Grindvíkingar gleðjast með hetjum sínum

Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.
Horft yfir Grindavíkurhöfn. Mynd fengin af vef Grindavíkurbæjar.

„Að vanda er fjölbreytt dagskrá á Sjóaranum síkáta og sjómannadeginum. Dagskráin ætti að passa öllum aldurshópum og mikil áhersla er lögð á barnadagskrá, leiktæki, andlitsmálun, skemmtiatriði og svo gerum við ráð fyrir að veðrið verði gott og þá er fátt betra en að spóka sig í Grindavík,“ segir Björg Erlingsdóttir, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Sjómennska hefur frá örófi alda verið snar þáttur í lífi bæjarbúa og því þarf ekki að koma á óvart þótt vel sé í lagt þegar sjómannadagurinn rennur upp. Það kemur líka á daginn að það er sérstaklega mikið um að vera hjá Grindvíkingum og greinilegt að þeir taka þennan dag alvarlega – en þó með bros á vör.

„Bjarni töframaður, Skoppa og Skrítla, Sirkus Íslands, Solla stirða og Siggi sæti ásamt Íþróttaálfinum heimsækja okkur og svo kemur heimsmeistarinn í töfrabrögðum ásamt Einari Mikael í heimsókn og boðið verður upp á töfranámskeið fyrir krakka,“ útskýrir Björg.

„Á föstudagskvöldið verður hið fræga bryggjuball þar sem íbúar Grindavíkur sameinast við Kvikuna og skemmta sér saman. Hverfin í bænum hafa hvert sinn lit og íbúarnir keppast við að skreyta hús sín og mæta í litskrúðugum göllum í gönguna og á ballið.

Ingó Veðurguð verður með brekkusöng, heimsmeistarinn í töfrabrögðum sýnir snilli sína, fulltrúar hverfanna stíga á stokk og í lok balls mæta Veðurguðirnir með Ingó í fararbroddi. Áður en að því kemur stígur á svið hópur vaskra Grindvíkinga sem ætlar að halda uppi fjörinu. Margir hæfileikaríkir tónlistarmenn búa í Grindavík og hér sameinast þeir á sviðinu og skemmta vinum og nágrönnum,“ bætir hún við.

Frá Grindavíkurhöfn.
Frá Grindavíkurhöfn. mbl.is/Ómar

Forseti Íslands heiðursgestur

Á sjómannadaginn byrja Grindvíkingar á hjólreiðakeppni þar sem unglingar fara stutta en hraða braut um hafnarsvæðið. Keppnin sterkasti maður á Íslandi fer fram á hafnarsvæðinu bæði laugardag og sunnudag með trukkadrætti og alls kyns aflraunum.

„Sjómannamessa verður haldin í kirkjunni og svo tekur við hátíðardagskrá á hafnarsvæðinu þar sem sjómenn verða heiðraðir og skemmtiatriði flutt,“ bætir Björg við.

„Forseti Íslands verður heiðursgestur hátíðarinnar og erum við einkar spennt fyrir heimsókn hans. Fjölmörg atriði verða fyrir börn og fullorðna á hátíðarsvæðinu, hoppukastalar og leiktæki um allan bæ og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sjómannadeginum lýkur svo á rokktónleikum í íþróttahúsinu þar sem Grindvíkingar og gestir þeirra stíga á svið og flytja gestum alvöru rokktónleika.“

Íbúarnir sameinast í undir-búningi og taka virkan þátt

Gamlar hefðir og nýir viðburðir blandast saman í hátíðahöldum sjómannadagsins í Grindavík, eins og Björg segir frá.

„Hverfaskiptingin og litir hverfanna, þátttaka þeirra í bryggjuballinu og samvinna innan hverfanna hefur fylgt hátíðinni frá byrjun. Íbúarnir sameinast þannig í undirbúningi og eru virkir þátttakendur í hinum ýmsu viðburðum. Leitast er við að ná til allra aldurshópa og taka ungir og eldri þátt í fótboltamótum og hinum ýmsu viðburðum.“

Af nýjum viðburðum nefnir hún til dæmis ballið í íþróttahúsinu á sunnudag. „Þar erum við að reyna að virkja heimamenn og gefa gestum okkar kost á að njóta þeirra frábæru krafta sem hér eru.“

Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn.
Landað úr Gulltoppi í Grindavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Að sögn Bjargar er þátttaka bæjarbúa mikil og almenn í hátíðahöldum sjómannadagsins.

„Já, við viljum meina að það sé þverskurðurinn sem tekur þátt, við merkjum mun á milli hverfanna sem getur meðal annars átt sér rót í aldursdreifingu innan hverfa. Nýju og barnmörgu hverfin iða af lífi þar sem þeir eldri og rótgrónari nálgast gleðina af ögn meiri yfirvegun,“ útskýrir hún. „En litagleðin og sköpunargleðin fá að njóta sín sérstaklega á föstudeginum í göngunni og svo á bryggjuballinu.“

Meðvituð um fórnir sjómanna

Björg bendir á að eitt og annað gerir sjómannadaginn sérstakan í huga Grindvíkinga.

„Grindavík byggir á sterkum sjávarútvegi og hefur gert í áranna rás. Sjómenn eru okkur kærir og við erum meðvituð um þær fórnir sem færðar hafa verið til þess að við getum lifað góðu lífi. Konur og karlar hafa í gegnum árin barist við náttúruöflin og sjóinn og sambýlið hefur verið ljúfsárt en á degi sem þessum fögnum við og gleðjumst með þessum hetjum okkar sem eru okkur svo mikilvægar,“ segir Björg Erlingsdóttir að endingu. jonagnar@mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sex þýðendur tilnefndir

21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Pennar
...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...