Hlýtur bætur eftir að hafa misst tvo fingur

Maðurinn missti tvo fingur í vinnuslysi.
Maðurinn missti tvo fingur í vinnuslysi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hæstiréttur dæmdi í dag fyrirtækið Toppfisk og Sjóvá-Almennar tryggingar skaðabótaskyld í máli sem fyrrverandi starfsmaður Toppfisks höfðaði gegn þeim. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur en starfsmaðurinn missti tvo fingur og hluta úr lófa í vinnuslysi.

Kemur fram að áfrýjaði dómurinn úr héraði skuli standa óraskaður. Þar kemur fram að stefndi, Toppfiskur ehf., beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnanda vegna líkamstjóns sem hann hlaut í vinnuslysi þann 2. október 2012. Jafnframt er viðurkennt að stefnandi nýtur bótaréttar úr hendi stefnda, Sjóvá-Almennra trygginga hf., úr ábyrgðartryggingu meðstefnda, vegna sama tjóns.

Starfsmaðurinn festi söðul söðul á færibandi fiskflökunarvélar í fatnaði sínum með þeim afleiðingum að hægri hönd hans dróst með færibandinu inn í hnífa vélarinnar. Missti starsfsmaðurinn tvo fingur hægri handar ásamt ölnarhluta hennar, segir í dómi.

Bent er á að orsök slyssins mætti rekja til þess að hlífðarfatnaður starfsmannsins á slysdegi hefði ekki veitt fullnægjandi vörn gegn þeirri vá sem stafað hefði af vélinni. Vísað var til þess að engu hefði breytt hvort ermahlífar hefðu verið bornar undir hönskum eða yfir þeim eins og fyrirmæli Toppfisks ehf. samkvæmt gæðahandbók félagsins hefði kveðið á um.

Var því talið að fyrirtækið bæri ábyrgð eftir reglum skaðabótaréttar um vinnuveitandaábyrgð á tjóni starfsmannsins vegna þeirrar saknæmu vanrækslu að hann hefði ekki klæðst viðeigandi persónuhlífum. Var krafa hans því tekin til greina.

Dómurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert