Fögnuðu sjómannadeginum í Reykjavík

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag. mbl.is/Hanna

Töluverður mannfjöldi safnaðist saman í miðborg Reykjavíkur í dag til að fagna sjómannadeginum. Hátíð hafsins nefnast hátíðahöldin í Reykjavík en hún samanstendur af tveimur hátíðardögum, hafnardeginum sem haldinn var í gær og sjómannadeginum sem haldinn er í dag.

Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda, og er útisvið á Grandagarði með skipulögðum viðburðum.

Í ár eru hundrað ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og áttatíu ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað.

Nokkur mannfjöldi var saman kominn í góðviðrinu við höfnina.
Nokkur mannfjöldi var saman kominn í góðviðrinu við höfnina. mbl.is/Hanna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert