Stöðumælasektin orðin 4.500 krónur

Mynd úr safni. Stöðumælasektir hækkuðu mikið um síðustu mánaðamót.
Mynd úr safni. Stöðumælasektir hækkuðu mikið um síðustu mánaðamót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stöðumælasektir hækkuðu um allt að 140 prósent um síðustu mánaðamót. Almenn sekt hækkaði úr 2.500 krónum upp í 4.500 krónur sem nemur 80 prósenta hækkun, en sé sektin greidd innan þriggja virka daga, þá með afslætti hækkar sektin úr 1.400 krónum áður upp í 3.400 krónur sem nemur 142 prósenta hækkun.

Nokkur umræða hefur farið fram um hækkunina meðal netverja, m.a. í Facebook-hópnum „Stöðumælatips“ sem eru ósáttir við hækkunina. Ekki náðist í yfirmenn Bílastæðasjóðs eða upplýsingafulltrúa borgarinnar vegna málsins.

Í tilkynningu á vef Bílastæðasjóðs er greint frá hækkuninni: „Frá og með 1.júní 2017 hækkar aukastöðugjald í 4500 kr. Áfram verður veittur 1100 kr. afsláttur fyrstu 3 virka daga, þ.e. gjaldið verður 3400 kr. fyrstu 3 virka daga. Eftir 14 daga hækkar gjaldið 6750 kr. og eftir 28 daga í 9000 kr.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert