120 lögreglumenn á vakt vegna leiksins

mbl.is/Hanna

Alls tóku um 120 lögreglumenn þátt í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í gærkvöld. Kvöldið fór nokkuð vel fram að sögn lögreglu en öflug gæsla verður einnig á leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir liði Brasilíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun.

Sameiginlegt viðbúnaðarskipulag lögreglunnar á Laugardalsvelli í gær voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem og fulltrúar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og af Suðurnesjum. „Lögreglan er bara ein heild þannig að þegar að á reynir þá bara komum við fram sem ein heild,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Í aðgerðinni allri hafa verið svona sirka 120 lögreglumenn. En á leiknum sjálfum, ætli það hafi ekki verið eitthvað í kringum 100,“ segir Ásgeir. Því til viðbótar voru á svæðinu starfsmenn og gæsla á vegum KSÍ.

Veitti ekki af fleiri lögreglumönnum

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu óskaði fyrr í ár eft­ir áhættumati ríkislögreglustjóra vegna mann­frekra viðburða í sum­ar. Seg­ir Ásgeir að bæði lög­reglu­menn frá rík­is­lög­reglu­stjóra og öðrum embætt­um komi að lög­gæslu hér á landi og sér­sveit­ar­menn séu hluti af lög­gæsluskipu­lagi lands­ins við stóra viðburði eins og á leiknum í gær, í litahlaupinu á laugardaginn, á 17. júní, menn­ing­arnótt og í hinseg­in göng­unni  svo dæmi séu tekin.

„Við erum að spila úr því sem við höfum og það hefur gengið hingað til en ég get ekki leynt því að við gætum alveg notað fleiri lögreglumenn,“ segir Ásgeir, spurður hvort lögreglan hafi bolmagn til að halda uppi svo öflugri gæslu á fjölmennum viðburðum í borginni í sumar.

Í því sambandi bendir hann á að ríkislögreglustjóri hafi tekið það fram í skýrslu fyrir nokkrum árum að lögreglumenn í landinu þyrftu að vera nokkrum hundruðum fleiri en raun bæri vitni. „Það hefur held ég ekkert breyst,“ segir Ásgeir. „Ég man nú ekki alveg þessar tölur og hvernig þær standa núna miðað við mannfjölda […] en þetta voru einhver hundruð lögreglumanna sem að hann taldi vanta til að ástandið væri viðunandi.“

Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um það hvernig löggæslu er háttað í umdæminu hverju sinni, nema ef atburðurinn er þess eðlis að ríkislögreglustjóri ákveði að taka við að sögn Ásgeirs. „En hins vegar náttúrlega er megnið af sérsveitinni staðsett á höfuðborgarsvæðinu þannig að ef við teljum að við getum nýtt okkur styrk hennar þá óskum við eftir að þeir komi að því löggæsluskipulagi sem við erum að vinna að,“ segir Ásgeir.

Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og ...
Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og Króatíu í gærkvöld. mbl.is/Stefán Einar

Ómerktar bifreiðar ekki venjan

Að leik loknum í gærkvöld sást til stórrar ómerktrar sendibifreiðar sem þétt setin var íslenskum lögregluþjónum. Spurður um bifreiðina segir Ásgeir það eiga sér eðlilegar skýringar, það sé alls engin stefna að lögreglan notist við ómerktar bifreiðar heldur sé slíkt aðeins í undantekningatilfellum og hefur verið gert í nokkur ár.

„Fyrir langa löngu þá áttum við til, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 10 stóra lögreglubíla. Í dag eigum við fjóra [...] þannig að þegar við erum með svona stórt skipulag í gangi þá leigjum við bara svona bíla frá bílaleigunum til að flytja mannskap,“ útskýrir Ásgeir. Um sé að ræða bíla sem óhagkvæmt sé fyrir lögregluna að eiga og reka fyrir þau fáu skipti sem á þarf að halda og því séu þeir einungis leigðir út þegar stórar aðgerðir eru í gangi.  

mbl.is

Innlent »

Ekki hægt að bóka borð og mæta ekki

18:42 Fjölmargir veitingastaðir hafa tekið upp bókunarkerfi fyrir borðapantanir að erlendri fyrirmynd. Þegar gestir panta borð fá þeir send skilaboð sem innihalda hlekk og þar þurfa þeir að skrá greiðslukortanúmer. Ef gestirnir mæta ekki án þess að hafa afbókað borðið innan sólarhrings fá þeir rukkun. Meira »

Frítt að pissa í Hörpu

15:18 Ekki er lengur tekið gjald fyrir aðgang að salernum í Hörpu. Þetta staðfestir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við mbl.is. Byrjað var að rukka fyrir klósettferðir 19. júní síðastliðinn og þótti mörgum ansi vel í lagt að greiða 300 krónur fyrir. Meira »

Varahlutirnir stóðust ekki gæðakröfur

14:34 Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi, og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að skuldinni af seinkuninni sé alfarið skellt á Eimskip. Meira »

Ernir flýgur aftur á Sauðárkrók

13:27 Flugfélagið Ernir tilkynnti á facebooksíðu sinni í gær að það ætlaði að hefja flug á ný milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. „Fyrir áeggjan ýmissa aðila tókum við áskorun um að gera sex mánaða tilraun í vetur,“ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis. Meira »

Tveir milljarðar í „köld svæði“

12:58 Flugvélaeldsneyti á að kosta það sama um allt land til að tryggja að flugfélög geti flogið beint á flugvelli hvert sem er á landinu. Þetta var meðal þess sem Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra kynnti á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í kosningamiðstöð flokksins undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Heilsuprótein vígir verksmiðju í Skagafirði

12:40 Mikil mannfjöldi mætti á opnun verksmiðju Heilsupróteins á Sauðarkróki í gær. Heilsuprótein er samstarfsverkefni Mjólk­ur­sam­sölunnar og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga, en fyrirtækinu er ætlað að fram­leiða verðmæt­ar afurðir úr mysu sem áður hef­ur verið fargað. Meira »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Viðreisn sýnir spilin

12:26 Meðalheimili gæti sparað um 150 þúsund krónur á mánuði ef vaxtaskilyrði og matvælaverð væri samanburðarhæft við það sem gerist á Norðurlöndum. Þetta kom fram í máli Þorsteins Víglundssonar velferðarráðherra á kosningafundi Viðreisnar sem haldinn var í dag undir yfirskriftinni Sýnum spilin. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss um hvað þú eigir að kjósa en veist að þú vilt sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar? Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...