Segir Rambó hafa svikist undan

Einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski.
Einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski. Skjáskot/Wikipedia

„Þetta gekk ekki, hann laug. Hann sagðist ætla að koma sjálfur til landsins eða senda fagmenn en svo sendi hann bara blaðamann sem var hér í nokkrar vikur og er nú farinn af landi,“ segir  Elwira Landowska, frænka Arturs Jarmosz­ko. Hún segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar í samskiptum við pólska einkaspæjarann sem var ráðinn til að rannsaka hvarf Arturs. 

Frétt mbl.is:

Greint var frá því á mbl.is að fjölskylda Arturs Jarmosz­ko, sem ekk­ert hef­ur spurst til síðan 1. mars, hefði safnað fé til að ráða þekkt­an pólsk­an einka­spæj­ara, Krzysztof Rut­kowski, til að grennsl­ast fyr­ir um af­drif hans.  Hann er 57 ára gamall fyrrverandi þingmaður á pólska þinginu, sem er kallaður „Rambó“ af aðdáendum sínum og hef­ur kom­ist í heims­frétt­irn­ar, meðal ann­ars fyr­ir að hafa laumað níu ára gam­alli pólskri stúlku, sem hafði verið í um­sjá norskra barna­vernd­ar­yf­ir­valda, til fjöl­skyldu henn­ar í Póllandi.

Að sögn Elwiru sagði Rutkowski við móður Arturs, sem býr í Póllandi, að hann hefði komið til Íslands en þegar hún krafði hann um sönnun þess efnis hefði hann snúið út úr. Þá hefði hann staðið í hótunum þegar endurgreiðsla og málsókn komu til tals. 

„Þegar hún bað um að fá endurgreitt byrjaði Rutkowski að hóta henni. Hún varð mjög hrædd og þurfti að skrifa undir samning sem kveður á um að hún geti ekki farið í mál við hann.“ 

Fengu ekkert fyrir peninginn

Fjölskylda Arturs greiddi Rutkowski upphæð sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna fyrir fram. Elwira segir að fimmtungur af upphæðinni hefði fengist endurgreiddur þegar móðir Arturs skrifaði undir samkomulagið um að höfða ekki málsókn. Restin sé tapað fé því ekkert hefði fengist fyrir. 

Þeir gerðu ekki neitt. Blaðamaðurinn útbjó myndband af sér fara á alla staði sem Artur var á áður en hann hvarf en þetta var bara auglýsing fyrir hann sjálfan, hann var bara í fríi á Íslandi.“

Fleiri telja sig svikna

Þegar Rutkowski hætti afskiptum af málinu segist Elwira hafa skoðað feril hans betur. Þá hafi komið í ljós að fleiri höfðu sömu sögu að segja. 

„Það var til dæmis eitt mál með stelpu í Egyptalandi þar sem Rutkowski fór sjálfur í málið. Síðan birtust myndbönd á netinu af honum að djamma í stað þess að rannsaka málið. Það eru fleiri sem hafa lent í þessu en enginn þorir að fara einn gegn honum.

Þá segir Elwira að engar nýjar upplýsingar í tengslum við hvarf Arturs hafi komið í ljós. „Ég held að það hafi liðið of langur tími til að eitthvað fari að breytast í málinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Umsóknarfrestur framlengdur til 4. janúar

11:52 Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti landlæknis, sem að óbreyttu hefði runnið út 20. desember, til 4. janúar næstkomandi. Embættið var auglýst laust til umsóknar 10. nóvember síðastliðinn. Meira »

100 þúsund íslensk lykilorð aðgengileg

11:37 Í síðustu viku var fyrst greint frá því að gagnasafn með 1,4 milljörðum lykilorða væri aðgengilegt á vefnum, en það hafði áður gengið kaupum og sölum á svokölluðu hulduneti (e. dark web). Að lágmarki 100 þúsund íslensk lykilorð er að finna í þessu gagnasafni og líklega eru þau mun fleiri. Meira »

„Þessu verður engu að síður fylgt eftir“

11:29 Mótmælunum sem fara áttu fram fyrir utan höfuðstöðvar Klakka á hádegi í dag hefur verið aflýst. Ákveðið var að hætta við mótmælin vegna ákvörðunar stjórnar Klakka að draga fyrirætlaðar bónusgreiðslur til starfsmanna félagsins til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á Facebook-síðu hans. Meira »

Lagði ríka áherslu á samstarf

11:22 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði ríka áherslu á gott samstarf á Alþingi í umræðum um fjármálafrumvarpið 2018 þegar hann lagði það fram í ljósi þess hversu knappur tími væri til stefnu að samþykkja það. Meira »

Mikill verðmunur á jólamatnum

11:09 Bónus er í langflestum tilvikum með lægsta verðið þegar kemur í verðlagningu á jólamat þetta árið samkvæmt verðkönnun ASÍ. Hagkaup, sem er líkt og Bónus í eigu Haga, er oftast með hæsta verðið á jólamatnum. Meira »

Skíðasvæði víða opin í dag

10:59 Skíðasvæði landsmanna verða víða opin í dag. Í Bláfjöllum verður opið frá kl. 14 til 21 og er öllum boðið frítt í lyftur svæðisins. Meira »

Valt í Námaskarði

10:55 Flutningabifreið með tengivagn valt í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slasaðist ekki við óhappið. Verið er að reyna að koma bifreiðinni upp á veg og því töluverðar tafir á umferð. Meira »

Fundum frestað um óákveðinn tíma

10:58 Fundum í kjaradeilum Flugvirkjafélags Íslands vegna Atlanta og Félags atvinnuflugmanna vegna Icelandair sem áttu að vera í þessari viku hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira »

Gjaldskrá Strætó hækkar á nýju ári

10:45 Á fundi stjórnar Strætó bs. 6. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun og vegna þjónustuaukningar sem ráðist verður í 7. janúar næstkomandi. Meira »

Innkalla Nóa piparkúlur

10:39 Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað Nóa piparkúlur – súkkulaðihjúpaðar lakkrískaramellur með pipardufti. Meira »

Mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

10:30 Þingfundur er hafinn á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Fjáralagafrumvarpið er eina mál á dagskrá þingsins næstu daga enda skammur tími til stefnu að samþykkja þau fyrir áramót. Meira »

Varð gjöf í lífi séra Örnu

10:01 Drengur sem fæddist á eldhúsgólfinu í móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur 1994 varð gjöf í lífi Örnu Grétarsdóttur, sóknarprests á Reynivöllum. Því hann er tengdasonur hennar og faðir dótturdóttur hennar. Arna gerði flóttafólk og Me too byltinguna að umtalsefni við setningu Alþingis í gær. Meira »

Gefur mjólk í skóinn

09:58 „Að mínu mati er meira en nóg drasl í heiminum,“ segir jólasveinninn Þvörusleikir um ákvörðun sína að gefa Sannar gjafir UNICEF í skóinn þetta árið. Meira »

Refsingin þyngd verulega

09:13 Hæstiréttur hefur tvöfaldað refsidóm yfir manni sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Nú var hann dæmdur fyrir tvær líkamsárásir og brot gegn valdstjórninni en önnur líkamsárásin var framin sérstöku öryggisúrræði á vegum geðdeildar Landspítalans. Meira »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

„Rosalega ertu komin með stór brjóst“

09:41 „Gætir þú sleppt brjóstahaldaranum á morgun? Ég elska að sjá þau hossast,“ sagði yfimaður heilbrigðisstofnunar við kvenkyns samstarfsmann. „Við erum hættar að þegja til að halda friðinn,“ segir í yfirlýsingu 627 kvenna í heilbrigðisþjónustu. Meira »

Flugvirkjar bíða eftir góðu útspili

08:47 „Við vonum að það komi gott útspil í dag,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja um fund Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins klukkan 14 í dag vegna Icelandair. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, björtu veðri og köldu, en dálitlum éljum norðaustantil fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Notalegir inniskór
Notalegir inniskór Teg. 005 - stærðir 37-42- verð kr. 4.500,- Teg. 629 - stærðir...
 
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...