Hnífaburður algengur

Frá vettvangi í Mosfellsdal í vikunni.
Frá vettvangi í Mosfellsdal í vikunni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Manndrápið í Mosfellsdal er ekki endilega til merkis um aukið eða harðnandi ofbeldi í undirheimunum, að mati Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns. „Hluti þess sem við erum að rannsaka er hver ásetningurinn var, hvort hann var til manndráps eða einhvers annars,“ sagði Grímur.

Hann segir að lögreglan fái tilkynningar um að verið sé að beita því sem kallað er handrukkanir. „Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur ef það lendir í slíku,“ sagði Grímur. „Slíkar aðferðir eru gjarnan notaðar vegna einhvers ólögmæts, til dæmis fíkniefnamála. Sá sem fyrir verður lætur það kannski yfir sig ganga og vill ekki blanda lögreglunni í það. Þannig verður þetta undirheimamál, ef svo má segja. Engu að síður hvetjum við til þess að lögreglan sé látin vita.“

Grímur sagði aðspurður að hægur stígandi hefði verið í vopnaburði í undirheimunum. Fyrir talsvert löngu síðan hefði það heyrt til undantekninga að menn gengju með hnífa, en nú sé það algengt að menn séu vopnaðir hnífum. Hann sagði það ekkert eiga frekar við um útlendinga en Íslendinga að bera vopn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert