120 lögreglumenn á vakt vegna leiksins

mbl.is/Hanna

Alls tóku um 120 lögreglumenn þátt í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í gærkvöld. Kvöldið fór nokkuð vel fram að sögn lögreglu en öflug gæsla verður einnig á leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir liði Brasilíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun.

Sameiginlegt viðbúnaðarskipulag lögreglunnar á Laugardalsvelli í gær voru lögreglumenn frá sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem og fulltrúar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra og af Suðurnesjum. „Lögreglan er bara ein heild þannig að þegar að á reynir þá bara komum við fram sem ein heild,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

„Í aðgerðinni allri hafa verið svona sirka 120 lögreglumenn. En á leiknum sjálfum, ætli það hafi ekki verið eitthvað í kringum 100,“ segir Ásgeir. Því til viðbótar voru á svæðinu starfsmenn og gæsla á vegum KSÍ.

Veitti ekki af fleiri lögreglumönnum

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu óskaði fyrr í ár eft­ir áhættumati ríkislögreglustjóra vegna mann­frekra viðburða í sum­ar. Seg­ir Ásgeir að bæði lög­reglu­menn frá rík­is­lög­reglu­stjóra og öðrum embætt­um komi að lög­gæslu hér á landi og sér­sveit­ar­menn séu hluti af lög­gæsluskipu­lagi lands­ins við stóra viðburði eins og á leiknum í gær, í litahlaupinu á laugardaginn, á 17. júní, menn­ing­arnótt og í hinseg­in göng­unni  svo dæmi séu tekin.

„Við erum að spila úr því sem við höfum og það hefur gengið hingað til en ég get ekki leynt því að við gætum alveg notað fleiri lögreglumenn,“ segir Ásgeir, spurður hvort lögreglan hafi bolmagn til að halda uppi svo öflugri gæslu á fjölmennum viðburðum í borginni í sumar.

Í því sambandi bendir hann á að ríkislögreglustjóri hafi tekið það fram í skýrslu fyrir nokkrum árum að lögreglumenn í landinu þyrftu að vera nokkrum hundruðum fleiri en raun bæri vitni. „Það hefur held ég ekkert breyst,“ segir Ásgeir. „Ég man nú ekki alveg þessar tölur og hvernig þær standa núna miðað við mannfjölda […] en þetta voru einhver hundruð lögreglumanna sem að hann taldi vanta til að ástandið væri viðunandi.“

Það er lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem tekur ákvörðun um það hvernig löggæslu er háttað í umdæminu hverju sinni, nema ef atburðurinn er þess eðlis að ríkislögreglustjóri ákveði að taka við að sögn Ásgeirs. „En hins vegar náttúrlega er megnið af sérsveitinni staðsett á höfuðborgarsvæðinu þannig að ef við teljum að við getum nýtt okkur styrk hennar þá óskum við eftir að þeir komi að því löggæsluskipulagi sem við erum að vinna að,“ segir Ásgeir.

Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og ...
Íslenskir lögreglumenn í ómerktri bifreið að loknum landsleik Íslands og Króatíu í gærkvöld. mbl.is/Stefán Einar

Ómerktar bifreiðar ekki venjan

Að leik loknum í gærkvöld sást til stórrar ómerktrar sendibifreiðar sem þétt setin var íslenskum lögregluþjónum. Spurður um bifreiðina segir Ásgeir það eiga sér eðlilegar skýringar, það sé alls engin stefna að lögreglan notist við ómerktar bifreiðar heldur sé slíkt aðeins í undantekningatilfellum og hefur verið gert í nokkur ár.

„Fyrir langa löngu þá áttum við til, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, 10 stóra lögreglubíla. Í dag eigum við fjóra [...] þannig að þegar við erum með svona stórt skipulag í gangi þá leigjum við bara svona bíla frá bílaleigunum til að flytja mannskap,“ útskýrir Ásgeir. Um sé að ræða bíla sem óhagkvæmt sé fyrir lögregluna að eiga og reka fyrir þau fáu skipti sem á þarf að halda og því séu þeir einungis leigðir út þegar stórar aðgerðir eru í gangi.  

mbl.is

Innlent »

Ákvað að hafa ást frekar en reiði

19:15 „Ég held að almættið hafi komið því svo fyrir að við mamma vorum mikið saman þrjá síðustu dagana í lífi hennar. Þannig fannst mér mamma vera að segja „Ég elska þig“, en samband okkar mömmu í gegnum tíðina var stundum erfitt. Meira »

Samkennari beið á nærbuxum uppi í rúmi

18:57 „Í starfsmannaferð erlendis var veskistöskunni stolið, seint um árshátíðarkvöld. Ég fæ lobbystrákinn til að fylgja mér og opna fyrir mér þar sem lyklarnir voru í veskinu. Þar bíður samkennari á nærbuxunum, uppi í rúmi, án sængur, hvítvín bíðandi á borðinu.“ Meira »

Enn vanti nokkuð upp á

18:38 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir ljóst að þrátt fyrir stuttan tíma hafi nýjum ráðherra heilbrigðismála tekist að setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær. Meira »

Bíða með ákvörðun um kostamat

17:23 Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í kostamat á virkjun innan sveitarfélagsins annars vegar og stofnun þjóðgarðs eða verndarsvæðis hins vegar. Meira »

Nýr vígslubiskup kosinn í mars

17:19 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að endurtaka tilnefningu til vígslubiskups í Skálholti í febrúar og að kosið verði á ný í mars á næsta ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá þjóðkirkjunni. Meira »

Elliði vill leiða áfram í Eyjum

16:55 Elliði Vigfússon, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tilkynnti í dag á vef sínum Ellidi.is að hann gefi áfram kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. „Undanfarið hef ég eytt talsverðum tíma í að líta yfir farinn veg og hugsa um framtíðina,“ segir Elliði á vef sínum. Meira »

Komst upp með að nauðga nemanda

16:13 „Ég starfaði einu sinni við framhaldsskóla þar sem kennari nauðgaði nemanda, utan skólatíma. Skólastjóra var gert viðvart en kennarinn var ekki kærður fyrir verknaðinn.“ Svona hefst frásögn konu innan menntageirans sem greinir frá því að samstarfsmaður hennar hafi komist upp með að nauðga nemanda. Meira »

Forstjóra Landspítala misboðið

16:37 Í nýjum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, segir hann ofbeldi gagnvart konum ólíðandi ósóma og smánarblett. Hann segir alls ekki koma á óvart að slíkt hafi viðgengist í heilbrigðisþjónustunni, enda sé þar samfélag líkt og á öðrum vinnustöðum. Meira »

„Það hlýnar á morgun“

15:58 Heldur hlýnar á landinu öllu seinnipartinn á morgun og hitastig verður komið réttum megin við frostmark síðdegis og annað kvöld. Þessu fylgir þó einhver rigning, sérstaklega á suðvesturhluta landsins. Meira »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...