Myndband af snertilendingunni á Akranesi

Hér má sjá myndband af flug­vél snerti­lenda á Garðavelli á Akra­nesi um sex­leytið í gær­kvöldi. Málið er komið í hend­ur lög­reglu en marg­ir voru á golf­vell­in­um, meðal ann­ars börn og ung­ling­ar sem tóku þátt í inn­an­fé­lags­móti á veg­um Golf­klúbbs­ins Leyn­is. 

„Það var haft sam­band við golf­skál­ann í gær­kvöldi og spurt hvort mætti snerti­lenda en því var ekki svarað. Hann setti niður vél­ina og reyndi lend­ingu sam­síða skóg­rækt­inni á Akra­nesi,“ seg­ir Guðmund­ur Sig­valds­son, fram­kvæmda­stjóri Golf­klúbbs­ins Leyn­is á Akra­nesi. 

Flugvélin svífur yfir golfvellinum áður en hún reynir snertilendingu.
Flugvélin svífur yfir golfvellinum áður en hún reynir snertilendingu. Ljósmynd/Gunnar Davíð Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert