Bilun í flugtaki

Air Iceland Connect.
Air Iceland Connect. mbl.is/Sigurður Bogi

Hætta þurfti við flugtak vegna bilunar í vél flugvélar Flugfélags Íslands - Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag. Ljós komu í mælaborði flugvélarinnar í flugtakinu áður en hún tók á loft. 67 farþegar voru um borð í vélinni. Önnur vél mun fljúga með farþega til Egilsstaða tíu mínútur yfir þrjú.  

Það er unnið að því að greina vandann. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að ljósin kviknuðu,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands - Air Iceland Connect. 

Þar sem atvikið kom upp í upphafi flugtaks og vélin ekki komin á loft fengu flugfarþegar ekki áfallahjálp.  

RÚV greindi fyrst frá.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert