísbúðunum. Ísbúðareigendur og starfsfólk segjast því ekki kippa sér upp yfir lélegu sumarveðri, enda skipti það litlu fyrir sölurnar. Ást á ís sé ættgeng á Íslandi og hluti íslenskrar menningar. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...