Yfirheyrslur í fyrramálið

Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal.
Árásin átti sér stað við bæinn Æsustaði í Mosfellsdal. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Yfirheyrslur yfir sexmenningunum sem hand­tekn­ir voru í tengsl­um við mann­dráps­málið í Mos­fells­dal í síðustu viku fara fram á morgun. Engar yfirheyrslur voru í dag, að sögn Gríms Grímssonar yf­ir­lög­regluþjóns. Óvíst er hvort einn eða allir verða yfirheyrðir í fyrramálið. 

Einn sex­menn­ing­anna var yf­ir­heyrður um helg­ina. 

Fólkið, fimm karl­ar og ein kona, var hand­tekið vegna máls­ins á miðviku­dags­kvöld í síðustu viku. Karl­arn­ir voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 23. júní en kon­an til 16. júní.

Arn­ar Jóns­son Asp­ar var fædd­ur árið 1978. Árás­ar­menn­irn­ir bönkuðu upp á hjá hon­um á heim­ili hans í Mos­fells­bæ á miðviku­dags­kvöld. Sam­býl­is­kona hans og afi henn­ar voru meðal þeirra sem urðu vitni að árás­inni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert