Öll í haldi vegna gruns um aðild að manndrápi

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sexmenningarnir sem eru í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld sem leiddi til þess að fórnarlambið lést, eru allir í haldi á grundvelli sömu lagagreinar almennra hegningarlaga. Í greininni, þeirri 211., segir að „hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“

Sexmenningarnir, fimm karlar og ein kona, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem lögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir þeim öllum. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms munu karlarnir fimm sæta varðhaldi í tvær vikur eða til 23. júní, en konan viku skemur eða til 16. júní.

„Þarna var framið manndráp og þetta fólk er undir grun um að hafa með misjafnri aðkomu framið eða átt hlutdeild í því,“ segir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlög­reglu­stjóri á ákæru­sviði. Því sé farið fram á varðhaldið yfir öllum á grundvelli sömu lagagreinar. 

Jón segir ekki tímabært að svara því hvort að skýr mynd sé komin á atburðarásina og þátttöku einstakra sakborninga í henni. Hann segir lögregluna ætla sér að vinna vel og fljótt að rannsókn málsins. 

Sakborningar hafa þrjá sólarhringa frá því að úrskurður héraðsdóms er kveðinn upp til að áfrýja niðurstöðunni til Hæstaréttar. 

Frétt mbl.is: Dóttirin svaf meðan á árásinni stóð

Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann ...
Arnar Jónsson Aspar og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir eignuðust dóttur þann 27. maí síðastliðinn. Hún var sofandi er árásin átti sér stað. Ljósmynd úr einkasafni birt með leyfi fjölskyldunnar

Atburðarásin

Maðurinn sem lést í árásinni hét Arnar Jónsson Aspar. Hann var fæddur árið 1978 og lætur eftir sig tvær dætur og unnustu.

Neyðarlínu barst fyrsta tilkynning um árásina kl. 18.24 á miðvikudagskvöld. Fleiri en ein tilkynning barst enda voru nokkur vitni að árásinni, m.a. móðir Arnars, unnusta hans og afi hennar. 

Atburðarásin, eins og hún hefur birst í fjölmiðlum samkvæmt frásögnum vitna, er sú að Arnar og unnusta hans hafi verið heimavið að Æsustöðum í Mosfellsdal er bankað var upp á. Afi unnustunnar var gestkomandi á heimilinu þetta kvöld. Þá var ung dóttir parsins, fædd 27. maí síðastliðinn, í húsinu. 

Unnusta Arnars fór til dyra og var þá spurt eftir honum. Fyrir utan var hópur fólks. Arnar yfirgaf húsið og hófust átökin á bílaplani fyrir utan. Ráðist var á Arnar og í frétt Vísis segir að hann hafi gripið í járnskaft til að verja sig. Einn árásarmaðurinn hafi hins vegar náð því af honum og barið hann með því. Annar hafi svo tekið hann kverkataki og samkvæmt lýsingum vitna var einnig ekið yfir fætur hans á amerískum pallbíl. 

Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun segir að einn árásarmannanna hafi sjálfur hringt á Neyðarlínuna. Sá er sagður æskuvinur Arnars. Hann hafi ennfremur reynt endurlífgunartilraunir á vettvangi.

Nokkur vitni urðu að árásinni. Unnusta Arnars þurfti m.a. að horfa upp á mennina ganga í skrokk á manni sínum. Þá horfði afi hennar, sem var gestkomandi hjá parinu þetta kvöld, á aðfarirnar og fékk vægt hjartaáfall í kjölfarið. 

Hluti árásarmannanna ók á brott áður en lögregla og sjúkralið kom á vettvang. Þrír voru handteknir á Vesturlandsvegi skömmu síðar og hald lagt á bíl þeirra. Þrír voru handteknir á vettvangi og hald sömuleiðis lagt á pallbílinn.

Áfram héldu endurlífgunartilraunir er viðbragðsaðilar komu á vettvang. Arnar var svo fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. 

Í frétt Fréttablaðsins kom fram að tilefni árásarinnar hafi verið óuppgerð fíkniefnaskuld. Flestir þeirra sem voru handteknir hafa hlotið refsidóma. Tveir fyrir skotárás í Breiðholti í ágúst í fyrra. Þeir hlutu dóm fyrr á þessu ári en höfðu ekki hafið afplánun.

Greinin heldur áfram fyrir neðan myndina.

Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna ...
Friðsældin í Mosfellsdal er einstök. Íbúar eru nú slegnir vegna hins hroðalega manndráps. Ljósmynd/Mats Wibe Lund/mats.is

Friðsæld Dalsins rofin

Mosfellsdalur er náttúruparadís í dreifbýli, rétt við mörk höfuðborgarsvæðisins. Andinn í samfélaginu þar er líkur því sem gengur og gerist í smærri byggðarlögum úti á landi. Íbúarnir standa þétt saman og flestir þekkjast.  

