Flugvél lenti rétt hjá golfmóti

Ljósmynd/Gunnar Davíð Einarsson

Flugvél snertilenti á Garðavelli á Akranesi um sexleytið í gærkvöldi. Málið er komið í hendur lögreglu en margir voru á golfvellinum, meðal annars börn og unglingar sem tóku þátt í innanfélagsmóti á vegum Golfklúbbsins Leynis. 

„Það var haft samband við golfskálann í gærkvöldi og spurt hvort mætti snertilenda en því var ekki svarað. Hann setti niður vélina og reyndi lendingu samsíða skógræktinni á Akranesi,“ segir Guðmundur Sigvaldsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis á Akranesi. 

Hann segir að lögregla sé með málið í skoðun og að fólk á svæðinu hefði haft upp á flugmanninum með því að ná númeri flugvélarinnar. „Það var fullur golfvöllur og margt í gangi. Fólki var mjög brugðið og lögreglu barst fjöldinn allur af ábendingum.“

Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Álíka atvik átti sér stað á sama golfvelli árið 2013 þegar fisvél reyndi snertilendingu.

Ljósmynd/Gunnar Davíð Einarsson
Ljósmynd/Gunnar Davíð Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert