Segir Rambó hafa svikist undan

Einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski.
Einkaspæjarinn Krzysztof Rutkowski. Skjáskot/Wikipedia

„Þetta gekk ekki, hann laug. Hann sagðist ætla að koma sjálfur til landsins eða senda fagmenn en svo sendi hann bara blaðamann sem var hér í nokkrar vikur og er nú farinn af landi,“ segir  Elwira Landowska, frænka Arturs Jarmosz­ko. Hún segir farir fjölskyldunnar ekki sléttar í samskiptum við pólska einkaspæjarann sem var ráðinn til að rannsaka hvarf Arturs. 

Frétt mbl.is: Þekktur spæjari leitar Arturs

Greint var frá því á mbl.is að fjölskylda Arturs Jarmosz­ko, sem ekk­ert hef­ur spurst til síðan 1. mars, hefði safnað fé til að ráða þekkt­an pólsk­an einka­spæj­ara, Krzysztof Rut­kowski, til að grennsl­ast fyr­ir um af­drif hans.  Hann er 57 ára gamall fyrrverandi þingmaður á pólska þinginu, sem er kallaður „Rambó“ af aðdáendum sínum og hef­ur kom­ist í heims­frétt­irn­ar, meðal ann­ars fyr­ir að hafa laumað níu ára gam­alli pólskri stúlku, sem hafði verið í um­sjá norskra barna­vernd­ar­yf­ir­valda, til fjöl­skyldu henn­ar í Póllandi.

Að sögn Elwiru sagði Rutkowski við móður Arturs, sem býr í Póllandi, að hann hefði komið til Íslands en þegar hún krafði hann um sönnun þess efnis hefði hann snúið út úr. Þá hefði hann staðið í hótunum þegar endurgreiðsla og málsókn komu til tals. 

„Þegar hún bað um að fá endurgreitt byrjaði Rutkowski að hóta henni. Hún varð mjög hrædd og þurfti að skrifa undir samning sem kveður á um að hún geti ekki farið í mál við hann.“ 

Fengu ekkert fyrir peninginn

Fjölskylda Arturs greiddi Rutkowski upphæð sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna fyrir fram. Elwira segir að fimmtungur af upphæðinni hefði fengist endurgreiddur þegar móðir Arturs skrifaði undir samkomulagið um að höfða ekki málsókn. Restin sé tapað fé því ekkert hefði fengist fyrir. 

Þeir gerðu ekki neitt. Blaðamaðurinn útbjó myndband af sér fara á alla staði sem Artur var á áður en hann hvarf en þetta var bara auglýsing fyrir hann sjálfan, hann var bara í fríi á Íslandi.“

Fleiri telja sig svikna

Þegar Rutkowski hætti afskiptum af málinu segist Elwira hafa skoðað feril hans betur. Þá hafi komið í ljós að fleiri höfðu sömu sögu að segja. 

„Það var til dæmis eitt mál með stelpu í Egyptalandi þar sem Rutkowski fór sjálfur í málið. Síðan birtust myndbönd á netinu af honum að djamma í stað þess að rannsaka málið. Það eru fleiri sem hafa lent í þessu en enginn þorir að fara einn gegn honum.

Þá segir Elwira að engar nýjar upplýsingar í tengslum við hvarf Arturs hafi komið í ljós. „Ég held að það hafi liðið of langur tími til að eitthvað fari að breytast í málinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Píanó til sölu
Yamaha, 25 ára, hvítt, í góðu ásigkomulagi og nýstillt. Stóll úr beyki fylgir. ...
Matreiðslubækur og fleiri góðgæti
Gott úrval af notuðum: orðabókum, matreiðslubókum, handbókum, skáldverkum og bar...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...