Dalbúar sem mbl.is hefur rætt við segjast því að vonum slegnir vegna málsins. „Það er mikill óhugur í fólki þegar svona gerist nánast í bakgarðinum um hábjartan dag og fyrir allra augum,“ segir einn íbúi um líðan sína. „Þetta hvílir þungt á fólki í þessum friðsæla dal. Hér þekkjast náttúrlega allir.“

Annar Dalbúi segist því fegnastur að börn hans hafi ekki verið úti að leika sér eins og þau gera gjarnan á þeim tíma dags sem árásin var gerð. „Það er slá­andi að heyra að svona hlut­ir ger­ist í land­inu okk­ar, hvað þá í næsta ná­grenni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Haustlægð kemur í heimsókn

07:07 Haustið er gengið í garð með öllum sínum haustlægðum og í dag kemur ein slík í heimsókn. Hlýskil hennar ganga norður yfir landið og fylgir þeim talsverð eða mikil rigning, mest á Suðausturlandi og Austfjörðum, þó í mun minni mæli fyrir norðan, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fann mikið magn peninga

06:59 Heiðvirður borgari kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi með peningaveski sem hann hafði fundið. Í veskinu er mikið magn reiðufjár sem lögreglan vill koma í réttar hendur. Meira »

Fluttur á slysadeild eftir árekstur

06:49 Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftir árekstur við Kópavogslæk seint í gærkvöldi.   Meira »

Skemmtistað lokað af lögreglu

06:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að loka skemmtistað í Kópavogi í nótt þar sem þar reyndist vera töluverður fjöldi krakka undir aldri á staðnum þegar lögreglan kom þangað í eftirlitsferð um þrjú leytið. Meira »

Stjórnlaus af sveppaneyslu

06:34 Rétt eftir miðnætti þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að flytja mann sem var í mjög annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa á slysadeild Landspítalans. Meira »

Íslensku konurnar áfrýja í PIP-málinu

05:30 Flestar þeirra íslensku kvenna sem hlutu greiðslur frá þýska fyrirtækinu TÜV Rheinland, vegna PIP-brjóstapúðamálsins, vilja áfrýja málinu á næsta dómstig. Meira »

Þrír milljarðar urðu eftir í þrotabúum

05:30 Helmingur sáttagreiðslu Deutsche Bank til Kaupþings, um 212,5 milljónir evra eða um 27 milljarðar króna, rann fyrst í gegnum félögin Chesterfield og Partridge, sem eru í gjaldþrotameðferð, og barst þaðan til Kaupþings. Meira »

Vilja vinna þangi í Breiðafirði

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú mikinn áhuga á að hefja vinnslu á þangi í Breiðafirði með aðstöðu í Stykkishólmi.  Meira »

Ferðamenn í íbúð Félagsbústaða

05:30 Félagsbústaðir hf. munu senda öllum leigutökum sínum, sem eru um 2.500 talsins, bréf til að vekja athygli þeirra á því að framleiga íbúða til ferðamanna sé með öllu óheimil. Meira »

Undiralda í Framsóknarflokknum

05:30 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segir marga framsóknarmenn „æfa“ yfir því baktjaldamakki sem nú standi yfir í Skagafirði. Það geti „stórskaðað“ flokkinn svo skömmu fyrir þingkosningar. Meira »

Vísbendingar um nokkurt launaskrið

05:30 Merki eru um að eitthvert launaskrið sé komið í gang á vinnumarkaði um þessar mundir en launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,2% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Meira »

Fundalota um verðmæta stofna

05:30 Ekki eru taldar miklar líkur á að heildarsamkomulag náist á fundum strandríkja í næsta mánuði um uppsjávarveiðar í Norður-Atlantshafi. Í makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld hefur síðustu ár verið veitt umfram ráðgjöf vísindamanna og samstaða hefur ekki náðst á fundum um stjórnun veiðanna. Meira »

Andlát: Guðni Christian Andreasen

05:30 Guðni Christian Andreasen bakarameistari lést á heimili sínu 67 ára að aldri.   Meira »

Endurupptaka Geirfinnsmálsins peningasóun

Í gær, 22:01 Jón Gunnar Zoëga, lögmaður og réttargæslumaður Valdimars Olsen sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar, segir það peningasóun að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálin upp að nýju fyrir dómstólum. Þau seku í málinu hafi verið dæmd. Meira »

Stormur og hellidemba á morgun

Í gær, 20:45 „Þetta er nú lítið spennandi veður. Mikið vatnsveður og hvasst með þessu en þetta er ekki mest spennandi laugardagur sem við höfum upplifað,“ segir Theodór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á morgun. Meira »

VG stærsti flokkurinn

05:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er stærsti flokkur landsins skv. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn nýtur fylgis 30% kjósenda og fengi skv. því 22 þingmenn, en hefur nú 10. Umtalsverður munur er á fylgi VG eftir kynjum. Ætla 20% karla að kjósa flokkinn en 40% kvenna. Meira »

Missti af því að byrja að drekka

Í gær, 21:20 Marta Magnúsdóttir segir að í skátunum hætti enginn að leika sér. Þessi 23 ára skátahöfðingi Íslands hefur ferðast víða um heim og er meira að segja pólfari. Hún er uppalin í Grundarfirði og unir sér illa í borgum. Hún segir að það besta við að vera í skátunum sé að maður fái að vera maður sjálfur. Meira »

Hatursorðræða er samfélagsmein

Í gær, 20:20 Ísland er langt á eftir norrænum ríkjum þegar kemur að umræðu og lagasetningu um hatursorðræðu. Þetta kom fram á ráðstefnu um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem fram fór í Hörpu í dag á vegum Æskulýðsvettvangsins. Meira »
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
 
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...