Dæmdur kynferðisbrotamaður fær réttindi

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Dæmdur kynferðisbrotamaður hefur fengið uppreist æru og þar af leiðandi fær hann lögmannsréttindi sín á nýjan leik. Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að veita Roberti Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, réttindin á ný. Maðurinn er á áttræðisaldri. 

Fyrir níu árum var hann dæmdur í 3 ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fjór­um stúlk­um. Brot­in voru fram­in á ár­un­um 2005 og 2006. Ró­bert tældi þrjár af stúlk­un­um með blekk­ing­um og pen­inga­greiðslum til kyn­ferðismaka við sig, en þær voru þá 14 og 15 ára. Hann komst í sam­band við stúlk­urn­ar í gegn­um netið og í flest­um til­vik­um sagðist hann vera tán­ings­pilt­ur. Greiddi hann einni stúlk­unni að minnsta kosti 32 þúsund krón­ur fyr­ir kyn­ferðismök í tvö skipti, sem áttu sér stað í bif­reið Ró­berts.

Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í dóm í máli lögmanns sem árið 1980 fékk lögmannsréttindi sín aftur þrátt fyrir að hafa þrettán árum áður verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp.

„Sóknaraðili hefur hlotið uppreist æru að því er snertir þann refsidóm sem var grundvöllur réttindasviptingarinnar. Að lögum hefur sóknaraðili þar með öðlast óflekkað mannorð að nýju. Að því virtu er það mat dómsins að ekki verði talið að sóknaraðili sé að svo komnu ekki verður þess að rækja starfann eða njóta réttindanna,“ segir í dómi héraðsdóms.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert