Færa á valdið til dómstóla

Ungir afbrotamenn njóta síður úrræða samfélagsþjónustu vegna sérstöðu íslenska fyrirkomulagsins.
Ungir afbrotamenn njóta síður úrræða samfélagsþjónustu vegna sérstöðu íslenska fyrirkomulagsins. mbl.is/Golli

Ungir afbrotamenn eiga þess síður kost að fullnusta refsingu sína með samfélagsþjónustu vegna þeirrar sérstöðu Íslands að ákvörðunarvaldið um samfélagsþjónustu liggur hjá framkvæmdarvaldinu en ekki dómsvaldinu. Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir fyrirkomulagið hér á landi vera einstakt.

„Hér er farin svokölluð stjórnsýsluleið, þ.e. stjórnvöld, sem í þessu tilviki eru Fangelsismálastofnun, taka ákvörðun um það hvort dómþoli fær að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Þetta er að mínu mati ekki í anda þeirrar grundvallarreglu íslensks réttar að dómstólar ákvarði refsingar. Í öllum löndum sem við berum okkur saman við er ákvörðun um samfélagsþjónustu í höndum dómstóla,“ segir Jón Þór og bætir því við að hér sé í raun og veru framkvæmdarvaldið að breyta refsiákvörðun dómstóla, þ.e. ákvarða dómþola ný viðurlög.

Jón Þór Ólason.
Jón Þór Ólason. mbl.is/Jim Smart

„Stjórnarskráin kveður á um greiningu ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald og tilgreinir svo sérstaklega sjálfstæði dómsvalds frá handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þá má færa fyrir því rök að íslenska fyrirkomulagið sé í andstöðu við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um að refsireglur skuli vera bæði aðgengilegar og fyrirsjáanlegar.“

Bent hefur verið á að þrátt fyrir að ákvörðun um samfélagsþjónustu sé hjá stjórnvöldum er unnt að bera hana undir dómstóla. Jón Þór segir það ekki fullnægjandi og bendir á að úrskurðarvald sé kjarni dómsvalds.

„Sú staða getur komið upp að dómþoli rjúfi skilyrði samfélagsþjónustu og getur Fangelsismálastofnun þá tekið einhliða ákvörðun um að viðkomandi afpláni eftirstöðvar dómsins. Með hliðsjón af þeim réttindum sem tryggð eru í Mannréttindasáttmála Evrópu er meira réttaröryggi fólgið í því að vald þetta sé hjá dómstólum.“

Ungir brotamenn útundan

Samfélagsþjónusta nýtist ekki ungum afbrotamönnum og er það áhyggjuefni að sögn Jón Þórs.

„Já, því miður nýtist þetta úrræði ekki ungum afbrotamönnum sem skyldi. Það vantar uppbyggileg úrræði fyrir unga brotamenn í íslenskt viðurlagakerfi og erlendis hefur t.a.m. sérstaklega verið bent á uppeldislega þýðingu samfélagsþjónustu fyrir unga afbrotamenn.“

Hann bendir jafnframt á að ungir afbrotamenn, allt eftir eðli afbrotsins, fái almennt skilorðsbundna dóma eða skilorðsbundna frestun ákæru og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu.

„Ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því má fullnusta allt að 12 mánaða óskilorðsbundna fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu, minnst 40 klukkustundir og mest 480 klukkustundir. Þar sem ungir afbrotamenn fá að jafnaði skilorðsbundnar refsingar nýtist úrræðið þeim ekki. Leiðist þeir út í frekari brot er hætt við að alvarleiki afbrotsins eða hin dæmda refsing falli utan skilyrðanna. Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut.“

Dómstólar ódýrari

Í greinargerð með frumvarpi til laga um samfélagsþjónustu frá 1994 kemur fram að reikna megi með að kostnaður við framkvæmd verði mun lægri hjá stjórnvöldum heldur en ef sú leið væri farin að leggja ákvörðun á dómstóla í hvert skipti. Þetta telur Jón Þór ekki standast nánari skoðun.

„Samkvæmt núgildandi reglum eru málsmeðferðarferlin í raun og veru tvö. Ferlið getur því orðið bæði mjög langt og dýrt ef dómþoli ákveður að bera lögmæti ákvarðana stjórnvalda undir dómstóla.“

Að mati Jóns Þórs er mun hagkvæmara að einn aðili, þ.e. dómstólar, taki ákvörðun um samfélagsþjónustu við uppkvaðningu dóms.

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburða að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...