Öll í haldi vegna gruns um aðild að manndrápi

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sexmenningarnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld sem leiddi til þess að fórnarlambið lést, eru allir í haldi á grundvelli sömu lagagreinar almennra hegningarlaga. Í greininni, þeirri 211., segir að „hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“

Sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms munu karlarnir fimm sæta varðhaldi í tvær vikur eða til 23. júní, en konan viku skemur eða til 16. júní.

„Þarna var framið manndráp og þetta fólk er undir grun um að hafa með misjafnri aðkomu framið eða átt hlutdeild í því,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög­reglu­stjóri á ákæru­sviði. Því sé farið fram á varðhaldið yfir öllum á grundvelli sömu lagagreinar. 

Jón segir ekki tímabært að svara því hvort að skýr mynd sé komin á atburðarásina og þátttöku einstakra sakborninga í henni. Hann segir lögregluna ætla sér að vinna vel og fljótt að rannsókn málsins. 

Sakborningar hafa þrjá sólarhringa frá því að úrskurður héraðsdóms er kveðinn upp til að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. 

Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann ...
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn. Hún var sofandi er árásin átti sér stað. Ljósmynd úr einkasafni birt með leyfi fjölskyldunnar

Atburðarásin

Maðurinn sem lést í árásinni hét Arnar Jónsson Aspar. Hann var fæddur árið 1978 og lætur eftir sig tvær dætur og unnustu.

Neyðarlínu barst fyrsta tilkynning um árásina kl. 18.24 á miðvikudagskvöld. Fleiri en ein tilkynning barst enda voru nokkur vitni að árásinni, m.a. móðir Arnars, unnusta hans og afi hennar. 

Atburðarásin, eins og hún hefur birst í fjölmiðlum samkvæmt frásögnum vitna, er sú að Arnar og unnusta hans hafi verið heimavið að Æsustöðum í Mosfellsdal er bankað var upp á. Afi unnustunnar var gestkomandi á heimilinu þetta kvöld. Þá var ung dóttir parsins, fædd 27. maí síðastliðinn, í húsinu. 

Unnusta Arnars fór til dyra og var þá spurt eftir honum. Fyrir utan var hópur fólks. Arnar yfirgaf húsið og hófust átökin á bílaplani fyrir utan. Ráðist var á Arnar og í frétt Vísis segir að hann hafi gripið í járnskaft til að verja sig. Einn árásarmaðurinn hafi hins vegar náð því af honum og barið hann með því. Annar hafi svo tekið hann kverkataki og samkvæmt lýsingum vitna var einnig ekið yfir fætur hans á amerískum pallbíl. 

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun segir að einn árásarmannanna hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna. Sá er sagður æskuvinur Arnars. Hann hafi ennfremur reynt endurlífgunartilraunir á vettvangi.

Nokkur vitni urðu að árásinni. Unnusta Arnars þurfti m.a. að horfa upp á mennina ganga í skrokk á manni sínum. Þá horfði afi hennar, sem var gestkomandi hjá parinu þetta kvöld, á aðfarirnar og fékk vægt hjartaáfall í kjölfarið. 

Hluti árásarmannanna ók á brott áður en lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Þrír voru handteknir á Vesturlandsvegi skömmu síðar og hald lagt á bíl þeirra. Þrír voru handteknir á vettvangi og hald sömuleiðis lagt á pallbílinn.

Áfram héldu endurlífgunartilraunir er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Arnar var svo fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. 

Í frétt Fréttablaðsins kom fram að tilefni árásarinnar hafi verið óuppgerð fíkniefnaskuld. Flestir þeirra sem voru handteknir hafa hlotið refsidóma. Tveir fyrir skotárás í Breiðholti í ágúst í fyrra. Þeir hlutu dóm fyrr á þessu ári en höfðu ekki hafið afplánun.

Greinin heldur áfram fyrir neðan myndina.

Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna ...
Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna hins hroðalega manndráps. Ljósmynd/Mats Wibe Lund/mats.is

Friðsæld Dalsins rofin

Mosfellsdalur er náttúruparadís í dreifbýli, rétt við mörk höfuðborgarsvæðisins. Andinn í samfélaginu þar er líkur því sem gengur og gerist í smærri byggðarlögum úti á landi. Íbúarnir standa þétt saman og flestir þekkjast.  

Dalbúar sem mbl.is hefur rætt við segjast því að vonum slegnir vegna málsins. „Það er mikill óhugur í fólki þegar svona gerist nánast í bakgarðinum um hábjartan dag og fyrir allra augum,“ segir einn íbúi um líðan sína. „Þetta hvílir þungt á fólki í þessum friðsæla dal. Hér þekkjast náttúrlega allir.“

Annar Dalbúi segist því fegnastur að börn hans hafi ekki verið úti að leika sér eins og þau gera gjarnan á þeim tíma dags sem árásin var gerð. „Það er slá­andi að heyra að svona hlut­ir ger­ist í land­inu okk­ar, hvað þá í næsta ná­grenni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Hyggjast birta 100 sögur á föstudag

Í gær, 19:34 „Síðan ég byrjaði að starfa í pólitík hafa nokkrir menn úr stjórnmálaflokkum, og þá flestir giftir menn, verið að senda mér skilaboð á kvöldin,“ segir í einni af þeim sögum sem höfð er eftir stjórnmálakonum og sendar hafa verið á fjölmiðla. Meira »

Ferjan biluð næstu vikurnar

Í gær, 18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð og falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram hjá RÚV. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

Í gær, 18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

Í gær, 17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

Í gær, 18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

Í gær, 17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

Í gær, 17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörðuheiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...