„Primera er ekki að firra sig ábyrgð“

Forsvarsmenn Primera Air segja að hvarf kattarins Gutta, sem hvarf 6. júní úr flugvél á Alicante á Spáni, sé komið til vegna galla á búrinu sem notað var við flutninga á kettinum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér vegna málsins.

Frétt mbl.is: Týndist í flugvél á Spáni

Eigendur kattarins hafa lýst yfir óánægju með upplýsingaflæði frá flugfélaginu varðandi leitina ásamt því að kalla eftir svörum við því hver sé ábyrgur fyrir hvarfi Gutta.

Forstjóri Primera Air á Íslandi, Hrafn Þorgeirsson, segir í samtali við mbl að ástæða þess að Gutti hafi verið fluttur í farangursrými vélarinnar sé að búrið sé of stórt. „Ég er búinn að fá skýrslu frá IGS [flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli] og aðstandendum eiganda kattarins var í tvígang sagt að því miður yrði búrið að fara niður í fraktrými vélarinnar“.

Enn fremur segir Hrafn köttinn hafa sloppið vegna þess að það sé op á þaki búrsins sem ekki sé hægt að læsa, því hafi kötturinn komist út um opið. Samkvæmt tilkynningu Primera prófuðu starfsmenn flugvallarins á Alicante læsingu lúgunnar á þaki búrsins eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá Primera.

Hrafn segir mikla leit hafa staðið yfir á flugvellinum í Alicante frá því að Gutti týndist 6. júní og búið sé að leggja út mat og gildrur í von um að ná kettinum. „Við fengum leyfi til þess að aðstandandinn fengi að koma út á völl á föstudagseftirmiðdaginn og borguðum fylgd um völlinn svo hann gæti farið um svæðið og kallað á köttinn,“ sagði Hrafn.

Í tilkynningunni er málið rakið út frá bæjardyrum Primera Air og kemur fram í henni að starfsfólk þjónustuvers Primera hafi verið í sambandi við fjölskylduna reglulega og gefið upplýsingar um tengiliði á Alicante-flugvelli svo hægt sé að fá upplýsingar um leitina að kettinum milliliðalaust.

Tilkynning Primera Air í heild sinni. 

Kötturinn Gutti Diego hefur verið týndur í viku.
Kötturinn Gutti Diego hefur verið týndur í viku. Ljósmynd/Hafliði Kristinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert