Þessar götur verða malbikaðar í ár

Á meðfylgjandi korti má sjá þá vegkafla sem verða malbikaðir …
Á meðfylgjandi korti má sjá þá vegkafla sem verða malbikaðir í Reykjavík í ár. Kort/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg áætlar að verja tæplega 1,5 milljörðum króna í malbikunarframkvæmdir í ár. Malbikaðir verða 243 þúsund fermetrar á götum borgarinnar, eða um 32 kílómetrar, um fjórtán kílómetrum lengri vegalengd en í fyrra. 28.041 tonn af malbiki mun fara á götur borgarinnar þetta árið. 

Á meðfylgjandi korti má sjá fyrirhugaðar framkvæmdir ársins. Umfangsmestu framkvæmdirnar í tonnum af malbiki talið verða við Hvassaleiti (739 tonn) og í Safamýri (714 tonn).

Oft má reikna með umferðartöfum á framkvæmdatíma.

Inni á meðfylgjandi korti er ekki yfirlit yfir framkvæmdir á stofnæðum sem eru á ábyrgð Vegagerðarinnar. Til stofnæða teljast t.d. Vesturlands- og Suðurlandsvegur, svo dæmi séu tekin.

Í morgun hófst malbikun á vegkaflanum frá Korputorgi að Vesturlandsvegi. Umferð verður vísað að rampa af Vesturlandsvegi að Korputorgi um hringtorg við Úlfarsfell. Opið verður út af svæðinu hefðbundna leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert