Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum

Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.
Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.

„Að vanda er fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta og sjómannadeginum. Dagskráin ætti að passa öllum aldurshópum og mikil áhersla er lögð á barnadagskrá, leiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og svo gerum við ráð fyrir að veðrið verði gott og þá er fátt betra en að spóka sig í Grindavík,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Sjómennska hefur frá örófi alda verið snar þáttur í lífi bæjarbúa og því þarf ekki að koma á óvart þótt vel sé í lagt þegar sjómannadagurinn rennur upp. Það kemur líka á daginn að það er sérstaklega mikið um að vera hjá Grindvíkingum og greinilegt að þeir taka þennan dag alvarlega – en þó með bros á vör.

„Bjarni töframaður, Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands, Solla stirða og Siggi sæti ásamt Íþróttaálfinum heimsækja okkur og svo kemur heimsmeistarinn í töfrabrögðum ásamt Einari Mikael í heimsókn og boðið verður upp á töfranámskeið fyrir krakka,“ útskýrir Björg.

„Á föstudagskvöldið verður hið fræga bryggjuball þar sem íbúar Grindavíkur sameinast við Kvikuna og skemmta sér saman. Hverfin í bænum hafa hvert sinn lit og íbúarnir keppast við að skreyta hús sín og mæta í litskrúðugum göllum í gönguna og á ballið.

Ingó Veðurguð verður með brekkusöng, heimsmeistarinn í töfrabrögðum sýnir snilli sína, fulltrúar hverfanna stíga á stokk og í lok balls mæta Veðurguðirnir með Ingó í fararbroddi. Áður en að því kemur stígur á svið hópur vaskra Grindvíkinga sem ætlar að halda uppi fjörinu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn búa í Grindavík og hér sameinast þeir á sviðinu og skemmta vinum og nágrönnum,“ bætir hún við.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands heiðursgestur

Á sjómannadaginn byrja Grindvíkingar á hjólreiðakeppni þar sem unglingar fara stutta en hraða braut um hafnarsvæðið. Keppnin sterkasti maður á Íslandi fer fram á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag með trukkadrætti og alls kyns aflraunum.

„Sjómannamessa verður haldin í kirkjunni og svo tekur við hátíðardagskrá á hafnarsvæðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt,“ bætir Björg við.

„Forseti Íslands verður heiðursgestur hátíðarinnar og erum við einkar spennt fyrir heimsókn hans. Fjölmörg atriði verða fyrir börn og fullorðna á hátíðarsvæðinu, hoppukastalar og leiktæki um allan bæ og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjómannadeginum lýkur svo á rokktónleikum í íþróttahúsinu þar sem Grindvíkingar og gestir þeirra stíga á svið og flytja gestum alvöru rokktónleika.“

Íbúarnir sameinast í undir-búningi og taka virkan þátt

Gamlar hefðir og nýir viðburðir blandast saman í hátíðahöldum sjómannadagsins í Grindavík, eins og Björg segir frá.

„Hverfaskiptingin og litir hverfanna, þátttaka þeirra í bryggjuballinu og samvinna innan hverfanna hefur fylgt hátíðinni frá byrjun. Íbúarnir sameinast þannig í undirbúningi og eru virkir þátttakendur í hinum ýmsu viðburðum. Leitast er við að ná til allra aldurshópa og taka ungir og eldri þátt í fótboltamótum og hinum ýmsu viðburðum.“

Af nýjum viðburðum nefnir hún til dæmis ballið í íþróttahúsinu á sunnudag. „Þar erum við að reyna að virkja heimamenn og gefa gestum okkar kost á að njóta þeirra frábæru krafta sem hér eru.“

Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn.
Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Að sögn Bjargar er þátttaka bæjarbúa mikil og almenn í hátíðahöldum sjómannadagsins.

„Já, við viljum meina að það sé þverskurðurinn sem tekur þátt, við merkjum mun á milli hverfanna sem getur meðal annars átt sér rót í aldursdreifingu innan hverfa. Nýju og barnmörgu hverfin iða af lífi þar sem þeir eldri og rótgrónari nálgast gleðina af ögn meiri yfirvegun,“ útskýrir hún. „En litagleðin og sköpunargleðin fá að njóta sín sérstaklega á föstudeginum í göngunni og svo á bryggjuballinu.“

Meðvituð um fórnir sjómanna

Björg bendir á að eitt og annað gerir sjómannadaginn sérstakan í huga Grindvíkinga.

„Grindavík byggir á sterkum sjávarútvegi og hefur gert í áranna rás. Sjómenn eru okkur kærir og við erum meðvituð um þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að við getum lifað góðu lífi. Konur og karlar hafa í gegnum árin barist við náttúruöflin og sjóinn og sambýlið hefur verið ljúfsárt en á degi sem þessum fögnum við og gleðjumst með þessum hetjum okkar sem eru okkur svo mikilvægar,“ segir Björg Erlingsdóttir að endingu. jonagnar@mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögregla varar við „suðrænum“ svindlurum

18:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar á Facebook við suðrænum svindlurum, sem tókst um helgina að pranga inn á mann „gæðajakka“ sem reyndist alls ekki standast kröfur. Mennirnir eru sagðir sérstaklega „tunguliprir“ og halda sig til á bifreiðastæðum við stórverslanir. Meira »

Viðbragðstími flutninga of langur

18:05 Ljóst er að auka þarf útgjöld ríkisins til sjúkraflutninga ef bæta á við einni til tveimur sjúkraþyrlum. Landhelgisgæslan er í dag kölluð 130 sinnum út á ári í sjúkraflug en áætlanir ganga út frá því að bara á Suðurlandi og Vesturlandi verði útköll einnar sjúkraþyrlu um 300 til 600 á hverju ári. Meira »

Lést á 10 ára afmælisdaginn

17:26 Ragnar Emil Hallgrímsson lést í gær á 10 ára afmælisdeginum sínum. Ragnar þjáðist af sjaldgæfum taugahrörnunarsjúkdómi, SMA-1. Móðir hans sagði frá fráfalli hans á Facebook-síðu sinni í gær. Meira »

Skóflustunga að nýjum stúdentagörðum

17:18 Fyrsta skóflustungan að nýjum stúdentagörðum sem munu rísa á háskólasvæðinu var tekin í dag. „Þetta nýtist bæði stúdentum og þeim sem vilja góðan almennan leigumarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Meira »

„Sprengjan“ reyndist vera járnstykki

16:36 Hlutur sem fannst í fjörunni á Álftanesi í gær og leit út eins og jarðsprengja reyndist vera járnstykki úr vinnupalli samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Endurbætur við Deildartunguhver

16:34 Í byrjun júlí ætla Veitur að hefja framkvæmdir við Deildartunguhver en á meðan framkvæmdunum stendur mun aðgengi að hvernum minnka. Þetta er gert til þess að bæta aðstöðu ferðamanna og tryggja öryggi þeirra. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna manndrápstilraunar

16:25 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás með að hafa ítrekað stungið annan mann í brjóst og handlegg þegar þeir voru um borð á hollensku skipi. Meira »

Steypuvinna hafin á Hörpureitnum

16:30 Framkvæmdir á Hörpureitnum í miðborg Reykjavíkur þar sem Marriott hótel rís hófust klukkan 4 í nótt. Byrjað var að steypa grunn í holuna sem staðið hefur óhreyfð í fjölda ára en um þrjátíu starfsmenn unnu við verkefnið í nótt með bílum, tækjum og tólum. Meira »

Sagt að réttindin væru fullnægjandi

16:22 „Ákærði telur að orsök slyssins verði ekki rakin til einhvers sem hann bar ábyrgð á. Hann er launþegi hjá fyrirtækinu og hver er ábyrgð þess að ráða fólk til starfa með tilskilin réttindi? Um er að ræða óhappatilvik og þá spyr maður um ábyrgð útgerðarinnar.“ Meira »

Ríkisforstjórar fá milljónagreiðslur

16:19 Ríkisendurskoðandi hækkar um 29,5 prósent í launum og fær 4,7 milljóna króna eingreiðslu, forstjóri Fjármálaeftirlitsins um 14,8 prósent og fær um fjögurra milljóna króna greiðslu, forsetaritari um 19,6 prósent og fær 1,8 milljónir króna, hagstofustjóri um 11,4 prósent og fær 1,2 milljónir í eingreiðslu og framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar um 12,8 prósent og fær 2,5 milljóna króna eingreiðslu. Meira »

Snærós Sindradóttir ráðin til RÚV

16:15 Snærós Sindradóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra UNG-RÚV. Hún hefur starfað sem blaðamaður hjá Fréttablaðinu undanfarin ár. Snærós hefur störf hjá RÚV í byrjun ágúst og mun leiða uppbyggingu á þjónustu RÚV fyrir ungt fólk þvert á miðla. Meira »

Gáfu forsetanum pizzu í afmælisgjöf

16:09 Í tilefni afmælis Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag sendi Domino's honum pizzu í afmælisgjöf. Pizzan var að sjálfsögðu ananas-laus en eins og frægt er orðið lét Guðni þau orð falla fyrr á árinu að hann vildi helst banna ananas á pizzur. Meira »

Komu úr öðrum hverfum til að skemma

15:40 „Tilkynningar um eignaspjöll hafa alveg dottið niður. Við erum búin að ræða við langflesta þessara unglinga sem höfðu sig mest frammi. Það virðist hafa haft áhrif,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Sárin í mosanum grædd

14:57 Fyrir stuttu voru unnin skemmdarverk í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli. Í dag var vinnuhópur á vegum Orku Náttúrunnar að græða sárin með því að planta mosa í þau. Aðferðin er einföld og segir landgræðslustjóri ON að allir geti grætt sár í mosa í sínu nærumhverfi. Meira »

Slóst utan í annan krana

14:46 Byggingakrani féll þegar verið var að taka hann niður við Vesturbæjarskóla um klukkan hálftvö í dag. Að sögn Atla Hafsteinssonar, staðarstjóra hjá Munck á Íslandi sem er verktaki á svæðinu, slóst kraninn utan í annan krana en engin slys urðu á fólki. Meira »

Auka eigi kröfur um þekkingu

15:17 Vinna Samgöngustofu við end­ur­skoðun á samþykkt­um hand­bók­um fyr­ir fis­fé­lög­in, sem farið var í eftir að rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því að stofnuninni að gera auknar kröfur um þekkingu og vinnubrögð þeirra sem vinna að samsetningu og viðhaldi fisa, er á lokastigi. Meira »

Afnema sumarlokanir

14:55 Velferðarráð hefur samþykkt að afnema sumarlokanir í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir skerðingu á matarþjónustu fyrir eldri borgara sem margir nýta sér í hádeginu. Meira »

Ætla að annast kaup á námsgögnum

14:44 Kársnesskóli hefur í samstarfi við foreldrafélagið ákveðið að annast innkaup námsgagna fyrir alla nemendur skólans fyrir næst skólaár. Skólinn getur lagt til námsgögn til persónulega nota fyrir nemendur fyrir ákveðið gjald sem foreldrum stendur til boða að greiða inn á reikning foreldrafélagsins. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Tölva til sölu
Til sölu Dell Optiplex GX620 borðtölva ásamt skjá, lyklaborði og mús. Er með Win...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...