120 lögreglumenn á vakt vegna leiksins

mbl.is/Hanna

Alls tóku um 120 lögreglumenn þátt í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í gærkvöld. Kvöldið fór nokkuð vel fram að sögn lögreglu en öflug gæsla verður einnig á leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir liði Brasilíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun.

Frétt mbl.is: Lögregla með viðbúnað vegna landsleiks

Sameiginlegt viðbúnaðarskipulag lögreglunnar á Laugardalsvelli í gær voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem og fulltrúar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og af Suðurnesjum. „Lögreglan er bara ein heild þannig að þegar að á reynir þá bara komum við fram sem ein heild,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Í aðgerðinni allri hafa verið svona sirka 120 lögreglumenn. En á leiknum sjálfum, ætli það hafi ekki verið eitthvað í kringum 100,“ segir Ásgeir. Því til viðbótar voru á svæðinu starfsmenn og gæsla á vegum KSÍ.

Veitti ekki af fleiri lögreglumönnum

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu óskaði fyrr í ár eft­ir áhættumati ríkislögreglustjóra vegna mann­frekra viðburða í sum­ar. Seg­ir Ásgeir að bæði lög­reglu­menn frá rík­is­lög­reglu­stjóra og öðrum embætt­um komi að lög­gæslu hér á landi og sér­sveit­ar­menn séu hluti af lög­gæsluskipu­lagi lands­ins við stóra viðburði eins og á leiknum í gær, í litahlaupinu á laugardaginn, á 17. júní, menn­ing­arnótt og í hinseg­in göng­unni  svo dæmi séu tekin.

„Við erum að spila úr því sem við höfum og það hefur gengið hingað til en ég get ekki leynt því að við gætum alveg notað fleiri lögreglumenn,“ segir Ásgeir, spurður hvort lögreglan hafi bolmagn til að halda uppi svo öflugri gæslu á fjölmennum viðburðum í borginni í sumar.

Í því sambandi bendir hann á að ríkislögreglustjóri hafi tekið það fram í skýrslu fyrir nokkrum árum að lögreglumenn í landinu þyrftu að vera nokkrum hundruðum fleiri en raun bæri vitni. „Það hefur held ég ekkert breyst,“ segir Ásgeir. „Ég man nú ekki alveg þessar tölur og hvernig þær standa núna miðað við mannfjölda […] en þetta voru einhver hundruð lögreglumanna sem að hann taldi vanta til að ástandið væri viðunandi.“

Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um það hvernig löggæslu er háttað í umdæminu hverju sinni, nema ef atburðurinn er þess eðlis að ríkislögreglustjóri ákveði að taka við að sögn Ásgeirs. „En hins vegar náttúrlega er megnið af sérsveitinni staðsett á höfuðborgarsvæðinu þannig að ef við teljum að við getum nýtt okkur styrk hennar þá óskum við eftir að þeir komi að því löggæsluskipulagi sem við erum að vinna að,“ segir Ásgeir.

Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og ...
Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og Króatíu í gærkvöld. mbl.is/Stefán Einar

Ómerktar bifreiðar ekki venjan

Að leik loknum í gærkvöld sást til stórrar ómerktrar sendibifreiðar sem þétt setin var íslenskum lögregluþjónum. Spurður um bifreiðina segir Ásgeir það eiga sér eðlilegar skýringar, það sé alls engin stefna að lögreglan notist við ómerktar bifreiðar heldur sé slíkt aðeins í undantekningatilfellum og hefur verið gert í nokkur ár.

„Fyrir langa löngu þá áttum við til, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 10 stóra lögreglubíla. Í dag eigum við fjóra [...] þannig að þegar við erum með svona stórt skipulag í gangi þá leigjum við bara svona bíla frá bílaleigunum til að flytja mannskap,“ útskýrir Ásgeir. Um sé að ræða bíla sem óhagkvæmt sé fyrir lögregluna að eiga og reka fyrir þau fáu skipti sem á þarf að halda og því séu þeir einungis leigðir út þegar stórar aðgerðir eru í gangi.  

mbl.is

Innlent »

Stúlkurnar „sviptar sínum rétti“

17:21 „Það er augljóst að fólk sættir sig ekki við svona ákvarðanir,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, en í dag voru undirskriftir tæplega 15 þúsund Íslendinga afhentar fulltrúa dómsmálaráðuneytisins, þar sem þess var krafist að mál afganskra feðgina og nígerískrar fjölskyldu verði endurskoðuð. Meira »

Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

16:50 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára. Meira »

57 milljónir fyrir 26 daga leigu

16:19 Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Meira »

Velja ekki allar að fara í fóstureyðingu

16:16 Fullyrðingar í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um að fóstrum með Downs-heilkenni sé eytt í næstum 100 prósent tilfella hér á landi, eru í raun ekki réttar. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu Landspítalans Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

15:50 Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

Einfalda skráningu íslensks ríkisborgararéttar

15:49 Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út drög að breytingum á lögum um íslenskan ríkisborgararétt og barnalögum. Ætlun frumvarpsins er að draga úr ríkisfangsleysi með því að einfalda möguleika á skráningu íslensks ríkisborgararétts til barna sem fæðast hér á landi og ungs fólks sem búið hefur hér á landi. Meira »

Umferðartafir á Kringlumýrarbraut

15:34 Umferðarslys varð fyrir stuttu á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar. veginum hefur ekki verið lokað en einhverjar tafir eru á umferð þar í suðurátt. Meira »

Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

15:34 Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn Meira »

Bandarísk herþota á miðjum vegi

14:29 Vegfarendur á Ásbrú ráku upp stór augu í dag þegar þeir sáu bandaríska herþotu á miðjum vegi í eftirdragi á eftir hvítum ISAVIA-pallbíl. Um er að ræða herþotu af gerðinni Phanton-F4 sem notaðar voru af Bandaríkjaher á árum áður. Meira »

„Mun koma í bakið á okkur öllum“

13:52 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is. Meira »

Stýrir áætlun vegna húsnæðissáttmála

13:48 Velferðarráðuneytið hefur fengið Guðrúnu Ingvarsdóttur til að stýra innleiðingu aðgerðaáætlunar stjórnvalda í húsnæðismálum samkvæmt sérstökum húsnæðissáttmála sem kynntur var nýlega. Meira »

Tímasetningin ekki sú besta

13:30 Upplýsingafulltrú Reykjavíkurborgar kveðst skilja að framkvæmdir við Grensásveg valdi vegfarendum óþægindum og að tímasetning framkvæmdanna sé ekki sú besta. Meira »

„Ekki mönnum bjóðandi“

12:34 „Það væri óskandi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mikilvægt að þetta fari að lagast,“ segir Vilberg Þráinsson, oddviti Reykhólahrepps, um lagningu nýs vegar í Gufudalssveit á Vestfjörðum. Vörubílar liggja fastir á núverandi malarvegi allan ársins hring vegna bleytu eða drullu. Meira »

Leiðakerfi Strætó í Google Maps

11:57 Til stendur að færa leiðarkerfi Strætó inn í Google Maps-kortavefinn. Munu farþegar þá geta nálgast upplýsingar um bestu leið milli staða á einfaldan hátt á vef Google eða Google Maps-forritinu í síma. Meira »

Veiddu 73 þúsund tonn í júlí

10:50 Fiskafli íslenskra skipa í júlí var 73.473 tonn, eða 3% meira en í júlí 2016. Botnfiskaflinn nam tæpum 30 þúsund tonnum og jókst um 6%, en þar af veiddust tæp 17 þúsund tonn af þorski sem er 22% aukning samanborið við júlí 2016. Meira »

Þyrlan sækir farþega í skemmtiferðaskip

12:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í  morgun til að sækja veikan farþega um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var í Breiðafirðinum. Meira »

Ekkert eftirlit og engin tölfræði

11:00 Engar reglur eru um að sérstakt leyfi þurfi frá heilbrigðisyfirvöldum til að framkvæma fegrunaraðgerðir á vörum á borð við varafyllingar. Aftur á móti ættu aðeins læknar að framkvæma bótox-aðgerðir. Meira »

Sprengingar fyrirhugaðar í september

10:38 Vonast er til að sprengingar hefjist í Dýrafjarðargöngum í byrjun september. Forskering, þar sem sprengdur er skurður inn í fjallið, hófst 17. júlí. Meira »
BMW F650CS til sölu
BMW F650 CS bifhjól til sölu. Ekið 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir. Nýr rafg...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...