Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum

Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.
Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.

„Að vanda er fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta og sjómannadeginum. Dagskráin ætti að passa öllum aldurshópum og mikil áhersla er lögð á barnadagskrá, leiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og svo gerum við ráð fyrir að veðrið verði gott og þá er fátt betra en að spóka sig í Grindavík,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Sjómennska hefur frá örófi alda verið snar þáttur í lífi bæjarbúa og því þarf ekki að koma á óvart þótt vel sé í lagt þegar sjómannadagurinn rennur upp. Það kemur líka á daginn að það er sérstaklega mikið um að vera hjá Grindvíkingum og greinilegt að þeir taka þennan dag alvarlega – en þó með bros á vör.

„Bjarni töframaður, Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands, Solla stirða og Siggi sæti ásamt Íþróttaálfinum heimsækja okkur og svo kemur heimsmeistarinn í töfrabrögðum ásamt Einari Mikael í heimsókn og boðið verður upp á töfranámskeið fyrir krakka,“ útskýrir Björg.

„Á föstudagskvöldið verður hið fræga bryggjuball þar sem íbúar Grindavíkur sameinast við Kvikuna og skemmta sér saman. Hverfin í bænum hafa hvert sinn lit og íbúarnir keppast við að skreyta hús sín og mæta í litskrúðugum göllum í gönguna og á ballið.

Ingó Veðurguð verður með brekkusöng, heimsmeistarinn í töfrabrögðum sýnir snilli sína, fulltrúar hverfanna stíga á stokk og í lok balls mæta Veðurguðirnir með Ingó í fararbroddi. Áður en að því kemur stígur á svið hópur vaskra Grindvíkinga sem ætlar að halda uppi fjörinu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn búa í Grindavík og hér sameinast þeir á sviðinu og skemmta vinum og nágrönnum,“ bætir hún við.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands heiðursgestur

Á sjómannadaginn byrja Grindvíkingar á hjólreiðakeppni þar sem unglingar fara stutta en hraða braut um hafnarsvæðið. Keppnin sterkasti maður á Íslandi fer fram á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag með trukkadrætti og alls kyns aflraunum.

„Sjómannamessa verður haldin í kirkjunni og svo tekur við hátíðardagskrá á hafnarsvæðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt,“ bætir Björg við.

„Forseti Íslands verður heiðursgestur hátíðarinnar og erum við einkar spennt fyrir heimsókn hans. Fjölmörg atriði verða fyrir börn og fullorðna á hátíðarsvæðinu, hoppukastalar og leiktæki um allan bæ og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjómannadeginum lýkur svo á rokktónleikum í íþróttahúsinu þar sem Grindvíkingar og gestir þeirra stíga á svið og flytja gestum alvöru rokktónleika.“

Íbúarnir sameinast í undir-búningi og taka virkan þátt

Gamlar hefðir og nýir viðburðir blandast saman í hátíðahöldum sjómannadagsins í Grindavík, eins og Björg segir frá.

„Hverfaskiptingin og litir hverfanna, þátttaka þeirra í bryggjuballinu og samvinna innan hverfanna hefur fylgt hátíðinni frá byrjun. Íbúarnir sameinast þannig í undirbúningi og eru virkir þátttakendur í hinum ýmsu viðburðum. Leitast er við að ná til allra aldurshópa og taka ungir og eldri þátt í fótboltamótum og hinum ýmsu viðburðum.“

Af nýjum viðburðum nefnir hún til dæmis ballið í íþróttahúsinu á sunnudag. „Þar erum við að reyna að virkja heimamenn og gefa gestum okkar kost á að njóta þeirra frábæru krafta sem hér eru.“

Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn.
Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Að sögn Bjargar er þátttaka bæjarbúa mikil og almenn í hátíðahöldum sjómannadagsins.

„Já, við viljum meina að það sé þverskurðurinn sem tekur þátt, við merkjum mun á milli hverfanna sem getur meðal annars átt sér rót í aldursdreifingu innan hverfa. Nýju og barnmörgu hverfin iða af lífi þar sem þeir eldri og rótgrónari nálgast gleðina af ögn meiri yfirvegun,“ útskýrir hún. „En litagleðin og sköpunargleðin fá að njóta sín sérstaklega á föstudeginum í göngunni og svo á bryggjuballinu.“

Meðvituð um fórnir sjómanna

Björg bendir á að eitt og annað gerir sjómannadaginn sérstakan í huga Grindvíkinga.

„Grindavík byggir á sterkum sjávarútvegi og hefur gert í áranna rás. Sjómenn eru okkur kærir og við erum meðvituð um þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að við getum lifað góðu lífi. Konur og karlar hafa í gegnum árin barist við náttúruöflin og sjóinn og sambýlið hefur verið ljúfsárt en á degi sem þessum fögnum við og gleðjumst með þessum hetjum okkar sem eru okkur svo mikilvægar,“ segir Björg Erlingsdóttir að endingu. jonagnar@mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...