Ræðir viðbúnað við ríkislögreglustjóra

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er með lögreglumálin á sinni könnu.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra er með lögreglumálin á sinni könnu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ráðist í þessar aðgerðir eftir greiningarvinnu embættis ríkislögreglustjóra. Eftir atburðina sem áttu sér stað í nágrannalöndum okkar fer sjálfkrafa ferli í gang hjá ríkislögreglustjóra þar sem metið er hvort grípa þurfi til viðbúnaðar,“ segir Sigríður Andersen dómsmálaráðherra.  

Í gær var greint frá því á mbl.is að sér­sveit­ar­menn hefðu staðið vakt­ina í miðborg­inni á meðan hið svo­kallaða Lita­hlaup, eða Col­or Run, fór fram. Þá verður lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu verður með nokk­urn viðbúnað vegna landsleiks­ Íslands og Króatíu í kvöld. 

„Það er rétt að árétta að svona aðgerðir eru teknar eftir mat á hverjum tíma og að þetta mat getur tekið breytingum frá degi til dags,“ segir Sigríður. „Þetta hefur áður verið gert eftir hryðjuverkaárásir.“ 

Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins furðaði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sig á því að almenningi hefði ekki verið tilkynnt um aukinn viðbúnað lögreglu. Spurð hvort ekki hefði verið viðeigandi að upplýsa fyrir fram um aðgerðirnar og ástæðurnar að baki þeim segir Sigríður að hún muni taka það fyrir. 

„Það er almennt ekki venjan að tilkynna um vinnulag lögreglu en það getur verið ástæða til að kynna það sérstaklega. Það er eitthvað sem ég mun ræða við ríkislögreglustjóra,“ segir Sigríður Andersen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert