Vill að almenningur sé upplýstur

Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna, mætir til fundar Þjóðaröryggisráðsins.
Katrín Jakobsdóttir, fomaður Vinstri grænna, mætir til fundar Þjóðaröryggisráðsins. mbl.is/Víkurfréttir

„Ég setti fram þau sjónarmið mín að almenningur sé upplýstur um það ef það verða breytingar á vopnaburði lögreglu í tengslum við fjölskylduhátíðir. Að mínu viti er það ákveðin breyting á ásýnd lögreglunnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, um þau sjónarmið sem hún greindi frá á fundi Þjóðaröryggisráðinu fyrr í dag.

Hún greindi frá þessu undir liðnum hryðjuverkaógn. Aðspurð segir Katrín ekki geta greint frekar frá umræðunum sem fóru fram í kjölfarið, enda bundin trúnaði.    

Katrín bendir á að það sé umhugsunarefni að þetta gerist á sama tíma og almenn löggæsla er undirfjármögnuð. „Hún [löggæslan] nær ekki að sinna þeim skyldum og kröfum sem við gerum til hennar,“ segir Katrín. 

Hún kallar eftir opinni umræðu um vopnaburð lögreglunnar og að um þær upplýsingar ríki gagnsæi. Í því samhengi vísar hún til þess að Andrés Ingi Jóns­son, full­trúi Vinstri grænna í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd, hef­ur óskað eft­ir fundi í nefnd­inni í þess­ari viku til að ræða þróun lög­gæslu­mála í ljósi frétta um aukinn vopnaburð lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert