Færa á valdið til dómstóla

Ungir afbrotamenn njóta síður úrræða samfélagsþjónustu vegna sérstöðu íslenska fyrirkomulagsins.
Ungir afbrotamenn njóta síður úrræða samfélagsþjónustu vegna sérstöðu íslenska fyrirkomulagsins. mbl.is/Golli

Ungir afbrotamenn eiga þess síður kost að fullnusta refsingu sína með samfélagsþjónustu vegna þeirrar sérstöðu Íslands að ákvörðunarvaldið um samfélagsþjónustu liggur hjá framkvæmdarvaldinu en ekki dómsvaldinu. Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, segir fyrirkomulagið hér á landi vera einstakt.

„Hér er farin svokölluð stjórnsýsluleið, þ.e. stjórnvöld, sem í þessu tilviki eru Fangelsismálastofnun, taka ákvörðun um það hvort dómþoli fær að taka út refsingu sína með samfélagsþjónustu. Þetta er að mínu mati ekki í anda þeirrar grundvallarreglu íslensks réttar að dómstólar ákvarði refsingar. Í öllum löndum sem við berum okkur saman við er ákvörðun um samfélagsþjónustu í höndum dómstóla,“ segir Jón Þór og bætir því við að hér sé í raun og veru framkvæmdarvaldið að breyta refsiákvörðun dómstóla, þ.e. ákvarða dómþola ný viðurlög.

Jón Þór Ólason.
Jón Þór Ólason. mbl.is/Jim Smart

„Stjórnarskráin kveður á um greiningu ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald og tilgreinir svo sérstaklega sjálfstæði dómsvalds frá handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þá má færa fyrir því rök að íslenska fyrirkomulagið sé í andstöðu við kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu um að refsireglur skuli vera bæði aðgengilegar og fyrirsjáanlegar.“

Bent hefur verið á að þrátt fyrir að ákvörðun um samfélagsþjónustu sé hjá stjórnvöldum er unnt að bera hana undir dómstóla. Jón Þór segir það ekki fullnægjandi og bendir á að úrskurðarvald sé kjarni dómsvalds.

„Sú staða getur komið upp að dómþoli rjúfi skilyrði samfélagsþjónustu og getur Fangelsismálastofnun þá tekið einhliða ákvörðun um að viðkomandi afpláni eftirstöðvar dómsins. Með hliðsjón af þeim réttindum sem tryggð eru í Mannréttindasáttmála Evrópu er meira réttaröryggi fólgið í því að vald þetta sé hjá dómstólum.“

Ungir brotamenn útundan

Samfélagsþjónusta nýtist ekki ungum afbrotamönnum og er það áhyggjuefni að sögn Jón Þórs.

„Já, því miður nýtist þetta úrræði ekki ungum afbrotamönnum sem skyldi. Það vantar uppbyggileg úrræði fyrir unga brotamenn í íslenskt viðurlagakerfi og erlendis hefur t.a.m. sérstaklega verið bent á uppeldislega þýðingu samfélagsþjónustu fyrir unga afbrotamenn.“

Hann bendir jafnframt á að ungir afbrotamenn, allt eftir eðli afbrotsins, fái almennt skilorðsbundna dóma eða skilorðsbundna frestun ákæru og uppfylli því ekki skilyrði fyrir samfélagsþjónustu.

„Ef almannahagsmunir mæla ekki gegn því má fullnusta allt að 12 mánaða óskilorðsbundna fangelsisrefsingu með ólaunaðri samfélagsþjónustu, minnst 40 klukkustundir og mest 480 klukkustundir. Þar sem ungir afbrotamenn fá að jafnaði skilorðsbundnar refsingar nýtist úrræðið þeim ekki. Leiðist þeir út í frekari brot er hætt við að alvarleiki afbrotsins eða hin dæmda refsing falli utan skilyrðanna. Ef dómstólar hefðu heimild til að dæma samfélagsþjónustu, annaðhvort sem sjálfstæða refsitegund eða sem sérstakt skilyrði fyrir skilorðsdómi, mætti veita ungum brotamönnum meira aðhald og beina sumum hugsanlega inn á rétta braut.“

Dómstólar ódýrari

Í greinargerð með frumvarpi til laga um samfélagsþjónustu frá 1994 kemur fram að reikna megi með að kostnaður við framkvæmd verði mun lægri hjá stjórnvöldum heldur en ef sú leið væri farin að leggja ákvörðun á dómstóla í hvert skipti. Þetta telur Jón Þór ekki standast nánari skoðun.

„Samkvæmt núgildandi reglum eru málsmeðferðarferlin í raun og veru tvö. Ferlið getur því orðið bæði mjög langt og dýrt ef dómþoli ákveður að bera lögmæti ákvarðana stjórnvalda undir dómstóla.“

Að mati Jóns Þórs er mun hagkvæmara að einn aðili, þ.e. dómstólar, taki ákvörðun um samfélagsþjónustu við uppkvaðningu dóms.

Innlent »

Meiddist á fæti og gat ekki gengið

18:23 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út á fimmta tímanum vegna slasaðrar konu við Barnafossa. Meira »

Réðist á lögreglumenn með hnífi

18:07 Karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og umferðalagabrot. Meira »

Sjálfstæðismenn efins um reiðufjárbann

18:03 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Teitur Björn Einarsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir efasemdum með boðað átak fjármálaráðherra gegn reiðufé. Þeir segja menn að sjálfsögðu eiga að berjast gegn skattasvikum, en hugsanlea sé þetta ekki rétta leiðin. Meira »

Þurfa að hætta keppni

17:53 Vegna yfirvofandi storms á Suðausturlandi hefur keppnisstjórn WOW Cyclothon tekið þá ákvörðun að stöðva þá keppendur sem ekki eru líklegir að vera komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Meira »

Fluginu seinkar um sjö tíma

17:08 Áætlað er að flug Icelandair til Kaupmannahafnar, sem átti að fara klukkan 13:00 í dag en þurfti að fresta vegna óhapps, fari ekki í loftið fyrr en klukkan 20:00 í kvöld. Meira »

Bilun í startara olli mikilli töf

16:54 Rúmlega fjögurra tíma seinkun varð á flugi Icelandair frá Birmingham til Íslands í dag en upp kom bilun í startara vélarinnar þegar fljúga átti henni til Íslands. Vélin tók á loft frá Birmingham fyrir skemmstu. Meira »

10 milljóna þakið rofið

16:22 Fjáröflun WOW Cyclothon er í fullum gangi en nú þegar hafa safnast yfir tíu milljónir króna til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Fjáröflunin er í formi áheitakeppni þar sem mörg liðanna hafa sett sér markmið. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna tilraunar til manndráps

16:31 Karlmaður var í gær úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um til­raun til mann­dráps eða stór­fellda lík­ams­árás, með því að hafa ít­rekað stungið ann­an mann í brjóst og hand­legg eft­ir að sá hafði gert at­huga­semd við reyk­ing­ar manns­ins í mat­sal skip­verja á hol­lensku skipi. Meira »

361 íbúð rís á Útvarpsreitnum

15:41 Borgarstjóri og forstjóri byggingarfélagsins Skugga undirrituðu í dag samkomulag um uppbygginguna á Útvarpsreitnum. Skuggi 4 hefur þegar hafið framkvæmdir á reitnum en þar mun 361 íbúð rísa á næstu þremur árum. Meira »

„Þetta er ótrúleg upplifun“

15:33 Hjólakraftur er kominn framhjá Jökulsárlóni og stefnir nú að Skaftafelli. 110 manns í 11 liðum hjóla í kring um landið í WOW Cyclothon. Meira »

Stefnir ríkinu vegna mismununar

15:30 „Ég hef ekki þorað að ræða þetta opinskátt en nú tel ég að rétti tíminn sé runninn upp.“ Svona hefst pistill sem Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifaði á Facebook-síðu sína í gær, þar sem hún tilkynnir að hún hafi stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Flóttabörn fá ekki viðeigandi menntun

15:26 Ekki hafa öll flóttabörn hér á landi, eða börn hælisleitenda, fengið viðeigandi menntunarúrræði og fyrirséð er að sama staða verði viðvarandi í haust þegar skólarnir fara aftur af stað. Þetta segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Meira »

Sækja slasaða stúlku

15:09 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út í dag vegna stúlku með hafði dottið af hestbaki í Lundarreykjadal. Meira »

Stefndi lífi fólks í augljósa hættu

14:57 Karlmaður sem er grunaður um að hafa framið rán í apóteki vopnaður öxi og í kjölfarið reynt að flýja undan lögreglu í bifreið í apríl hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. júlí. Ákæra hefur verið gefin út á hendur manninum en brot hans geta varðað allt að 10 ára fangelsi. Meira »

Tekst að ná betri samningi?

14:45 Brýnt er að Ísland nái að gera góða samninga við Bretland vegna Brexit. Bretar kaupa í dag um 18% af heildarverðmæti útfluttra íslenskra sjávarafurða og Ísland er stærsti innflytjandi fisks á Bretlandsmarkað. Meira »

Endurnýja samning við Landsbjörg

14:58 Utanríkisráðuneytið hefur endurnýjað til næstu fjögurra ára samstarfssamning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg um íslensku alþjóðabjörgunarsveita (ICE-SAR). Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér starf Landsbjargar í morgun og skrifaði í lok heimsóknarinnar undir samninginn ásamt Smára Sigurðssyni formanni félagsins. Meira »

Í mat hjá mömmu eftir keppni

14:48 Liðið Húnar er eitt af þremur fremstu liðunum í A-flokki fjögurra manna liða ásamt Team Cannondale GÁP og Team Cycleworks. Liðin eru nú komin fram hjá Egilsstöðum og stefna í átt að Öxi. Meira »

Aðstoðarritstjórinn hættur

14:18 Andri Ólafsson, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, er hættur störfum hjá blaðinu. Andri hefur starfað hjá 365 í rúmlega tíu ár. Meira »

Wow Cyclothon

Viltu auka business þinn. Egat Nuddsteinar(Basalt) ásamt Steinapotti 39.000
Viltu auka business þinn.(Hot Stones) . Hlægilegt verð :Fallegir Nuddsteinar (Ba...
Til sölu STIGA Garden sláttutraktor
Lipur, léttur og meðfærilegur. 12,5 ha. Briggs&Stratton mótor, rafstart, bakkgír...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
 
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...